Innkaupaferð a la grande amusementos!

Þar sem nokkuð hefur farið af sentimetrum síðan í maí og reyndar júní þegar ég keypti síðast á mig buxur þá var orðið hálfgert neyðtarástand hjá undirritaðri. Hinar dásamlegu gallabuxur héngu bara ekki uppi lengur og voru ekki sérlega smart satt að segja. Þess vegna hafði ég lofað mér því að fara og versla mér buxur nú um mánaðarmótin. Sem ég gerði með skilum í dag. Og hvílík ferð.
Í morgun hringdi Þórunn og spurði um göngu í Þrastarskógi. Ég tók nú ekki sérlega vel í það – enda hentaði mér það svoldið vel að hlusta á Baldur í það sinnið – þ.e. að labba ekki um helgina. En það er bara eiginlega ekki hægt að neita morgungöngu í Þrastarskógi í lok september. Við fórum því 40 mín hringinn – Birkistíginn og gengum bara greitt. Ægilega fínt og skemmtilegt. Þá ákváðum við að fara saman í bæinn.
Við fórum í þrjár búðir, og sjaldan ef nokkru sinni hef ég skemmt mér jafn vel. Við þurftum að fá hverja flíkina á fætur annarri því við vorum alltaf að máta of stór föt. Og ég hef sko farið niður um 6 buxnastærðir- ægilega flókið að geta ekki bara beðið um stærstu buxurnar í búðinni. Alveg ný upplifun… Svo ekki sé nú að nefna toppana. Sjúddirari rei –
Svo þegar heim var komið þá kannski finnst mér þetta nú allt helst til lítið – hefði þurft að hafa þetta allt svolítið víðara og stærra en ég er ekki frá því að ég sé bara svolítið gáluleg í þessu öllu saman!
En kosturinn við það er náttúrulega sá að maður verður þá að losa sig við þessa keppi alla saman sjálfsvirðingar sinnar vegna. Það er svo sem ekki hollt að vera alltaf í alltof stórum fötum og láta bara eins og allt sé í fínu lagi. Þetta verður því vonandi ágætis hvatning. Fyrir nú utan hvað þetta var ofboðslega skemmtilegt.
Trúið mér þið hefðuð alveg viljað vera flugur á vegg þegar brjóstahaldarar voru mátaðir í Hagkaupum. Óborganleg stund satt að segja.
Nei það er ekki einfalt að vera orðin einhver annar en maður var.

Holy moly fótaóeirð

Þetta er nú cirka ljótasti skór ever – eða að minnsta kosti óIngulegasti skór ever. Oh my god. Mér finndist hann þó áreiðanlega sniðugur á öðrum fæti en mínum. En ekki fyrir mig takk. Svona cirka eins og ég sjálf. Ég er ekki fyrir mig!

Mér leiðist ég.

Ég gerir bara tóma vitleysu.

Og ég nenni ekki að hlusta á að það sé bara ég sjálf sem eigi að redda því og breyta. er of vitlaus til þess að standa í því. Í augnablikinu amk.

Er með fótapirring dauðans. Fæ þetta stundum en var að lesa á doktor.is að ég verð áreiðanlega dauð úr þessu innan skamms en Gauti á hlaup.is (já ég fór aftur þangað inn omg) vill meina að of geyst sé farið. Ja það skyldi þó ekki vera…

Þetta jafnar sig samt alltaf hjá mér -og er ekki á háu stigi. en pirrandi er það maður minn. Drep… Gott að fá nýtt nú þegar hælsporinn minn er að lagast eftir einhverjar bylgjur og nudd dauðans á kálfana 2 sinnum í viku. Sigh…

Ég vildi að ég væri önnur en ég er þegar kemur að matar-ÆÐI. Ég er glötuð. Gjörsamlega.

Dagurinn er í dag er svo vitleysislegur að ég þverneita að opinbera hann hér.

Sigur dagsins er nú samt sá að hafa farið út að labba í morgun þó ég hafi tekið því fagnandi að Bald sagði að ég ætti að hvíla göngurnar um helgina og synda í staðinn og föstudagur er náttúrulega eiginlega helgi sko. Ætlaði því að sofa lengur og dúlla mér bara því ég er ekki að kenna í fyrsta tíma og þá dugir mér að mæta bara um 8. En ég fór og ég hjólaði líka í skólann með bakpokann fullan af Styrkdóti, þvottagræjum, hreinni treyju og ég veit ekki hverju og hverju. Það er rosalegt hvað ég er skipulögð orðin. En hrikaleg í mataræðinu. Christ… Afhverju er þetta ekki bara í lagi hjá mér alltaf?

Húsfreyjustörf

Og húsfreyjuskór! Þarf að fara að taka til svo Dísa og Hildur kafni ekki í einhverju sérkennilegum efnum og dóti hér. Úff púff. Ef ég væri gella þá myndi ég vera í svona skóm þegar ég ryksugaði upp hundahárin – tíhíhí.
Var í nuddi – dásamlega viðbjóðslegt. Held samt að ég myndi ekki vilja vera nuddari og nudda mig…
Held ekki… sem er náttúrulega ákveðið áfall í sjálfu sér…
Er nú samt áreiðanlega að verða betri í kálfunum þó enn sé það næstum ólýsanlega vont að láta nudda þá og ég bara hlýt að fara að verða góð í herðunum… Ætli hr. nuddari sé ekki bara að nudda þær til að halda mér góðri. Fæ nefnilega aðskilnaðarkvíða ef ég fæ minnsta pata af því að ég geti ekki verið í ,,nuddi“ það sem eftir er ævinnar hið minnsta! Sigh
Fór að labba í morgun, hjólaði í vinnuna og í Styrk – og lengdi ferðina þangað svo hún tæki nú svona eins og 15 mín. Annars er þetta hjólarí svo stutt og ómerkilegt að ég held ég hætti að nefna það nema um lengri ferðir sé að ræða. Maður svona spyr sig hvort þetta hafi eitthvað að segja. Að vísu var dagurinn í dag strembnari en undanfarið þar sem það var svo mikið rok á móti og þá reynir maður meira á sig -enda svitnaði ég heilmikið í göngunni og hjólinu að ég vildi óska að það væru sturtur í Sunnulæk. En þær koma nú bráðum. Ef ég þá… uss ekki orð um það meir.
Nú jæja – nú er ég búin að bíða klst af mér í tiltekt – spurning hvort spenningurinn og stressið jafni það út og ég fari að gera eitthvað hér í þessu litla húsi mínu. Það er ekki eins og þetta sé óvinnandi vegur – öðru nær.
En jæja ætla að hökta af stað helaum í hægri öxlinni eftir nuddarann – en ég á eftir að segja ykkur eitt: Í fyrsta sinn í háa herrans tíð – og ég er að tala um kannski svona eins og 20 ár þá finn ég stundum vellíðunartilfinningu í kálfunum – jamm þeir hafa löngum verið í hassi blessaðir. Eins og kannski fleiri líkamspartar.
Kveðja húsmóðirin Ingveldur sem langar þó miklu frekar að vera merkilegur rithöfundur í skáldahúsi í suður France. Jummmm

Ég held ég fari að sofa

……

…er þetta ekki svefnlegur skór. En megaflottur mar! Ég er svo syfjuð að ég er að kafna.
Enda sef ég aldrei meira en 5 – 6 tíma á nóttu og ég þverneita að það sé nóg. Bara þverneita því. Enda bæti ég mér það oft um helgar sem er ekki minn stæll hingað til.
En sem sagt ég borðaði síðast kl 20 – og nú er bara að sjá hvað ég ét fram til miðnættis. Vonandi ekkert nema ibufen og vatn. Það væri óskastaðan…
Ég fór með Bjart í morgun og komst að því að ég vorkenni Eyjafjallajökli. Það er bara fínasta fjall – en hann býr við hliðina á þvílíkri dívu að ekkert annað kemst að. Hekla sjálf. Í morgun var sólin akkúrat á bak við Heklu þegar ég fór í hellisskóginn. Og vitið þið það – það var töfrum líkast. Appelsínugulur heimur og blá fjöll – blárri en allt. Mér fannst ég sjá inn um gluggan hjá þeim í Eyvík – svo vel sá ég Hestfjall.
Ég var alveg staðráðin í því að fara ekki að labba í morgun þegar ég fór að sofa í gær – ég var svo þreytt – en mér fannst ég ekki geta sjálfsvirðingar minnar vegna (já og sjálfrar mín) sleppt því. Og við Bjartur sáum ekki eftir því. Frábær stund.
Svo hjólaði ég í skólann og heim aftur – og ég snerti ekki bílinn nema allra fyrst á morgnana upp í skóg. Geðveikt.
Krakkarnir í skólanum eru svo stoltir af mér að það er yndislegt. Þau eru algjörlega bergnumin af dugnaðinum í mér og þeirri fáránlegu hugmynd að kona eins og ég hjóli um allt og sé með hjálm eins og þeirra. Yndisleg. Hreinlega. Og dagurinn í dag var svo yndislegur að það var ótrúlegt að maður væri að kenna í strikklotu frá 8:10 – að verða þrjú. Þetta eru bara meistarar. Var svo að vinna til rúmlega sjö og gat gert heilmikið. Ég er svo glöð með þetta sem ég kemst yfir í skólanum þó ég myndi vilja að það væri miklu meira. Maður getur alltaf gert betur – það er áreiðanlegt.
En jæjæ ef ég hendist ekki í að éta eitthvað eftir að ég ætti að vera sofnuð þá er þetta bara flottur dagur:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör – 9:30 ab og hafraflögur einhverjar – 11:30 appelsína 13 saltkjöt og rófa+uppstúfur. 19 rækjur, brauð og grænmeti og svo 6″ subway.
Góður hver dagurinn er það ekki?
Kveðja frá hjólreiðadísinni 🙂

Fagurblátt og blúsað

Ha ha ha – þetta stígvél mar. Veit ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta! En amk þá er hællinn flottur en nokkuð ómanneskjulegur. Kannski eitthvað fyrir Ástu Björk og Sædísi ofurgellur!

Nú en sem sagt. Enn í svolítilli fýlu. Tek greinilega svona fýluköst…

En nú er þriðjudagur og þeir eru nú alltaf svolítið spari sko. Ég hef komist að því að það er ekki hægt að vinna í götunum mínum tveimur þannig að ég fer gjarnan í Styrk á þessum tíma og er þá lengur fram eftir í staðinn. Sú varð raunin í dag.

Ég fór í lítið labb í morgun í Hellisskógi með dúlluna mína og snúð hann Bjart, fór svo heim og braut um það heilann hvort ég ætti að fara í Styrk í gatinu eður ei og ákvað að gera það ekki – ég kæmi hvort eð er aldrei nestinu (yeah tók með mér nesti skoho í skólann), handklæðunum, íþróttafötunum og treyjunni minni í bakpoksgreyið. Setti það svo í backupplanið að ég gæti nú vel komið hér við og náð í íþróttafötin ef mér snérist hugur. Yfir þessu gat ég svo væflast í morgun – Styrkur eða ekki Styrkur eða kannski bara hjólatúr? Sigh

Ákvað á endanum að fara í Styrk – brunandi á mínu hjóli því ég hafði nú farið á því í vinnuna eins og hjólreiðakappa sæmir – var ekki nema 7 mín að fara göturnar (nenni ekki þessum göngustígsfársferðum). Sótti fötin, hjólaði í 12 mín í viðbót á gólffasta hjólinuvið þessar 15 sem mér hafði tekist að koma ferðinni í Gagnheiðina í með hoppum og skoppum í Heimahaganum. Tók svo bara vel á í efri – hluta líkamans æfingunum og teygði vel og lengi. Og leið svo þetta líka dáindis vel í kennslunni á eftir og var að vinna alveg til hálf átta þegar ég þorði ekki annað en fara heim þar sem engin lukt er komin á hjólið. Og ég stend á öndinni af undrun að ég geti bara yfirleitt komið sjálfri mér úr stað á hjólinu.

Og vonandi er ég nú að lagast í hælnum – ég er amk ekki að nota hann eins mikið og áður. Tók íbufen áður en ég fór að sofa í gær og gat þá sofið fyrir fótapirringnum.

Pirringurinn á sálinn er hins vegar töluverður og vigtin lætur eins og asni – eins og ég. Og ekki er ég farin að borða kvöldmat enn. En nú fer ég líka í það! Svoldið seint ha? Mataræðið er sem sagt ekki í sérlega góðum málum.

það er hins vegar veðrið…

Næturblues


Tvíbentur þessi skór. Það er þetta yndislega myrkur sem fylgir haustinu – kertin og það allt saman. Ummmm dásemd. Svo eru það morgnarnir þegar máninn víkur fyrir sólinni – og birtan þá er engu lík! Það sáum við Bjartur í morgun í Hellisskógi rétt um hálf sjö. Sólaruppkoman var yndisleg. Loforð um góðan dag.
En svo er þessi skór eins og rennibraut – rennibraut beint til fj… í mínu tilfelli amk. Ég át sko eitthvað nammistykki sem lá hér fyrir framan mig skyndilega og allt í einu dag – og það nammi þótti mér ekki einu sinni gott.
Og ég sem var svo glöð á laugardaginn þegar ég vissi ekki einu sinni hvar nammið er lengur í Bónus. Nú ekki var nóg með það að ég æti þetta nammistykki með húð og hári heldur át ég líka tvo mola í kvöld með kaffinu af einhverju sem ég gat snapað hjá Dísu – Þýskt gæða handgert konfekt – ummmmm
En í dag var ég eins og Pétur postulu – afneitaði því innvirðulega að ég borðaði nokkurn tímann nammi nema á laugardögum – ekki bara einu sinni heldur tvisvar – Sigh.
Matarmálin mín eru ekki í nógu góðu málum. Og svo sagði einhver við mig ef hann hreyfði sig svona mikið eins og ég yrði viðkomandi orðinn að engu á no time… Jamm það var nú svei mér gaman að fá upplýsingar um það… Svoldið grátlegt bara… Ég meina er þetta bara til einhvers…
Ég verð aldrei búin að þessu – ég verð búin að fá taugaáfall sjö sinnum af depurð og vanmætti held ég áður en ég kemst hálfa leið. Ásamt svo öllu öðru sem er að gera útaf við mig í hinum daglega amstri – hversdagsleikanum. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur verð ég að segja…
Í dag gengu matarmálin svona fyrir sig:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör
9:30 Ab mjólk og weetabix flögur einhverjar
11:30 Appelsína
15 Banani
17 Súkkulaðibar
18:30 pasta rækjur og grænmeti – 2 heilhveitibrauðsneiðar
20 Appelsína
21 2 nammimolar og 2 kaffibollar
23 – 2 hlaupmolar – SIGH
Hreyfing:
6:30 20 mín labb í Hellisskógi
7:20 6 mín hjólr. út í Sunnulæk
15:00 10 – 15 mín Svaðilför á hjólinu eftir nýjum vegi sunnan Hólahverfis – úff margir vörubílar, gröfur, holur og lausamöl – hefði átti að fá áhættuþóknun
70 mín vinna í Styrk
Dásemdar nudd – það er held ég það sem kemur mér í gegnum þetta. Ég gæti þetta bara ekki án þess. Nógu er ég í miklu skralli annars…
17 hjólað heim –
Og ég léttist ekki neitt – er hálfu kílói þyngri en ég var í síðustu viku. Ok ok ekki gáfulegasta vika – svoldið um drykkju, osta og svona sitthvað fleira slæmt. – og voðalega lítið grænmeti borðað. Úff og er nema von að sumir segist myndu léttast svo mikið að þeir hyrfu á nó tæm. Sérlega skemmtilegt að geta ekki gert neitt af viti þó maður sprikli sig vitlausan!
Reyndar er mér skapi næst að fara ekkert í Styrk á morgun heldur hvíla mig bara. Er hvort eð er að drepast í fótunum, hælnum, hnjánum og ég er með svo mikinn fótapirring á nóttunni að ég sef ekki. Endaði á að taka 2 bréf af panodil hot um miðja nótt svo ég fengi einhvern frið.
Já þetta er náttúrulega tóm sæla sem skilar svona sirka kannski engu miðað við það sem hún ætti að gera! Það er amk ekki slæmt að fá verk í hnén líka í ofanálag við allt annað.
Ætti ég ekki bara að fara að éta verkja og bólgueyðandi lyf. Maður bara getur þetta ekki lyfjalaust held ég svei mér þá!
Ég veit svo sem ekki hvað ég er að hugsa. – Eða held að ég sé…
Þarf held ég að skríða inn í hýði og vera þar í nokkrar vikur bara…
You’ll be the first to know
En afhverjur kommenterar enginn neitt! Ég er held ég á bömmer.

Life goes on

Ha ha ha góður á honum hællinn þessum :D. Styður vel við sinina undir fætinum sem heitir meira að segja eitthvað… P… hmm man það ekki 😀 enda algjör óþarfi. Er sko bara nýbúin að læra að það er sin þar. Hafði alveg fundist það möguleiki að þar væri ekkert að finna nema bara mannakjöt. Neibb ekki aldeilis bara það, sin, fitupúði og hvur veit hvað. Maður er með allskonar allt mögulegt, um allan líkamann. Hugsið ykkur það!
Við Bjartur fórum í undurfagra veröld Þrastarskógar í morgun í hita, logni og sól svo fagra að hugurinn verður uppnuminn og hamingjan allsráðandi. Og þá er eins og maður sjái leiðir út úr ýmsum vanda sem maður ratar í á rigningardögum.
Ég t.d. veit að nú þarf ég að fara að klára verkefnið hjá honum Ingvari – ég er loksins tilbúin til þess. Þarf bara að fá mér sumarbústað og lúra þar og njóta lífsins, vinna og vera ein með skruddunum. Best að ljúka því sem fyrst – fyrr en varir byrjar jólaundirbúiningurinn og allt sem honum fylgir og ekki viljum við vera á síðasta snúning þar ;-).
Ég er heldur ekki frá því að ég sé að lagast í hælnum. Ég fór í sund/pottana í gær og teygði og bretti mig og fetti þar, og ég fór líka í sund (að synda) á föstudag og teygði rosavel þá. Eins hef ég verið að teygja alls staðar þar sem ég sé tröppur og ég held það sé að skila sér auk þess sem ég hef náttúrulega ekkert verið á skíðunum, göngubrettunum né í nokkru labbi að ráði síðan um síðustu helgi.
Þar að auki finnst mér eins og teygjan sem kemur í kálfann þegar ég hjóla hjálpi svolítið til – mér líður alltaf aðeins betur eftir að ég hjóla.
Ég ætlaði nú annars ekki að komast í Þrastarskóg fyrir hungri, ég var svo óbærilega svöng að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Ég lá í rúminu – ég veit ekki hvað ég svaf lengi – amk var Bjartur alveg orðinn sótvondur yfir þessari leti í kerlingunni og gerði margar og ítarlegar tilraunir til að koma mér fram úr með AFAR litlum árangri. En sem sagt ég var hálf sturluð úr hungri – meira að segja greip með mér banana í skóginn til að borða strax og göngunni væri lokið – og I tell you people það er ekki oft sem ég hef fyrirhyggju í svoleiðis lagað.
Eldaði mér svo hafragraut og fékk mér slátur með – ummmmmm lof itt, þegar ég kom heim. Og enn er ég að borða – vínber (og helv… afganginn af kókosbollunni síðan í gær (og vel að merkja er ég farin að borða alltof margar kókosbollur á nammidegi!!)). Alltaf þarf maður að skemmileggja allt…
Sigh….
Ég er ekkert að standa mig sérlega vel í mataræðinu. Ég stend mig ágætlega í flestu öðru (nema náttúrulega að taka til hér heima (ægilega leiðinlegt)). Það er bara greinilega ekkert voða auðvelt að breyta þessu – ég hef ekki sjálfsagann í það. Fljót að missa tökin – hætta að elda, borða lítið grænmeti og þetta allt. En hver sagði að þetta yrði auðvelt.
Ég er með þessar fínu harðsperrur eftir hjólatúrinn aftan á lærunum – teygði víst ekki alveg nóg þar, og marblett rétt fyrir ofan úlnliðinn eftir að troða bakpokanum á mig alltaf hreint. Ótrúlega sérkennilegar aðfarir verð ég að segja. Þau eru af ýmsum toga meiðslin ;-).
En nú ætla ég að fara að brjóta saman þvott og hver veit nema ég skrifi eitthvað meira – mér finnst svo ægilega gaman að skrifa. Er á því flippinu núna ;-). Maður verður að láta sér bloggið duga þar til maður verður orðinn fullorðinn og getur orðið rithöfundur 🙂

Ógeðslega mikil hjólapæja!!!!

Og þá byrja hjólreiðarnar

Jæja – ég er komin með lás og hjálm. Nú er ekkert að gera annað en muna leyniorðið á lásnum og vona það besta. Annars fann ég síðu á netinu sem finnst að of mikið sé gert úr gildi hjálma – kannski hefði ég bara ekkert þurft að fá mér hjálm! Þetta er svolítið merkileg síða verð ég að segja – sérstaklega fyrir mig öryggisfíkilinn. Sigh…


En í dag hef ég hjólað og hjólað 😉 Verð áreiðanlega með harðsperrur á viðkvæmum stöðum á morgun – þ.e.a.s. þó er það ekki víst því ég er búin að lengja tímann á hjólinu út í Styrk og ekki fæ ég harðsperrur af því… hmmm vonum það besta enn.


Ég var eiginlega búin að gleyma hvað mér finnst gaman að hjóla. Ég hjólaði og hjólaði í nokkur ár þegar ég var unglingur – en svo einhvern veginn lagðist það af – maður átti einhvern veginn aldrei hjól – og ef maður átti hjól þá var því stolið – svo það kemur á sama stað niður.

En sem sagt þetta eru hjólreiðar dagsins: Hjólaði út í Sunnulæk með því að fara Fossheiðina, Tryggvagötuna og svo Erlurimann og Langholtið út í Bónus.

Þar verslaði ég mér laugardagsnammi og svo var nú komið fyrir mér að ég vissi ekki einu sinni hvar nammið var í Bónus lengur. Ja það er af sem áður var. Nú þar keypti ég þvottaefni upp á 2 kg og snaraði því í bakbokann (ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er mikil pæja, með hjálm og bakpoka!). Þá og þar komst ég að því að það munar um 2 kg. Og varð hugsað til þeirra 15 sem eru farin hjá mér. Það hefði nú verið svei mér erfitt að hjóla með þau öll því nóg fannst mér um þetta þvottaefni sem var að dingla þarna á bakinu á mér.

Nú heimleiðis fór ég Langholtið og Fossheiðina – hrikalega mikil pæja. Ekki var nú nóg með þetta heldur fór ég svo hjólandi í sund því mig langaði svo í pottana (synti sko 1000 m í gær og fannst nóg að gert í þeim efnum). Þaðan fór ég svo hjólandi til Gerðar í Dverghólana og át brauðrétt og spjallaði við hana um nema hvað – breytt lífsform. Og svo heim. Og ef þetta er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað. Ég hef því hjólað í um klst í dag en ekki nema 20 mín í samfelldu. Veit ekki alveg hvernig það virkar. Að vera að þessu svona við og við upp á brennsluna – maður verður líklega að hjóla svoldið stíft svo þetta geri eitthvað fyrir mann. Enda fann ég svo sem ekki fyrir neinu á fer minni í sund og til Gerðar – það var langi spottinn í Bónus sem kostaði einhverja svitadropa.

Pönnukökur í morgunsárið

Þetta hefur annars verð ágætur dagur -bakaði 100 pönnukökur í morgun fyrir kvenfélagið í Grímsnesinu – það er úr næstum 3 l af mjólk og 1 kg af hveiti – það er sem nemur einni og hálfri hræriskál hjá Kitchen Aid – allnokkuð bara. Fór svo með það að Borg og tralala fór svo að hjóla 🙂 Mér finnst mjög gaman að hjóla og ef ég næ nú aukinni færi að koma mér á milli sætis og stýris og svo þaðan aftur þá er ég viss um að ég eigi eftir að snara hjólinu í ýmis smærri viðvik. Ég þarf að hafa hnakkinn aðeins hærri því ég finn pínu oggu oggu pons fyrir hnjánum en ég ætla að verða svoldið klárari fyrst :D.

Ein

Ég er hér ein að rolast eina ferðina enn – Ragnheiður með Jobba og Aðalsteinn hjá Fúsa og Dísu í Borgó. Við Bjartur erum því hér bara tvö. Ég reikna með að ég fari með hann í Þrastarlund á morgun í smá göngu – við höfum bæði gott af því.

Ég hef komist að því að ég elska þvottavélina mína. Kurrið í henni er vinalegt verst að mér þykir ekki alveg eins vænt um að eiga engan þurrkara lengur – því verður bara að kippa í liðinn sem fyrst.

Matar-æði

Ég er nú eiginlega ekki hægt…

Nú er ég á þeim stað að borða helst ekki neitt. Og finnst það frekar fínt. Mátti náttúrulega ekkert vera að því að borða í morgun því ég var að baka pönnukökur í einu hendingskasti.

Ekki gat ég heldur borðað hádegismat því ég varð að fara með pönnsurnar og þá ætla ég nú ekki að tala um vesenið á minni í gær. Fuss og svei.

Grænmeti? Hvað er nú það? Heitur matur? Kannast ekki við hann…

Brauð -já, skyndimatur passar fínt og svo jafnvel ekki neitt bara. Það er líka fínn möguleiki.

Sigh…. Mér er ekki viðbjargandi. Nú þegar allt hefur gengið svo vel í því að léttast þá náttúrulega er um að gera að haga sér eins og idiot – maður á það jú inni.

Stóra játningin: Ég verðlauna mig með mat.

Lengra er ég nú ekki komin.

En ég er nú samt hjólapæja…