Back to School


Jahá….

Ég hef nú löngum verið góð á fyrirlestrum – einbeitingin dugar ekki alveg út klukkutímana… Það kemur kannski smám saman – með aldrinum, auknum þroska og því öllu.

Bara spurning hvernig ég fæ það allt saman…

Kannski eiga fleiri svoldið erfitt með þetta… Mér sýnist það nú kannski.

Svei mér margir sem hafa byrjað að vinna hér í haust – ég þarf bara læra nöfnin… Ég er að æfa mig í því.

Ég átti að vera á fundi um kennaranemunum mínum í gær – mætti ekki, er ekki alveg viss um að ég hafi sett það inn á harða diskinn. Ég þarf líka að hugsa um þessa ensku-smiðju mína. Það verður nú svolítill handleggur. Ég þarf líka að leggjast yfir stærðfræðina…. Ég þarf svona almennt að fara að huga að vinnunni – og láta það vera innan vinnuramma… Tíhíhí – það verður spennandi. Svei mér krefjandi verkefni…

Og ég verð að passa að nenna að labba með Bjart…

Jább margt að gera á stórum bæ. Eins gott að vera vel skóaður.

1 athugasemd á “Back to School

Færðu inn athugasemd