Nú styttist í brúðkaupið hjá Sigurlín og Hrafnkatli – best að kynda aðeins upp fyrir það :D. Gaman gaman.
Nú jæja en sem sagt – ég er búin að hafa það verulega skítt undanfarið – lá í bælinu í fyrradag og alveg fram að styrkferð í gær. Ég fer þó alltaf á fætur og með Aðalstein en svo er eiginlega orkan búin. Ég fór þó með Pallann minn áleiðis til Færeyja í gær – ægilega smeykan því hann er orðinn svo flughræddur á gamalsaldri – hann fer þá kannski að skilja lofthræðsluna mína hver veit? Ég kom við hjá Dísu á hælinu með garn í sjal fyrir mig. ÉG vona svo sannarlega að hún eigi eftir að hafa það gott þarna – þetta lítur rosa vel út. Hver veit nema maður skelli sér þarna inn einhvern tímann þegar þrekið er jafnvel enn minna en núna.
Vilborg er í fríi frá Ingveldi um þessar mundir – það eru komnir Finnar að finna hana og hún verður að hætta að sinna mér að sinni og hugsa um þá svolítið. Svo fer hún nú að fara austur þannig að ég verð svolítið ein í líkamsræktinni næstu vikurnar. Annars kom Þórunn með mér í Styrk í gær – það var mjög gaman að því. Vonandi á okkur eftir að ganga vel. Annars er allt stopp einhvern veginn og heldur á niðurleið um þessar mundi – það er sá tími núna :-S En vonandi fer að koma svolítil uppsveifla. Mér finnst mér ekkert ganga illa samt að halda matarræðinu í sínum skorðum, ég fer og hreyfi mig – ætla samt ekki að synda í dag og synti ekki á þriðjudaginn heldur – ég er bara of þreytt einhvern veginn – en labba náttúrulega með Bjart í staðinn svo ég hreyfi mig eitthvað þessa tvo daga líka. Hendurnar á mér eru svo aumar – og axlirnar sérstaklega sú hægra megin. Ég tók bara fislétt í salnum í gær og held ég hafi ekki borið skaða af. Tók samt fullar þyngdir á fótunum. Og á þrektækjunum náttúrulega bara fullan tíma.
Fer svo til hans Baldurs í dag og ég ætla sko ekki að gleyma því hvernig mér hefur liðið síðustu daga og vikur þó þá lagist inn á milli og við verkjatöflur. Ég er svo mikill illi að ég gleymi alltaf hvernig mér leið áður ef mér líður betur núna. Ætli mig vanti ekki bara vítamín? Ég er eins og drusla alla daga svei mér þá.
Og ekki er það til að bæta það að þurfa að hanga fram eftir nóttu að fylgjast með Magna – þetta er nú meira djobbið díssuss – en hann er bara að standa sig ágætlega – með svipuðu áframhaldi ætti hann að komast á topp 8 – hann þarf bara að gefa sig meira í þetta karlinn – vera tilfinningaríkari – alveg eins og hér heima. Vantar ekkert upp á röddina hjá honum blessuðum. Jæja farin að leggja mig – það er allt eins hérna – ég hef ekki þrek á við randaflugu – búin með skammtinn í bili við að moka út í úr eldhúsinu.
