Endurvinnsla


Það er nú bara ekki neitt venjulegt hvað maður getur verið geðvondur. Ég held að geðvonskan mín og frekjuköst séu hreyfiafl. Þegar ég er geðvond þá leiðist mér það svo mikið að ég verð að skoða afhverju ég er geðvond og gera eitthvað í því. Jábbs ég held það bara.

En sem sagt. Í þetta löngu geðvonskukasti sá ég að það yrði að halda áfram að bregðast við. Maður verður að vinna sig útúr vandanum. Og eins og ég komst að í gær þá er það ég sem geri það.

Ég fór því út að labba í morgun með Bjart, hélt áfram að þvo, fór svo í sund og synti oggu pínu pons og svamlaði um í pottunum til að láta líða úr sál og líkama. Það var dáindis gott. Braut svo saman allan þvottinn þegar ég kom heim og setti hann inn í skápa og tók meira að segja úr uppþvottavélinni – sem er mjög erfitt þegar maður er geðvondur og heitir Ingveldur.


Ákvað svo að fara EKKI út í skóla í dag (veit að ég sýp seyðið af því í vikunni…) en ég reyni bara að vakna fyrr í fyrramálið og vinna upp Styrkferðina og mæta svo eftir hana aftur í vinnuna. Og verð út vinnutímann. Jábbs líst vel á það bara.

Þýðir ekki að fjargviðrast og breyta svo engu – a.m.k. í dag tókst mér að vinna minna. Ég á gáfulegt í kvöldmatinn og allt. Þetta er allt að koma bara – við skulum segja það.

2 athugasemdir á “Endurvinnsla

  1. Þú ert eina manneskjan sem ég þekki sem getur verið svona fyndin þegar hún er geðvond (að eigin sögn). ha ha hakk Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd