Annir

Það er ekki fyndið hvað er mikið um að vera hjá mér – á maður að hafa tíma til að vinna? Eins gott að ég komi því við næstum hvar og hvenær sem er :D.

Jarðaför í dag á Þingvöllum í fallegasta veðri og fjallasýn sem ég minnist.

Fundur um flutning unglingastigs til Sunnulækjar í gær auk snyrtistofuferðar – kláraði gjafakortið sem ég fékk þegar ég var fertug. Ojá.

Fór langa leið í heimsókn í gær og kom seint heim.

Horfi á Magna allar nætur.

Ganga með Bjart.

Hver hefur tíma fyrir Styrk?

Er að fá tremma yfir því að hafa ekki farið í gær og ekki í dag heldur – í fyrsta sinn síðan í byrjun apríl sem ég hef ekki farið þrisvar sinnum í viku í Styrk – utan eina viku í maí í vor þegar allt var vitlaust í íþróttadögum og vorferðum. Mér líður eins og stórglæpamanni. Ætla því í sund núna – reyna að synda svolítið með blöðkunum og liðka mig – er ferlega illt í kálfunum og undir vinstri fætinum. Er barasta hölt síðan í upphafi vikunnar.

En sem sagt. Kveð að sinni og til hamingju Íslendingar – you make me proud, það er dásamlegt að vera hluti af þjóð sem fer á annan endann og kýs Magna heila nótt og heilan dag – var nema von að maðurinn yrði efstur.

Kveðja Inga

1 athugasemd á “Annir

  1. Já og hugsaðu þér hvað maðurinn ER heppinn – að vera með heila þjóð á bakvið sig! Hinir geta nú varla státað af því… Verst að með þessu áframhaldi gæti endað með því að hann ynni… :oD

    Líkar við

Færðu inn athugasemd