Lélegur dagur


Jább hundlélegur. Gekk samt vel í skólanum sko. Bara hreint ágætlega. Ég hef komist að því að mér þykja börn bara hreint ekki leiðinlegt fólk. Og krakkarnir í Sunnulæk eru öllum öðrum betri svei mér þá.

Hitti nokkur ný börn í dag sem ég þekkti lítið úr 4. og 5. bekk sem bræddu alveg í mér hjartað. Meiri grjónin. Hæfilega óþægir drengir hafa einhvern sjarma sem ég bara fæ ekki staðist.

Miðvikudagar eru ekki góðir Styrkdagar nema annan hvern – ég er á fundi til fjögur og uppúr fimm er bara orðið of fjölmennt fyrir minn smekk. Þannig að ég held ég verði að fara á þriðjudegi aðra vikuna en miðvikudaga hina. Það er allt í lagi. Ég ræð við það.

Ég gerði vooða lítið í dag í brennslunni – náði varla 30 mín – var þreytt og við Vilborg á hálfgerðum bömmer yfir lífinu og tilverunni – ætli það heiti ekki þreyttar. En ég tók rosa vel á í æfingunum – eða þannig. Slóraði svolítið og slugsaði – en allt er betra en ekkert. Það er nú svoldið að kenna 8 tíma í strikklotu. Annan daginn í röð meira að segja. Þeir verða ekkert lamb að leika sér við þriðjudagarnir og miðvikudagarnir. Eitthvað er ég nú í gati samt á þriðjudögum. En nóg um þetta raus.

Vigtin…Hva er að þessari vigt. Hún lét bara eins og hún átti að gera á mánudaginn en í dag var hún ekkert nema leiðindin – með uppsteit og viðbjóðslegheit. Ég held ég geti lofað því að það fari ekki 2 kg í ágúst. Ég ætla nú samt að reyna…. Annars lendi ég í einhverjum vooða – og verð náttúrulega heldur hægar Cindy Crawford look alike.

Og þess má geta að það verður ekki mér að kenna ef Magni fer heim í kvöld. Ég var í 40 mín að kjósa hann í nótt og var svo upprifin yfir þessu öllu saman að ég svaf hvorki á undan né eftir þáttinn nema bara að mjög litlu leyti. Ó mig auma.

Færðu inn athugasemd