Það blaktir þvottur úti á snúrum í óræktargarðinum í Heimahaganum árla morguns. Þvotturinn er að verða minn besti vinur. Hef sérstaka ánægju af því að heyra þvottavélina mala, vinda og skila sínu verki. Ekki þykir mér verra að lulla mér út á snúrur og hengja upp en allra best finnst mér að taka inn angandi þvottinn og þó ótrúlegt megi virðast þá hefur honum oftast tekist að þorna þetta sumarið þrátt fyrir fádæma rigningartíð.
Nú svo er bara að halda áfram tiltektinni svo heimilisfólkið verði ekki á kafi í drasli um helgina þegar mín spókar sig í Borgarfirðinum (fæ svona nett kvíðakast yfir því að fara ein – eins og ég geti það ekki alveg. Bíllinn ætti amk að vera kominn í fullkomið lag. – ja nema ballensera dekkin – það á ég eftir).
Ég er nokkuð hress – Baldur er alveg að verða búinn að laga á mér hálsinn og hausinn – og höfuðverk hef ég ekki fengið að neinu ráði síðustu daga. Það finnst mér nú alveg frábært og styður þá kenningu mína að það eigi allir að eiga svona baldur einhvers staðar í handraðanum. Sjúkraþjálfarar eru mikið þarfaþing – sérstaklega svona galdra baldrar. Ég hlýt að nálgast það að vera búin að fylla á tankana nú í sumar – haldið þið það ekki? Ég get bara ekki endalaust verið þreytt? Annars er það ein kenningin að þegar ég hef nóg að starfa þá sé ég best. Ég held það geti vel verið raunin. When the going gets tough the though get going.
Jæja grjónin mín – hafið það gott um helgina – þið eigið það skilið.
Inga
p.s. hef ekki fengið fréttablaðið í 3 daga – ef ég tel daginn i dag með – og mér líður strax betur. Það hefði hins vegar átt að skila sér þessa daga en þetta er með þvílíkum ólíkindum að það næst ekki að koma orðum yfir það. Hafa þessir menn enga sjálfsvirðingu eða hvað? Dísuss