
Ok enn geðvond en nú skulum við líta öðruvísi á málin:
Ég er dugleg
Ég get breytt því sem ég vil breyta
Ég get lést – það eru ekki galdrar heldur vilji
Ég get farið í Bónus og verslað
Ég get hætt að vinna eins og brjálæðingur
Ég get tekið til í kringum mig
Ég get komist á beinu brautina á ný
Ég á fullt af góðum stuðningsmönnum sem geta hjálpað mér
Ég get, ég vil kennt gömlum hundi að sitja… – sjálfri mér.
Þú getur allt – en ekki endilega í einu :o)
Líkar viðLíkar við
Það er svo sem ekki það að ég haldi að þú getir ekki allt, en þarftu endilega að gera allt, fólk sem kann allt, skilur allt, veit allt,getur all er ekki endilega fólkið sem er hamingjusamt Inga min, ertu búin að fara út á svalir og anda djúpt og velta því svo fyrir þé hvað margt gott er í kringum þig. Taktu svo bara þvottin úr þessum 7 vélum og gakktu frá honum, það væri fín byrjum á „öllu“ Ástarkveðja. Gústa.
Líkar viðLíkar við
Þú getur vel gert hlutina en það er ekki gott að gera allt of marga hluti í einu!!! >Stundum kemur þessi tímapunktur að maður getur ekki meir og það er bara allt í lagi, þá er gott að stoppa aðeins og hugsa vel um hlutina. Síðan tala um þá eins og þú ert að gera og taka svo jákvæðan pól í hæðina(eins og þú ert að gera). Þá verður allt sem að á eftir kemur töluvert auðveldara.>Þú ert frábær mundu það bara!!!!>KV Sigurlín
Líkar viðLíkar við
þið eruð bestar
Líkar viðLíkar við