Skrölt og glamur en enginn glamúr


Subaruinn minn heldur að hann sé svona kaggi eins og þessi skór- en hann er það alls ekki – hann er bara lítil drusla. Það er þó meira öðrum að kenna en honum sjálfum samt.

Ég var að keyra Dísu systur í bæinn til læknis þegar við urðum varar við svolítið skrölt sem svo ágerðist og ágerðist þannig að ég ákvað að lúsast bara austur meira og minna úti í kanti til þess að ekkert það dytti nú undan bílnum sem þar þyrfti að vera.

Skýringin gat legið í því að Súbbinn minn fór á verkstæði í gær til að láta klára viðgerðina eftir áreksturinn hér um árið og líklega hefur eitthvað færst til undir bílnum við það. Ég var nú ekki mjög stressuð vegna þessa þar sem mér fannst þetta lykta eins og laus hlíf – sem það og var laus hitahlíf utanum pústið. En jæja ég tók svo eftir því um leið að bíllinn er nákvæmlega jafn van hjólastilltur og hann var í júní – hann á verkstæðinu segir að það hljóti að vera sveigja í bodyinu sem valdi því – réttingaverkstæðið segir bara að þetta sé hjólastillingarmál – svoldið að verða pirruð á þessu satt að segja – og svo ofan á allt annað eru dekkin illa ballesteruð. Christ hver nennir þessu – það er til einhvers að kaupa nýjan bíl. Voða vesen að keyra á einn stein verð ég að segja – margur bíllinn hefur nú lenti í meira tjóni en eyðileggja stuðara og beygla púst án þess að hann sé óökufær það sem eftir er. Ég hef nú aldrei vitað annað eins rugl. SVoldið pirruð á þessu verð ég að segja.

En hann fer sem sagt í hjólastillingu á morgun og þá kemur þetta í ljós…

Svo bara verð ég að fara að taka hér til svo mér líði vel um helgina í útilegunni – þetta er bara ekki að gera sig að hafa þetta svona. Ég er bara í svo alvarlegu letikasti….

Færðu inn athugasemd