Borgfirskur hiti

…get ekki sett inn myndir – svolítið pirrandi verð ég að segja. En hvað um það. Ég var í útilega um helgina í Fossatúni á mjög svo blautu tjaldsvæði – greinilega svolítið rignt þar í sumar.

Ég tjaldaði vagninum EIN á föstudaginn – hrykalega dugleg verð ég að segja. Svo tók Ásta Björk saman með mér í dag en hún, Stefán og Bö voru hjá okkur Gauja í vagninum í nótt. Það var svakalega ljúft. Við höfum ekki hist mikið í sumar. Lítið rætt málin. Báðar áreiðnlega hæfilega þreyttar á lífnu og tilverunni líklega.

Þetta var voða fín útilega – rosa gott veður – 20 stiga hiti kl 19 þegar við fórum heim en Gaui kom mað mér.

Ég er hins vegar að drepast í liðunum í höndunum sérstaklega þeirri hægri og á ég ekki sem best með að nota lyklaborð. Fingurnir og ulnliðurinn bólgnir og aumir. Aumingja Inga.

Annað sem ég er svolítið stolt af er að geta hengt vagninn aftaní og losað hann líka – það er eiginlega erfiðast af þessu öllu svei mér þá.

Ég ætla ekki að tala neitt um Styrk – né F1. Ætla að láta eins það sé ekki til. Kannski verður Baldur bara veikur á morgun – já eða tekur sér frí til að fagna góðum árangri í liðsstjóranum. Já er það ekki bara….

Inga

1 athugasemd á “Borgfirskur hiti

Færðu inn athugasemd