
Það er nú bara þannig að stundum er ekkert gaman að vera ég. Ekki það að það þurfi allt að vera skemmtilegt. Mér þætti bara betra ef það væri ekki alveg svona leiðinlegt. Og hver getur breytt því – nú ég. Alltaf ég. Afhverju tekur ekki einhver það bara að sér að breyta því sem að er FYRIR mig? Það myndi ég vilja þó vísast væru lausnirnar ekki alltaf mjög góðar. Ég er hvort sem aldrei ánægð með neitt. Sigh
Þið skuluð ekki vera að hrósa mér neitt fyrir dugnað á næstunni. Ég hef verið að baða mig upp úr hrósinu og notið þess að gera ekki neitt. Hrós virkar nefnilega öfugt á mig á stundum. Þá fer ég að halda að ég hafi efni á því að gera ekki neitt. Ég sé hvort sem er svo dugleg.
Það er allt í vitleysu: matar-æðið, hreyfingin, vinnutíminn, heimilishaldið, fjölskyldumálin, fjármálin, garðurinn, bíllinn, já svona gæti ég haldið áfram….
og allt þetta á ég að laga – því í mér býr krafturinn. Hætta að segja oh þetta er ekkert erfitt var einu sinni sagt. Og ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé sérstaklega erfitt – það er bara að gera það – og gera það ein. Stundum þægi ég svolitla hjálp. Stundum finnst mér ég vera svolítið á eyðiskeri og ég er ekki endilega sérlega góður félagsskapur alltaf.
En hvað er maður svo sem að röfla – það eiga margir erfiðara en ég – ég á ekki einu sinni neitt sérstaklega erfitt….
Og nóg er af fólkinu sem er alveg dásamlegt við mig. T.d. bjargaði hún Þórunn mín mér frá mesta geðvonskukasti síðari tíma í gær – eftir að ég hafði níðst á aumingja Vilborgu í Styrk svo ekki sé minnst á gusurnar sem ræfilstuskan sem verður að kalla sig sjúkraþjálfarann minn fékk yfir sig. Christ….
Kannski bara eins gott að ég sé ein heima- náttúrulega að gera eikki neitt – nema þvo – búin að þvo 6 vélar í dag held ég svei mér þá – setti bara á kurz og þá kemst ég kannski í gegnum hauginn.
Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera varðandi Aðalstein? Hann hef ég ekki séð síðan um miðjan dag í gær – heyrði í honum í nótt og svo ekki meira. Veit varla hvar hann er – eða hvort hann sé í lagi eða hvað. Ég er bara búin að ákveða að láta sem ekkert sé að sinni svo ég verði ekki endanlega vitlaus. Ætti ég að setja hann í straff – ekkert busaball – læsa hann inn á baði? henda í hann eggjum? láta hann eiga sig?
SVei mér þá alla mína daga….
Það er sem ég segi – það er bara ekkert endilega gaman að vera ég stundum!