Nokkuð góður dagur bara ha?


Svei mér ef ég er ekki að ná takti við lífið og tilveruna. Svoldið útfríkelsi svei mér þá. Scariest moment var þegar ég var búin að liggja svolítið og pirra mig í svefnrofanum á hrotunum í Páli og ætlaði að biðja hann um að snúa sér – en þá bara mundi ég ekki hvað hann hét. Dísuss!!!! Er hægt að vera svona sultaður? En sem sagt til þess að muna hvað maðurinn sem ég hef verið með í 20 ár eða svo hét þá rifjaði ég upp hvers son Aðalsteinn var. Christ…. Ég ætla að skrifa þetta á svefnrofann og ofsaþreytu – þar til eitthvað svipað gerist – sem verður vonandi ekki næstu 30 árin eða svo. En þetta er kannski bara besta dæmið um hvað ég er þreytt, Gjörsamlega búin að vera.

Nokkur góð atriði dagsins:

  • Tók til í eldhúsinu – jibbí
  • Hvíldi mig vel og lengi
  • Fór í Bónus – mjög leiðinlegt en fullt af mat til fyrir vikið og það meira en lítið skynsamlegum
  • Keypti vítamín og heilsukorn einhver – ég er að verða svo mikið heilsufrík að það er dásamlegt – eða þannig
  • Fór til Baldurs í hálsnudd dauðans og boy hvað mér líður betur. Fékk líka nokkrar nálar sem gerðu mig eins og flugeld – ég meina það þær eru creepy! Ég held reyndar að ég ætti að vera í nuddi allar vikur ársins – dísuss hvað þetta gerir mér gott
  • Eldaði mat
  • Horfði á notebook
  • Náði í Aðalstein án þess að missa ráð og rænu
  • Labbaði með Bjart en bara í 25 mín –
  • Fer snemma að sofa! (vona ég)

Færðu inn athugasemd