
…verður ekki betra get ég sagt ykkur. Ég bara get sagt ykkur það að ég Á að fara reglulega í nudd. Það er bara ekkert venjulegt hvað mér líður vel eftir það (ekki endilega á meðan á því stendur, annað hvort væri það nú). Og svo var áreiðanlega eitthvað hláturgas í loftinu í Styrk í hádeginu í dag – því ég var bókstaflega tístandi og pískrandi eftir að ég kom upp í skóla af tómri vellíðan. Ég sem sagt fór aðeins á ógeðstækið mitt og hjólið í hádeginu áður en ég fór í nuddið (og afhenti matardagbókina – iss Baldur er kominn með einhverja nýja aðferð – kill her with kindness held ég hún heiti þannig að það var ekkert mál að fara yfir hana tíhíhí). Heyriði mig og ég svitnaði svoleiðis á þessum 20 mín að ég hef varla lent í öðru eins – dásamlegt. Mér er farið að líða svo vel eftir hverja göngu á morgnana og líkamsræktarferð að það er hrein unun. Miklu meira gott en vont núna – svona hefur þetta verið í hálfan mánuð – sem þýðir að vellíðanin eftir æfingarnar – ekki þessi vó ég stóð mig vel ég er að hreyfa mig heldur þessi djúpa inni í sér – þessi ótrólega sæla og fullvissa um að maður ráði við aðstæður og sé bara í góðum málum – unaðsleg tilfinning. Er það ekki endorfín – amk er það eitthvað líkt eiturlyfjum ef ég hef lesið um virkni þeirra rétt – í dag var ég amk í einhvers konar trippi. Og nú er ég farin að sofa og ætla að reyna að kjósa Magna í nótt þar til ég verð blá og gul. Ég sé að þetta er komið á Windows live messenger líka – þe að kjósa – er til vinstri á contact listanum.
En frábært að þér er farið að líða betur! Er þetta þá ekki allt annað líf? :oD>Ég gat líka kosið Magna – bara núna rétt áðan! Það lítur út fyrir að ef maður stillir Time Zone í tölvunni á Hawaii þá sé það hægt… Mikill munur!
Líkar viðLíkar við