
Þið skuluð nú ekki halda að mér sé skemmt með þessa vigt sko – eða vikt – eða hvurn fjandann þetta horror tæki er kallað – onei. Ég er eitthvað að gera ákaflega vitlaust verð ég að segja. Það er hins vegar ekkert nýtt í því – er hálfgerður vitleysingur að upplagi svosem ;-). Ég bara verð að átta mig á því hvað það er sem ég er að gera svona víðáttu heimskulegt. Þarf greinlega smá tíma í það. En sem sagt…
Var í þessari dáindis útilegu þar sem litla grjónið mitt hann Aðalsteinn var með mér á stundum, auk Hildar systur og Hreggviðss – stundum og svo komu Björk og Grímur á föstudaginn með krakkagerið sitt sem var frábært líka. Og þetta var svo dásamleg útilega að hún slær öllu út. Svei mér þá – þ.e. öðrum útilegum sko. Afslappelsi í topp á Kiðjabergi og frábært að vera þar því þá var hægt að takmarka akturinn við eina ferð á Selfoss eða um 50 km en ekki 100 eins og aðra daga. Aðalsteinn gat golfast og ég sólbaðast og lesið og allt.
Ég reyndi meira að segja að fara í mjög merkilega gönug en þá komu kríur aðvífandi og ég er rúmlega hrædd við þær eftir heiftúðuga og ósanngjarna árás þeirra á mig á unga. Fuss og svei – sat þó á mér að kalla á hjálp heldur tók strauið í hina áttina en gangan varð mun styttri en ráð var fyrir gert. Sigh…. Svoldið leiðinlegt – hefði eiginlega ekki veitt af að labba af mér einhverja orku sem ég innbyrgði í dag og síðustu daga…..
Fór nú samt í Styrk á föstudaginn og svona – og er á áætlun með ógeðstækið (fékk smá athugasemd varðandi vig/ktina frá sumum þar á bæ um að refsinga sé þörf en í stað þess að fá kvíðakast yfir eðli hennar læt ég bara eins og þessi umræða hafi aldrei átt sér stað – ojá er góð í því sko). Ég er nú ekki viss um að 30 mín detti í næstu viku nema kannski á þriðjudag… ef ég verð í lagi í kringum hnén – svoldið álag á lappirnar að lengja upphitun í 50 mín – en á þriðjudag fer ég nudd og ógeðstækið fylgir með sem friðþæging fyrir sundið.
Annars var ég ákveðin í því að ég væri orðin góð í hálsinum áðan en nú renna á mig tvær grímur. Ætli ég sé ekki bara vælukjói svolítill.
En jæja svona eru dagar líkamsræktartröllsins Ingveldar. Hún geysist í útilegur og sér um sig bara ein og sér á meðan Páll er að vinna í Færeyjum á leið á Ólafsvöku blessaður þar að auki – það er nú víst meira örlagafyllerýið – er ekki viss um að honum leiðist það neitt! Næsta vika er svo frí því þá er Aðalsteinn á Lifrarpolli og ég þarf ekkert að keyra. Kannski fer ég bara og held áfram sumarfrísstemmningunni – tek til og læri smá? Líkamsrækt og sund, göngutúrar með Bjart sem upplifði fjörugustu daga ævi sinnar á Kiðjabergi – ef ekki hefði verið fyrir pissudúkkuna þá hefði þetta verið í lagi og rúmlega það.
En nú er þetta orðið alltof langt. Bless elskurnar