Menningar,,nótt" og laugardagur í vinnu

Ég þoli ekki menningarnótt – vera að stefna ungu fólki á eitthvað helv… rugl í bæinn. Ég gat ekki stoppað sílin mín að fara fyrir mitt litla líf. Ég vona bara að þau komist heil frá þessu og Aðalsteinn skili sér heim – hann er nú þegar farinn að svara EKKI í símann sinn. Nappaði með sér bjórum hér eins og fínn maður. Já það eru sumir sem halda að þeir séu fullorðnir verð ég að segja. Vona bara að hann gefi með sér af bjórnum – hefur ekki gott af þeim sjálfur einn.

Þetta er nú annars svei mér ljótur skór. Ég myndi ekki láta sjá mig í honum. Hann er eiginlega of ljótur fyrir daginn í dag vona ég. En hællinn er svo helvíti flottur. Hann gæti kannski táknað mataræðið hjá mér þessa dagana ;-). Að mestu í ólagi en sumt svakalega fínt!

Ég snuddaðist hér heima í morgun – gerði ekkert af viti en færði til hluti á borðum mest. Fór svo út í skóla og gerði að mestu það sama. Var að skoða Geisla 2 og verð að teljast heppin ef ég kemst sjálf í gegnum hann 😉 Nei ég segi svona tíhíhí. Hann er nokkuð strembinn verð ég að segja. Þarf mikla yfirlegu.

Fann söguramma fyrir enskuna, fann dótið mitt og kom því fyrir inni í kringlu og gerði hæfilega draslaralegt í kringum mig svo mér liði vel. Þetta verður eitthvað maður minn. 31 tími. Hef ekki kennt svona mikið síðan í fyrr heimstyrjöldinni svei mér þá. Á að vera búin að verða sex alla daga nema föstudaga þá er ég til fimm held ég. Ég verð að búa mér til gáfulegan vinnuramma og mér sýnist laugardagar vera inni í myndinni – nú eða sunnudagur – þeir eru að mörgu leyti betri til vinnu en laugardagar. Meiri helgi í manni fyrri frídaginn.

ÉG hef miklar áhyggjur af hálsinum á Bjarti hann er mjög aumur og ég hef ekki fundið réttu ólina fyrir hann. – Verð að fara í það af alefli eftir mánaðarmótin – mikið er annars langt í þau……

Jamm…

Ætti að fara með Bjart útí sveit að hlaupa en ég bara nenni því ekki – fer einn góðan sprett í fyrramálið í staðinn áður en ég fer út í skóla.

Ykkar Inga kennari

Færðu inn athugasemd