
…svoldið geðvond verð ég að segja – mitt í allri alsælunni – því ég er jú hræðilega sæl líka. Fer svoldið í pirrurnar á mér þetta með vogina…. En ekki nóg til að beygja mig og brjóta. Ég verð bara bindindismanneskja um helgina og ét grænmeti út í eitt – ég verð sjálfsvirðingar minnar vegna að ná markmiðum mínum…. ekki satt?
Var svona gasalega dugleg í Styrk í dag – love this kinky feeling þegar svitinn rennur niður andlitið á manni – og bakið já bara alls staðar. Ég er held ég svitapervert… Það er gott að vera pervert á einhverju sviði… er það ekki?
Og auðvitað er það rétt hjá Erlu – ég er ekkert löt. Það er bara gömul mýta fólks sem skilur ekki að ég er skapandi sál sem á ekki að vera múlbundin í einhver heimilisverk eins og hún Ásta mín orðaði það 🙂 Takk fyrir það stelpur.
Nú Þórunn er á rokna skriði – hörku gella – á í basli eins og ég að borða reglulega – ég meina hvað er með offitusjúklinginn mig að koma því ekki við að borða – er þetta bara í lagi. Hún á í svipuðu stríði blessunin.
Vilborg – já hvar er Vilborg – heyrði síðast af henni með fjölskyldu Magna að horfa á hann á breiðtjaldi með Rúnari sundhetjukappa. Veit ekkert hvenær hún kemur til baka eða neitt – vona bara að hún hafi notið hvíldarinnar frá mér 😀 Svo fer sú stutta að byrja í Khí áður en varir. Svona gengur þetta fyrir sig.
Ég er helaum í ökklanum og úlnliðnum eftir ægilegt fall – ekki ægilegt en fall í göngunni í gær með Bjart. Ásdís sem fór með mér hefur nú aldrei séð manneskju detta jafn hægt en það er nú mín sérgrein – detta hægt og hugsa vel um hvernig ég geti lent án þess að meiða mig mikið. Fræg fyrir það satt að segja.
Svo fer ég í útilegu um helgina – alein. Bjartur verður heima hjá heimilisfólkinu og það verðum bara ég og vagninn sem brunum af stað. Vona að ég nái að hengja hann aftan í – og ég vona líka að ég muni eftir upphækun fyrir sjálfa mig svo ég geti tjaldað honum. Ég er nú annars orðin svellköld í því – og treysti mér nánast til þess ein – það er bara svolítið vesen með þessar súlur í fortjaldinu – þær eru svo hátt uppi. Svo þarf ég nú hjálp við að opna hann en það er nú áreiðanlega einhver á tjaldsvæðinu sem hjálpar til. Ummmm ég hlakka til.
Lof jú – og ég er ekkert svo geðvond. Ég meina lífið er gott – og það er yndislegt að vera í fríi. Hvað er maður alltaf að væla þetta. Hlustið ekki á það – þetta er bara einhver aumingjagír sem mér finnst ég þurfa að vera í.