Month: júlí 2006

Þið skuluð nú ekki halda að mér sé skemmt með þessa vigt sko – eða vikt – eða hvurn fjandann þetta horror tæki er kallað – onei. Ég er eitthvað að gera ákaflega vitlaust verð ég að segja. Það er hins vegar ekkert nýtt í því – er hálfgerður vitleysingur að upplagi svosem ;-). Ég bara verð að átta mig á því hvað það er sem ég er að gera svona víðáttu heimskulegt. Þarf greinlega smá tíma í það. En sem sagt…
Sæl verið þið sólbökuðu Íslendingar :D, vonandi ertu ekki orðin steikt þarna handan við hafið Erla mín. Uss fuss.
Í dag er ég búin að afreka að vera rúmlega 2 tíma í vaðlauginni í sundlauginni – maður verður nú að nýta sólskinið. Fór svo til Hildar og kjaftaði smá við hana og Björk. Í Styrk þar sem ég sá Vilborgu loksins en hún hefur ekki æft í 10 daga eða svo. Og verður ekki næstu 10 dagana heldur. Þannig að ég er bara on my own þannig lagað séð. Hef samt komið Hildi á bragðið og Þórunni svo ég er ekki alveg ein á stundum.
Mér tókst að auka brennslutímann í rúmar 50 mín í dag og þar af var ég 35 mín á mínu elskulega ógeðstæki. 25 í lokin – kannski ekki á neinni fleygiferð en ég vona þó nægilegu farti. A.m.k. svitna ég sem aldrei fyrr – léttist ekki neitt – en hver er svo sem að biðja um það með líkamsrækt – það er jú bara hreystin sem skiptir öllu máli. Og hún er vissulega að aukast. Tók litla þyngdi í salnum áfram að ofan í dag – finnst það bara svona ljómandi ágætt og koma sér vel fyrir axlirnar á mér. En sem sagt er algjörlega heilluð af dugnaði mínu á ógeðsfáknum – heilluð. Ætla nú að halda áfram að vera í 50 mín á brennslutækjunum – maður þarf bara að skipta oft svo maður verði ekki leiður.
Magni stóð sig vel í gær – með leiðindasólgleraugu reyndar en feikna góður engu að síður. Ég ætla að tjalda vagninum í kvöld – krakkarnir verða heima en mig langar svo í útilegu – er svoddan útilegu gemsi 😀
Svoldið leiðinlegt að fíni ískápurinn minn ákvað að verða frystiskápur – setur smá bakslag í allt saman verð ég að segja. Sigh….
Lífið er sumar og ljúft um þessar mundir þó ég myndi gjarnan vilja losna við þessa 2 eða 3 rækjupoka sem ég á eftir að koma út. Langar virkilega engan í rækjukokteil í desert? Rosa fínar rækjur….
Lof jú
Ykkar Inga ógeðstækishetja
Halló gullin mín! Ég vildi óska að ég gæti sagt eitthvað gáfulegt. Einhverja svona frasa sem yrðu öðrum eftirminnilegir. Ég bara skrifa og skrifa einhverjar staðreyndir í bland við rugl og bull!! Meiri leiðindaskjóðan. En jæja það geta ekki allir verið snillingar. Sum okkar verða bara að láta meðalmennskuna duga 😀
En sem sagt. Ég er nú svoldið æðisleg skal ég segja ykkur. Ég hef fengið Baldur minn – hvar væri ég án hans blessaða nöldurseggsins atarna, (þrautseigur er hann amk hvað svo sem annað má um han segja 😉 – já sem sagt fengið hann til þess að hugsa um hálsinn á mér og viti menn. Er ég ekki bara öll að lagast á milli þess náttúrulega sem ég er að drepast en það er nú ekki neitt neitt miðað við það sem áður var. Er sem sagt öll önnur. Ástæðurnar geta verið margar auk nuddsins og nála og teyginga á hálsinum:
- Tek omega 3 og fjölefni einhver
- hætti að synda 1000 metrana mína
- borða töluvert af panodíl 🙂
Svo kemur bara í ljós hvað af þessu setur mig í ómögulega gírinn þegar ég annað hvort hætti á því eða byrja aftur t.d. að synda.
Mér hefur nú ekki fundist sérlega sniðugt að hætt að synda, er með ægileg slæma samvisku vegna þess, en fann þessa fínu lausn á því í dag.
Í gær ákvað ég (eftir einhverja athugasemd frá Baldri í liðinni viku um mig og óðgeðstækið og 30 mínútur) að lengja tímann á ógeðstækinu og upphitunartímann þar með. Ég var því í 9 mín á ógeðstækinu í fyrri hlutanum og 10 mín á göngubrettinu á drjúgri stillingu auk 7 mín á hjólgarminum. og svo fór ég í 22 mín í lokin á ógeðstækinu :D. Allt til að auka þolið sjáið þið til 😀
Nú þar sem ég vaknaði algjörlega farlama í hálsinum í morgun eftir gríðarlega teygingu hjá títtnefndum sjúkraþjálfara í gær á hálsinum- gat varla haft mig fram úr rúminu sá ég mér þann kost vænstan að liggja í bælinu lengi dags bara og hvíla mig. Eftir því sem ég lá lengur sá ég að þetta var hinn versti kostur -enda ætlaði ég í sund eftir hádegið og þá kom samviskubitið. Ferlegt að fara í sund og synda ekki!!!! Ég ákvað því að leysa málið þannig að fara í Styrk og fara í 25 mín á blessuð skíðin mín. mér liði hvort sem er oft betur eftir að hafa farið í Styrk – sérstaklega nú þegar ég er að taka létta vigt í salnum bara. Og ég barasta dreif mig og Hildur systir kom með – það var nú svei mér skemmtilegt og mér leið miklu betur þar sem ég flatmagaði í sundlauginni :-). Og svo fór ég í klst. göngu með Bjart í yndislegu veðri í kvöld. Dísuss hvað ég er ánægð með mig – og mér er næstum sama þó ég léttist ekki neitt. Það hlýtur bara að koma – og ef ekki þá kemur það bara síðar.
Ég er að hugsa um að fara í útilegu ef það verður svona gott veður og þeir lofa. Krakkarnir verða bara heima og ég spóka mig í blíðunni. Ummmm
Life is good! Já er það ekki bara?
Já svona í stærstum dráttum. Hafið það gott elskurnar. Ég reyni að koma með eitthvað gáfulegt síðar. Mig langar svo að verða gáfuleg!

Although the odds seem stacked against you, have faith in your lucky stars. If you persevere, you will succeed. Think of these obstacles as inspiration to move you toward your goal. Aim high and dream big.
Þetta er stjörnuspá konu sem hefur lítið lést í 2 vikur en hefur samt ekki staðið sig sérlega illa!
…pælið í því. Getur þetta verið afþví ég synti ekki í síðustu viku eða hefur nuddið á fimmtudaginn verið svona stórkostlegt – er þetta vítamínin? Hvíldin? Eða kannski allt þetta?
Var nú vakandi meira og minna í alla nótt að vaka eftir börnunum mínum – Aðalsteinn lét aldrei í sér heyra og kom heim á hádegi býsna vel útlítandi satt að segja – án gríns. Ragnheiður kom heim rúmlega sex en ég vissi nú alltaf um hana litlu lúsina mína. Hvað ég á að gera við fólk sem lætur aldrei af sér vita heila nótt veit ég ekki svei mér þá….
Er á óléttingarbömmer… ég meina er þetta bara að gera sig – vera að rembast alla daga við mataræði og hreyfingu og léttast ekki neitt? Er þetta bara mögulegt svei mér þá? Held þetta sé að leggjast á sálina á mér. Ætla nú samt að halda mínu striki – gengur ekki annað – amk verður maður alltaf hraustari… Ég man nú eftir svona tímabili í lok maí eða byrjun júní -þá gekk ekkert heldur. Þetta hlýtur að gera sig fyrr eða síðar… Það minnkar samt meðaltalið á viku sem ég hef missst en ég er ekki að þyngjast eins og ljósið hann Páll benti mér á þannig að skaðinn er nú ekki gríðarlegur…..
Heyriði og ég er búin að lesa heila bók síðan í gær – þannig að einbeitingin er að koma – kannski það sé vítamínið? Svei mér það – það átti amk að auka einbeitinguna og ég náði ekki einu sinni að verða fúl yfir F1 – enda skapgóð manneskja með endæmum. Ég er búin að snúa á mig – hef bara Schumi í liðinu mínu og þá er ég ánægð 😀
If you cant beat them join them

hó hó – ég hef ekki tekið neitt Panodil í dag og ekki fengið neinn teljandi hausverk í dag – bara svona nettan en ekkert og ég meina ekkert miðað við undanfarið. Er aum í hálsinum og niður herðar og upp í hausinn og er enn aum í úlnliðunum. Ætla því að taka litla þyngd í salnum á efri hlutanum á mánudaginn. Nóg svitnaði ég nú samt á föstudaginn. Svo ætla ég að reyna að auka við tímann á ógeðstækinu – og upphitunartímann líka. Langar að fara að leggja áherslu á það núna. Svo bráðvantar mig náttúrulega skrefmæli fyrir okkur Bjart svo maður viti eitthvað hvað ég er að gera þar. Nú ætla ég bara að reyna að njóta lífsins og láta ekki stressið alveg fara með mig. Stundum er þetta bara svo flókið þetta líf – en það ætti ekki að spilla því að maður reyndi að hafa gaman af því um leið. Held svo bara áfram með tiltektina á morgun og þá líður mér nú líka betur.

Jæja nú er ég bara heima þessa helgina og hef fullan hug á því að gera eitthvað í þessum blessuðu heimilsstörfum – það eru ýmis verkefnin sem ég þarf að leysa – ég er búin að vera svo ótrúlega lítið dugleg í júlí – og á áreiðanlega fram að því. Kannski get ég paufast eitthvað núna um helgina. Ég er amk með nokkur verkefni sem þarf að leysa.
Ekki gengur nú vel að léttast þrátt fyrir ágætar tilraunir í þá átt, og nóg sprikla ég – þó það hafi vel að merkja verið minna í síðustu viku en allar aðrar vikur sumarsins en ég held það hafi reyndar skilað sér í aðeins hvíldari Ingu.
Ég fór ein í Styrk í gær og var ótrúlega dugleg – tók létt í salnum en var dugleg í brennslutækjunum – það er frábært – ætla að reyna að fara að lengja þann tíma. Ég verð svo að vera einbeittari í matarræðinu og svindla ekki vísvitandi. Ég hef svo sem fulla trú á að það geri sig – mér finnst mér ganga vel að breyta hugsanagangi gagnvart matarræðinu – verst að mér tekst ekki eins vel að breyta honum gagnvart tiltekt – en nú er ég farin að gera eitthvað í henni 😀
…þó ekki hjá veðurguðunum – þeir láta ennþá eins og bestíur þessir pottormar – fyrr má nú vera ánægður með nýju garðslöngurnar sínar!
Þið vitið nú hvað ég er morgunbjört og fögur – sprett á fætur og tekst á við verkefni dagsins alveg svell köld. Þannig hefur það nú ekki verið þetta sumarið skal ég segja ykkur – onei. Ég hef bara alveg verið að mygla á morgnana. En í morgun gerðist hið dásamlega. Ég opnaði augun, stríddi Ragnheiði svolítið – gott ef ég hrósaði henni ekki líka og leið bara í alla staði afskaplega vel.
Ég er með þyngsli í öxlunum, aum í hálsinum og hnakkanum en þessi geðveikislega höfuðverkjarhella er einhvern veginn ekki yfir mér þannig að mér finnist ég bara ekki getað verið til einhvern veginn. Skrifa þetta allt á Baldur og nálarnar. Endurtek það enn að mér finnst ég eigi að vera í nuddi allar vikur ársins. Ég er bara þannig kona. Veitir ekkert af því.
Gaui hennar Dísu kemur í dag. Ég fer og næ í Aðalstein um 12, svo í Dísu í klippingu en hún er á heilsuhælinu, svo fer ég í Styrk og rassakastast eftir það eitthvað meira með Dísu. Mig hálf langar til gústu. En ég ætti að vera heima og hvíla mig. Það er líklega komið nóg af veseninu á mér undanfarið – en þarna sjáið þið – um leið og það rofar til í hausnum á mér langar mig að gera eitthvað – hina dagana er ég bara steindauð!
Lof jú
Fann hjá Gerði þetta próf- sem ætti að vera að læra en er greinilega bara að vafra um netið:
You scored as Journalism. You are an aspiring journalist, and you should major in journalism! Like me, you are passionate about writing and expressing yourself, and you want the world to understand your beliefs through writing.
What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3) |



