Þvílíkur dagur

Stundum á maður algjörlega hroðalega daga – maður opnar augun og veit að framundan bíður ekkert annað en vandræðin. Svo eru aðrir dagar þar sem djúpt inní manni veit maður að rúmið er besti staðurinn til að vera á en byrjunin er þó ekki það hroðalega að hún réttlæti þá ákvörðun. Það var vona dagur hjá mér.

Nóttin var erfið svaf lítið fyrir hósta – drasl um allt hús sem pirraði mig – Aðalsteinn vaknaði þó með miklum ágætum.

Ég gleymdi að þurrka bolinn sem ég ætlaði að vera í á málstofunni, fann ekki skóna mína og tölvukerfið í skólanum var þannig að ég fann ekkert af því sem ég ætlaði að setja inn í glærushowið. Meðmálstofukonan mín stóð sig eins og hetja en ég náði ekki að ljúka við allt efnið og lausu þræðirnir voru bara lausir og ég gat ekki slegið botninn í allt það sem ég hafði talað um – skelfilega lélegt hjá mér en vonandi hefur fólk kveikt á einhverjum perum. Það er þá meira Jónu Björk að þakka en mér.

Svo þurfti ég að keyra Pál í Hveragerði svo pirraðan og geðvondan en hann er að vinna þar í nokkra daga. Svo að ná í Aðalsteinn og svo í Styrk og þetta var eitthvað allt svo leiðinlegt og fúlt að það er ekki fyndið. Svo fór ég og spriklaði og það bara lagaði heilmikið. En dj… er ég þreytt maður. Ég er eins og steikt lúða. SVei mér þá alla mína daga.

Plús í kladdann

Ykkar Inga

Færðu inn athugasemd