Annir

Það er ekki fyndið hvað er mikið um að vera hjá mér – á maður að hafa tíma til að vinna? Eins gott að ég komi því við næstum hvar og hvenær sem er :D.

Jarðaför í dag á Þingvöllum í fallegasta veðri og fjallasýn sem ég minnist.

Fundur um flutning unglingastigs til Sunnulækjar í gær auk snyrtistofuferðar – kláraði gjafakortið sem ég fékk þegar ég var fertug. Ojá.

Fór langa leið í heimsókn í gær og kom seint heim.

Horfi á Magna allar nætur.

Ganga með Bjart.

Hver hefur tíma fyrir Styrk?

Er að fá tremma yfir því að hafa ekki farið í gær og ekki í dag heldur – í fyrsta sinn síðan í byrjun apríl sem ég hef ekki farið þrisvar sinnum í viku í Styrk – utan eina viku í maí í vor þegar allt var vitlaust í íþróttadögum og vorferðum. Mér líður eins og stórglæpamanni. Ætla því í sund núna – reyna að synda svolítið með blöðkunum og liðka mig – er ferlega illt í kálfunum og undir vinstri fætinum. Er barasta hölt síðan í upphafi vikunnar.

En sem sagt. Kveð að sinni og til hamingju Íslendingar – you make me proud, það er dásamlegt að vera hluti af þjóð sem fer á annan endann og kýs Magna heila nótt og heilan dag – var nema von að maðurinn yrði efstur.

Kveðja Inga

Ógeðstæki og nudd í hádeginu


…verður ekki betra get ég sagt ykkur. Ég bara get sagt ykkur það að ég Á að fara reglulega í nudd. Það er bara ekkert venjulegt hvað mér líður vel eftir það (ekki endilega á meðan á því stendur, annað hvort væri það nú). Og svo var áreiðanlega eitthvað hláturgas í loftinu í Styrk í hádeginu í dag – því ég var bókstaflega tístandi og pískrandi eftir að ég kom upp í skóla af tómri vellíðan. Ég sem sagt fór aðeins á ógeðstækið mitt og hjólið í hádeginu áður en ég fór í nuddið (og afhenti matardagbókina – iss Baldur er kominn með einhverja nýja aðferð – kill her with kindness held ég hún heiti þannig að það var ekkert mál að fara yfir hana tíhíhí). Heyriði mig og ég svitnaði svoleiðis á þessum 20 mín að ég hef varla lent í öðru eins – dásamlegt. Mér er farið að líða svo vel eftir hverja göngu á morgnana og líkamsræktarferð að það er hrein unun. Miklu meira gott en vont núna – svona hefur þetta verið í hálfan mánuð – sem þýðir að vellíðanin eftir æfingarnar – ekki þessi vó ég stóð mig vel ég er að hreyfa mig heldur þessi djúpa inni í sér – þessi ótrólega sæla og fullvissa um að maður ráði við aðstæður og sé bara í góðum málum – unaðsleg tilfinning. Er það ekki endorfín – amk er það eitthvað líkt eiturlyfjum ef ég hef lesið um virkni þeirra rétt – í dag var ég amk í einhvers konar trippi. Og nú er ég farin að sofa og ætla að reyna að kjósa Magna í nótt þar til ég verð blá og gul. Ég sé að þetta er komið á Windows live messenger líka – þe að kjósa – er til vinstri á contact listanum.

So far so good

Blogger vill ekki setja inn mynd – geri það þá síðar.

Nú er ég komin í 17 tíma af vinnu -inneigninni minni 😀 Gengur vel að saxa á hana. Það gengur líka ágætlega að vera ekki sturluð úr geðvonsku – ojá.

Er búin að borða hæfilega gott í dag bara – þá er bara að þreyja kvöldið – þau eru oft ansi skrítin og strembin.

Munið að kjósa Magna á morgun aðra nótt þe – mikið atriði skal ég segja ykkur. Nú er að koma straksa á teppið.

Jæja ekki meira í bili – en hafið þið tekið eftir stigvélinni? Að vísu bara á stillingu 3(4 stundum) en samt – bara gott. Ha hu humm

Endurvinnsla


Það er nú bara ekki neitt venjulegt hvað maður getur verið geðvondur. Ég held að geðvonskan mín og frekjuköst séu hreyfiafl. Þegar ég er geðvond þá leiðist mér það svo mikið að ég verð að skoða afhverju ég er geðvond og gera eitthvað í því. Jábbs ég held það bara.

En sem sagt. Í þetta löngu geðvonskukasti sá ég að það yrði að halda áfram að bregðast við. Maður verður að vinna sig útúr vandanum. Og eins og ég komst að í gær þá er það ég sem geri það.

Ég fór því út að labba í morgun með Bjart, hélt áfram að þvo, fór svo í sund og synti oggu pínu pons og svamlaði um í pottunum til að láta líða úr sál og líkama. Það var dáindis gott. Braut svo saman allan þvottinn þegar ég kom heim og setti hann inn í skápa og tók meira að segja úr uppþvottavélinni – sem er mjög erfitt þegar maður er geðvondur og heitir Ingveldur.


Ákvað svo að fara EKKI út í skóla í dag (veit að ég sýp seyðið af því í vikunni…) en ég reyni bara að vakna fyrr í fyrramálið og vinna upp Styrkferðina og mæta svo eftir hana aftur í vinnuna. Og verð út vinnutímann. Jábbs líst vel á það bara.

Þýðir ekki að fjargviðrast og breyta svo engu – a.m.k. í dag tókst mér að vinna minna. Ég á gáfulegt í kvöldmatinn og allt. Þetta er allt að koma bara – við skulum segja það.

Snúum við blaðinu


Ok enn geðvond en nú skulum við líta öðruvísi á málin:

Ég er dugleg

Ég get breytt því sem ég vil breyta

Ég get lést – það eru ekki galdrar heldur vilji

Ég get farið í Bónus og verslað

Ég get hætt að vinna eins og brjálæðingur

Ég get tekið til í kringum mig

Ég get komist á beinu brautina á ný

Ég á fullt af góðum stuðningsmönnum sem geta hjálpað mér

Ég get, ég vil kennt gömlum hundi að sitja… – sjálfri mér.

Stundum er bara ekki gaman að vera ég

Það er nú bara þannig að stundum er ekkert gaman að vera ég. Ekki það að það þurfi allt að vera skemmtilegt. Mér þætti bara betra ef það væri ekki alveg svona leiðinlegt. Og hver getur breytt því – nú ég. Alltaf ég. Afhverju tekur ekki einhver það bara að sér að breyta því sem að er FYRIR mig? Það myndi ég vilja þó vísast væru lausnirnar ekki alltaf mjög góðar. Ég er hvort sem aldrei ánægð með neitt. Sigh

Þið skuluð ekki vera að hrósa mér neitt fyrir dugnað á næstunni. Ég hef verið að baða mig upp úr hrósinu og notið þess að gera ekki neitt. Hrós virkar nefnilega öfugt á mig á stundum. Þá fer ég að halda að ég hafi efni á því að gera ekki neitt. Ég sé hvort sem er svo dugleg.

Það er allt í vitleysu: matar-æðið, hreyfingin, vinnutíminn, heimilishaldið, fjölskyldumálin, fjármálin, garðurinn, bíllinn, já svona gæti ég haldið áfram….

og allt þetta á ég að laga – því í mér býr krafturinn. Hætta að segja oh þetta er ekkert erfitt var einu sinni sagt. Og ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé sérstaklega erfitt – það er bara að gera það – og gera það ein. Stundum þægi ég svolitla hjálp. Stundum finnst mér ég vera svolítið á eyðiskeri og ég er ekki endilega sérlega góður félagsskapur alltaf.

En hvað er maður svo sem að röfla – það eiga margir erfiðara en ég – ég á ekki einu sinni neitt sérstaklega erfitt….

Og nóg er af fólkinu sem er alveg dásamlegt við mig. T.d. bjargaði hún Þórunn mín mér frá mesta geðvonskukasti síðari tíma í gær – eftir að ég hafði níðst á aumingja Vilborgu í Styrk svo ekki sé minnst á gusurnar sem ræfilstuskan sem verður að kalla sig sjúkraþjálfarann minn fékk yfir sig. Christ….

Kannski bara eins gott að ég sé ein heima- náttúrulega að gera eikki neitt – nema þvo – búin að þvo 6 vélar í dag held ég svei mér þá – setti bara á kurz og þá kemst ég kannski í gegnum hauginn.

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera varðandi Aðalstein? Hann hef ég ekki séð síðan um miðjan dag í gær – heyrði í honum í nótt og svo ekki meira. Veit varla hvar hann er – eða hvort hann sé í lagi eða hvað. Ég er bara búin að ákveða að láta sem ekkert sé að sinni svo ég verði ekki endanlega vitlaus. Ætti ég að setja hann í straff – ekkert busaball – læsa hann inn á baði? henda í hann eggjum? láta hann eiga sig?

SVei mér þá alla mína daga….

Það er sem ég segi – það er bara ekkert endilega gaman að vera ég stundum!

Fix You

When you try your best but you don’t succeed
When you get what you want
but not what you need
When you feel so tired
but you can’t sleep
Stuck in reverse.
And the tears come streaming down your face
When you lose something you can’t replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

And high up above or down below
When you’re too in love to let it go
But if you never try you’ll never know
Just what you’re worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you
Tears stream, down on your face
When you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I..Tears stream, down on your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I..

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you.

Magni



Í fjötrum heitir þessi skór. Ég er sem sagt í þeim sporum núna – fjötrum eigin forheimsku en nóg um það að sinni. Snúum okkur að erindinu:

Sko ég er ekki alveg að skilja þetta – sagði maðurinn (Magni) að sá dagur yrði alveg frábær sem hann færi heim úr Rockstar? Hmmmmm Eða misheyrðist mér. Vinsamlegast athugið þetta með mér:

http://video.msn.com/v/us/dw.htm?p=rockst&g=d777656d-d1f0-4698-816f-863712c4278f&m=us&pl=hotvideo_rs_elim_int_wk08&rf=http://www.rockstar.msn.com/&fg=

Ég meina ég sit hálfa nóttina og fylgist með honum og kýs hann og segist hann svo bara verða glaður að fara heim? Ég hef eitthvað verið að misskilja þetta – er ekkert keppnisskap í manninum?

Palli var nú á sjónum einu sinni í rúma 2 mánuði eftir að Ragnheiður fæddist – var mánaðargömul þegar hann fór en þriggja mánaða þegar hann kom aftur. Ekki var hann vælandi og skælandi við heimsbyggðina út af því. Já og hugsið ykkur bara lífið á Sturlungaöld. Þá tók nú tímann sinn að hitta vini síni í Noregi héðan frá Íslandi og ekki voru menn að skrifa heilu bækurnar um það – nei þar báru menn sig og konur bara karlmannlega og gerðu það sem gera þurfti. Hjuggu mann og anna. Nokkuð sem Magni ætti að gera – bara láta þetta lið hafa það og verða svo bara veikur í þriggja manna úrslitunum. Dísuss.

Hugsa í launsum ekki í einhverju kerlingavæli :-S

En já….

Át þrjár kleinur áðan. Ágætis afrek. Búin að drekka 4 kaffi-fanta í dag og jafn marga brúna mola. Fínt fyrir heilsuna það. Hver stjörnuframmistaðan á fætur annarri. Enda er ég engri annarri lík. En hvað um það. Ég er farin að vinna smá. Eins og það komi eitthvað vitrænt út úr því – hrmpf….