Ákveðið var um mánaðarmótin að léttast um 0,5 kg á viku í júlí. Það var svo haft í láginni lengi vel þar sem heldur lítið gerðist en svo allt í einu þegar allt er talið þá lítur þetta bara ekki svo illa út. Ég er eiginlega alveg hissa….
Vissi ekki að þetta hefði paufast svona – munar samt mest um helgina – virðist ekki hafa verið sérlega vitlaus þó ég hafi verið í útilegu – sem náttúrulega sýnir að ég er hroðalega stabíl manneskja.
Kannski ég sleppi við ,,refsinguna“ sem sumum datt í hug að beita ef markmiðin næðust ekki… Ekki að hún hafi verið samþykkt af undirritaðri – o nei en það hefur svo sem ekki ,,gagnast“ mér hingað til.
