Blues

Komin heim úr þvílíkri útileguhelgi að það var nú frábært. Byrjaði á fimmtudag og fjörið hélst alveg þar til í gær mánudag.

Stundum er líf mitt bara aðeins of flókið – og allt er það mér sjálfri að þakka. Það er nú það besta við það allt saman.

Ég nenni svo sem ekki að segja margt og mikið frá útilegunni nema það var voða gaman hve margir komu og eða voru með okkur í útilegunnu. Það var ekki eins gaman á föstudaginn þegar ég kom úr Styrk upp á Þingvöll og kom þar að öllu kengbognu og niðurfoknu. Þá var nú gott að vera líkamsræktargella því ég gerði meira á 20 mín þar en ég hef gert í öllum mínum útilegum samanlagt þegar kemur að frágangi. Hann Páll minn sagði bara að það veitti sér innblástur að vinna með svona fólki eins og mér þá – það væri bara ekki hægt annað en ganga glaður til verka! Fallegasta sem hann hefur sagt við mig í 21 ár svei mér þá.

Það gekk ágætlega að borða ekki mikla vitleysu – ég reyndi að halda mig á mottunnu varðandi allt – en samt var ég ekkert léttari á mánudaginn – það er kannski um of að ætlast til að maður léttist í útilegum. Það er orðinn svolítið langur kaflinn núna sem ég hef ekki lést neitt- vonandi kemur bara skemmtilegra tala þegar hún kemur.

Annars er ég í geðvonskukasti. Ofboðslega getur maður verið geðvondur. Og það verður manni allt að vopni. Það var gott að ég var ekki svona geðvond á föstudaginn var en sá dagur byrjaði kl 07:20 með sín ósköp og hélt áfram uppteknum hætti lengi dags. Í dag gat ég þó bara ákveðið að ég væri úrvinda og lagst í rúmið og verið þar. Sem ég gerði svikalaust. Er síðan búin að moka út ógeði hér í kringum tölvuna og saumadótið mitt – það var nú langþráður draumur. Ég fikra mig svo bara svona áfram – þetta hefst allt saman. Ég á svo sem ekki neitt dót þannig að þetta getur ekki verið flókið. Kannski geta börnin lært fyrir haustið til hvers eldhús, ruslafötur og slíkt er hugsað. Hver veit? En nú ætla ég að snúa mér að frekari sjálfsmeðaumkun – já og vorkenna mér svolítið í alvöru því ég er svo slæm í hægri öxlinni og niður eftir herðinni og upp hausinn eftir eitthvað helvítist tæki sem ég prófaði í gær að það er ekki fyndið. Gat ekki farið að synda í dag útaf þessu – fyrir nú utan að það var ekki á hausverkinn og hálsverkinn bætandi. Dj…

Vonandi gengur Magna vel í kvöld. Mér fannst hann þrusugóður síðast – ég gæti þetta aldrei ég segi það satt. Dísuss.

1 athugasemd á “Blues

  1. Tengda amma mín fór einu sinni til Þingvalla í útilegu í svona skóm. Tengda afi minn var víst alveg jafn fínn.Sennilega var þessi skór samt valinn vegna litarins – án tengingar við útilegu 🙂kk Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd