Borgfirskur hiti

…get ekki sett inn myndir – svolítið pirrandi verð ég að segja. En hvað um það. Ég var í útilega um helgina í Fossatúni á mjög svo blautu tjaldsvæði – greinilega svolítið rignt þar í sumar.

Ég tjaldaði vagninum EIN á föstudaginn – hrykalega dugleg verð ég að segja. Svo tók Ásta Björk saman með mér í dag en hún, Stefán og Bö voru hjá okkur Gauja í vagninum í nótt. Það var svakalega ljúft. Við höfum ekki hist mikið í sumar. Lítið rætt málin. Báðar áreiðnlega hæfilega þreyttar á lífnu og tilverunni líklega.

Þetta var voða fín útilega – rosa gott veður – 20 stiga hiti kl 19 þegar við fórum heim en Gaui kom mað mér.

Ég er hins vegar að drepast í liðunum í höndunum sérstaklega þeirri hægri og á ég ekki sem best með að nota lyklaborð. Fingurnir og ulnliðurinn bólgnir og aumir. Aumingja Inga.

Annað sem ég er svolítið stolt af er að geta hengt vagninn aftaní og losað hann líka – það er eiginlega erfiðast af þessu öllu svei mér þá.

Ég ætla ekki að tala neitt um Styrk – né F1. Ætla að láta eins það sé ekki til. Kannski verður Baldur bara veikur á morgun – já eða tekur sér frí til að fagna góðum árangri í liðsstjóranum. Já er það ekki bara….

Inga

Þvottur úti á snúrum

Það blaktir þvottur úti á snúrum í óræktargarðinum í Heimahaganum árla morguns. Þvotturinn er að verða minn besti vinur. Hef sérstaka ánægju af því að heyra þvottavélina mala, vinda og skila sínu verki. Ekki þykir mér verra að lulla mér út á snúrur og hengja upp en allra best finnst mér að taka inn angandi þvottinn og þó ótrúlegt megi virðast þá hefur honum oftast tekist að þorna þetta sumarið þrátt fyrir fádæma rigningartíð.

Nú svo er bara að halda áfram tiltektinni svo heimilisfólkið verði ekki á kafi í drasli um helgina þegar mín spókar sig í Borgarfirðinum (fæ svona nett kvíðakast yfir því að fara ein – eins og ég geti það ekki alveg. Bíllinn ætti amk að vera kominn í fullkomið lag. – ja nema ballensera dekkin – það á ég eftir).

Ég er nokkuð hress – Baldur er alveg að verða búinn að laga á mér hálsinn og hausinn – og höfuðverk hef ég ekki fengið að neinu ráði síðustu daga. Það finnst mér nú alveg frábært og styður þá kenningu mína að það eigi allir að eiga svona baldur einhvers staðar í handraðanum. Sjúkraþjálfarar eru mikið þarfaþing – sérstaklega svona galdra baldrar. Ég hlýt að nálgast það að vera búin að fylla á tankana nú í sumar – haldið þið það ekki? Ég get bara ekki endalaust verið þreytt? Annars er það ein kenningin að þegar ég hef nóg að starfa þá sé ég best. Ég held það geti vel verið raunin. When the going gets tough the though get going.

Jæja grjónin mín – hafið það gott um helgina – þið eigið það skilið.

Inga

p.s. hef ekki fengið fréttablaðið í 3 daga – ef ég tel daginn i dag með – og mér líður strax betur. Það hefði hins vegar átt að skila sér þessa daga en þetta er með þvílíkum ólíkindum að það næst ekki að koma orðum yfir það. Hafa þessir menn enga sjálfsvirðingu eða hvað? Dísuss

Hrmpf…


…svoldið geðvond verð ég að segja – mitt í allri alsælunni – því ég er jú hræðilega sæl líka. Fer svoldið í pirrurnar á mér þetta með vogina…. En ekki nóg til að beygja mig og brjóta. Ég verð bara bindindismanneskja um helgina og ét grænmeti út í eitt – ég verð sjálfsvirðingar minnar vegna að ná markmiðum mínum…. ekki satt?

Var svona gasalega dugleg í Styrk í dag – love this kinky feeling þegar svitinn rennur niður andlitið á manni – og bakið já bara alls staðar. Ég er held ég svitapervert… Það er gott að vera pervert á einhverju sviði… er það ekki?

Og auðvitað er það rétt hjá Erlu – ég er ekkert löt. Það er bara gömul mýta fólks sem skilur ekki að ég er skapandi sál sem á ekki að vera múlbundin í einhver heimilisverk eins og hún Ásta mín orðaði það 🙂 Takk fyrir það stelpur.

Nú Þórunn er á rokna skriði – hörku gella – á í basli eins og ég að borða reglulega – ég meina hvað er með offitusjúklinginn mig að koma því ekki við að borða – er þetta bara í lagi. Hún á í svipuðu stríði blessunin.

Vilborg – já hvar er Vilborg – heyrði síðast af henni með fjölskyldu Magna að horfa á hann á breiðtjaldi með Rúnari sundhetjukappa. Veit ekkert hvenær hún kemur til baka eða neitt – vona bara að hún hafi notið hvíldarinnar frá mér 😀 Svo fer sú stutta að byrja í Khí áður en varir. Svona gengur þetta fyrir sig.

Ég er helaum í ökklanum og úlnliðnum eftir ægilegt fall – ekki ægilegt en fall í göngunni í gær með Bjart. Ásdís sem fór með mér hefur nú aldrei séð manneskju detta jafn hægt en það er nú mín sérgrein – detta hægt og hugsa vel um hvernig ég geti lent án þess að meiða mig mikið. Fræg fyrir það satt að segja.

Svo fer ég í útilegu um helgina – alein. Bjartur verður heima hjá heimilisfólkinu og það verðum bara ég og vagninn sem brunum af stað. Vona að ég nái að hengja hann aftan í – og ég vona líka að ég muni eftir upphækun fyrir sjálfa mig svo ég geti tjaldað honum. Ég er nú annars orðin svellköld í því – og treysti mér nánast til þess ein – það er bara svolítið vesen með þessar súlur í fortjaldinu – þær eru svo hátt uppi. Svo þarf ég nú hjálp við að opna hann en það er nú áreiðanlega einhver á tjaldsvæðinu sem hjálpar til. Ummmm ég hlakka til.

Lof jú – og ég er ekkert svo geðvond. Ég meina lífið er gott – og það er yndislegt að vera í fríi. Hvað er maður alltaf að væla þetta. Hlustið ekki á það – þetta er bara einhver aumingjagír sem mér finnst ég þurfa að vera í.

Finnst ykkur hægt að….?


Skór með mjórri tá til að sparka í allt það sem ég er pirruð út í! hrmpf
Finnst ykkur hægt að fá Fréttablaðið undir kvöldmat? Er þetta bara að gera sig – neiheits – nú fer ég að kaupa Moggann aftur svei mér þá. Þetta er verra en í sveitinni – þar kemur pósturinn þó um hádegið. Ekki þjónusta fyrir fimm aura – maður er búinn að heyra fréttirnar 100 sinnum í útvarpinu áður en yfir lýkur. Vil ekki sjá eitthvað hundgamalt blað í póstkassann minn!

Finnst ykkur hægt að maður þurfi að vera að standa í stappi við verkstæðiskarla um hvað sé að bílnum – afhverju segjast þeir bara ekki ætla að laga það?

Finnst ykkur hægt að það sé bara hreinlega ekkert sumarveður að hafa?

Finnst ykkur hægt að þekkja svona letihaug eins og mig?

Skrölt og glamur en enginn glamúr


Subaruinn minn heldur að hann sé svona kaggi eins og þessi skór- en hann er það alls ekki – hann er bara lítil drusla. Það er þó meira öðrum að kenna en honum sjálfum samt.

Ég var að keyra Dísu systur í bæinn til læknis þegar við urðum varar við svolítið skrölt sem svo ágerðist og ágerðist þannig að ég ákvað að lúsast bara austur meira og minna úti í kanti til þess að ekkert það dytti nú undan bílnum sem þar þyrfti að vera.

Skýringin gat legið í því að Súbbinn minn fór á verkstæði í gær til að láta klára viðgerðina eftir áreksturinn hér um árið og líklega hefur eitthvað færst til undir bílnum við það. Ég var nú ekki mjög stressuð vegna þessa þar sem mér fannst þetta lykta eins og laus hlíf – sem það og var laus hitahlíf utanum pústið. En jæja ég tók svo eftir því um leið að bíllinn er nákvæmlega jafn van hjólastilltur og hann var í júní – hann á verkstæðinu segir að það hljóti að vera sveigja í bodyinu sem valdi því – réttingaverkstæðið segir bara að þetta sé hjólastillingarmál – svoldið að verða pirruð á þessu satt að segja – og svo ofan á allt annað eru dekkin illa ballesteruð. Christ hver nennir þessu – það er til einhvers að kaupa nýjan bíl. Voða vesen að keyra á einn stein verð ég að segja – margur bíllinn hefur nú lenti í meira tjóni en eyðileggja stuðara og beygla púst án þess að hann sé óökufær það sem eftir er. Ég hef nú aldrei vitað annað eins rugl. SVoldið pirruð á þessu verð ég að segja.

En hann fer sem sagt í hjólastillingu á morgun og þá kemur þetta í ljós…

Svo bara verð ég að fara að taka hér til svo mér líði vel um helgina í útilegunni – þetta er bara ekki að gera sig að hafa þetta svona. Ég er bara í svo alvarlegu letikasti….

Styrkur og nudd – hrein sæla


Ég skal bara segja ykkur það að það að fara í Styrk og nudd á eftir er mannbætandi. Segi það og skrifa. Kemst ekki yfir hvað það hjálpar til þessum aumu vöðvum mínum sem eru að puða þetta við að drífa mig áfram. Annars er hugurinn bara nokkuð kvikur líka og stabíll að dröslast þetta alltaf þrisvar í viku. Erfiðleikarnir eru gangan á kvöldin en það má hann Bjartur minn eiga að hann gefur hana ekki – en dj…. er oft erfitt að koma sér af stað en þegar ég er komin út þá er þetta ekki vandamálið. Nú vantar bara ekkert annað en ég taki til 😦 Á svolítið langt í land þar satt að segja – en það eru upp áform…..

Svo er útilega um næstu helgi og enginn Aðalsteinn að hjálpa til. Vonandi kemst ég nú í gegnum það samt. Fer í Styrk á fimmtudag og get þá lagt snemma af stað á föstudaginn. Vonandi verður sæmilegt veður. Ja það væri það…

En jæja – ég er að hugsa um að fara að gera eitthvað annað en slóra og slugsa.

Ha ha ha þar snéri ég á vogina!

Fann haug af nýjum skóm – ja svona nýjum gömlum 😀 Og alltaf er ég að velja bláa skó…Ég sem er ekkert hrifin af bláum skóm… á enga sjálf. en ég læt mig hafa það. Þessi er nefnilega alveg eins og mér líður – ég er sko foxy í dag eftir að hafa lagt vogina – tíhíhí.
En sem sagt Aðalsteinn er kominn til Liverpool vænti ég – meira veit ég nú eiginlega ekki um þá ferð hans… hélt lengstum að hann væri að fara til Manchester…. Vona bara að hann skemmti sér vel grjónið mitt.
Ég er í steik eftir 50 mín á brennslutækjunum. Hálsin stífur, strengir í lærum og öxlin helaum – þetta er lífið. Er nema von að fólk spyrji mig að því hvort þetta sé bara ekki allt önnur líðan, hvort ég sé ekki hress og fit…. Sigh….
En það er hins vegar staðreynd að mér er farið að líða betur – og 20 mín í ógeðstækinu er allra meina bót. Ég er nú farin að vera 35 mín í því – 10 + 25. Svoldið meira en 3 mín….
Engin Þórunn í ræktinni í dag, engin Hildur og alls engin Vilborg… En Sigrún á Bíldsfelli kemur um svipað leyti og ég – og það er gaman að hafa einhvern til að tala við.
Já og ég setti persónulegt met í svitabaði í dag – ótrúlegt sem mér finnst merkilegt að svitna – enda ekki vön því. Þetta er held ég að verða sick…
Lof jú all að baki er brauðátsdagur mikill. Lofa að haga mér betur á morgun….
Inga

Markmið í júlí

Ákveðið var um mánaðarmótin að léttast um 0,5 kg á viku í júlí. Það var svo haft í láginni lengi vel þar sem heldur lítið gerðist en svo allt í einu þegar allt er talið þá lítur þetta bara ekki svo illa út. Ég er eiginlega alveg hissa….

Vissi ekki að þetta hefði paufast svona – munar samt mest um helgina – virðist ekki hafa verið sérlega vitlaus þó ég hafi verið í útilegu – sem náttúrulega sýnir að ég er hroðalega stabíl manneskja.

Kannski ég sleppi við ,,refsinguna“ sem sumum datt í hug að beita ef markmiðin næðust ekki… Ekki að hún hafi verið samþykkt af undirritaðri – o nei en það hefur svo sem ekki ,,gagnast“ mér hingað til.


Ég verð að setja mér markmið…..

það skrifast hér með með: Hálft kíló á viku til æviloka….

Ja eða svona allt að því….

Kannski réttar að segja fram til 15. ágúst – og svo 0,7 – 1 kg eftir það þegar reglan varðandi skólann er kominn á? Einhvern tímann verður að koma harka í þetta. Ég meina á maður ekki að léttast meira með hreyfingu – og svo verð ég skipulagðari í máltíðum þegar ramminn er kominn með vinnunni…..

+Eg held í alvöru að það sé of langt síðan ég komst í tölvu……