Svolítið um heilsurækt og heilbrigði..


…það er svolítið merkilegt með þetta allt saman og mig. Stundum er eins og hlutirnir bara gangi og svo er stundum eins og þeir gangi ekki. Og svo finnst manni stundum eins og þeir gangi ekki en samt eru þeir að gera sig.

Heilsufar Ingveldar

Ég fór til læknis um daginn því mér fannst eins og það hlyti að vera eitthvað að mér – svona a.m.k. svolítið. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi viljað að það væri t.d. eitthvað hæg í mér efnaskiptin – en það hefði nú verið fín afsökun fyrir því að LÉTTAST NÆSTUM EKKI NEITT heilu og hálfu mánuðina. En neibb ekkert að þeim. Ekkert að hormónabúskapnum, blóðfitan ekki til að tala um nema þá dásama, blóðið eins og í hrossi og ég veit ekki hvað og hvað. Góður grunnur til enn betri heilsu sagði Gylfi. Ojá…. væri nú ágætt ef ég léttist við allt puðið en það gerist nú ekki. Onei. Ja nema smá :D. Þegar ég fór til hans Gylfa læknis þá kom í ljós að ég hjartslátturinn hjá mér er 69 slög á mínútu, súrefnisupptakan eins og hjá langhlaupara, blóðþrýstingurinn svona líka dásamlegur – viljið þið að ég haldi áfram? Sigh… og ég alltaf vælandi og skælandi. Ekkert að mér. Hreint alls ekki neitt – og ég er ósköp voðalega montin af því skal ég segja ykkur. Heilbrigðasta fitubolla á Íslandi svei mér þá. Góður grunnur til enn betri heilsu sagði hann með miklum þunga og væntanlega hugsað til Baldurs í leiðinni. Ég held að hann Gylfi bindi nokkrar vonir við hann Baldur fyrir mína hönd, enda sagðist hann ætla að senda mig til svolítið kröftugs sjúkraþjálfara (sem eyrun námu sem nuddara). Hann bað að vísu bara um léttar æfingar en Baldur hefur nú eitthvað aðra skoðun á því hvað er létt en ég.

Ég er sem sagt komin með það fullkomlega á hreint að það er ekkert að mér og ég ætti bara að bíta á jaxlinn í staðinn fyrir að vera að þessu væli alltaf hreint.

Þegar ekkert virðist ganga þá kannski bara gengur það

Ég var að skoða motionsdagbogen min og þá sá ég svolítið skemmtilegar tölur en hann Palli mældi mig í dag. Ég hef misst svona marga sentimetra síðan 30. apríl:

Yfir brjóst 7
Upphandleggir 5
Mitti 15
Mjaðmir 17
Læri 8

Bara svoldið flott – ekki nema von að fötin mín séu svolítið að víkka ha? Reyndar get ég alls ekki notað föt sem ég var í í mars.

Nú á næstunni ætla ég að skrifa niður smá pistil um hvernig þetta byrjaði allt saman – því það er nú svo sérkennilegt að ég skrifaði ekkert á bloggið mitt um nuddið eða annað á meðan ég var að byrja í því – ekki hóst – fyrstu fréttir af Styrkferðum mínum voru í páskafríinu. En aðdragandinn hefur alveg legið í láginni – sem er svolítið merkilegt verð ég að segja. Vonandi kem ég því í verk áður en ég byrja að vinna.

1 athugasemd á “Svolítið um heilsurækt og heilbrigði..

  1. hæhæ Þetta er ekkert smá flottar tölur!!Til hamingju með þær. Þessar tölur segja miklu meira heldur en einhver kíló!!!!!Haltu þessu áfram. kv Sigurlín

    Líkar við

Færðu inn athugasemd