Suðvestan 5-10 m/s og rigning í dag en heldur hægari og smá rigning eða súld á morgun, einkum framan af. Hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð 16.06.2006 kl. 09:50
Upprisa Ingveldar 2

1000 metrar að baki í dag og mikið busl í vaðlauginni. Það var meira að segja sól og ég finn fyrir roða á herðunum. Þetta væri í fínu lagi ef það væri ekki 1000 litlar m og m hnetur í maganum mínum núna og ekkert annað. En nú er ég líka farin að versla í kvöldmatinn. Takk fyrir lesturinn, það er hvatning. Inga
p.s að kveldi sama dags: 50 mín labb með Bjart í kvöld. Ég held kannski að ég sé að ofgera mér eitthvað – eða kannski þetta sé bara almennur aumingjaskapur að vera væla þetta alltaf. Nú eru það samt eki kálfarnir heldur höfuðið. Ég þarf að spyrja einhvern sem er vanur að hreufa sig hvernig hreyfing virkar – það sem ég held að sé merki um bráðan bana er kannski bara eðlileg viðbrögð líkamans við auknu blóðstreymi – hvernig á ég að vita það? Ég sem hef aldrei gert neitt um æfina líkamlegt svei mér þá – eða ég fer að hallast að því.
Það sem ég hef helst afrekað í dag er að sofa. Nú er ég búin að vera vakandi í klukkustund sem þýðir að ég fór á fætur 12:15 eða svo. Dísusssss
Að vísu fór ég nú með Aðalstein í vinnuna og allt það en svo bara beint í rúmið að lúlla aftur. Sem er svo sem nógu dásamlegt og áreiðanlega ákaflega þarft en fyrir vikið verður ekkert skráð í matardagbókina fyrr en nú á eftir – eftir að ég hef farið út að kaupa eitthvað að borða. Oh my god og ég skila henni á morgun.
En skítt með það. Nú fer ég og fæ mér mat – svo í sund og svo taka meira til – kannski fæ ég mér sláttuvél í byko til leigu og slæ þennan blessaðan garða – já eða hjá Afa Skafta. Það er nú eiginlega enn sniðugra. Kær kveðja frá matarálfinu Ingu


Ég gefst ekki upp. Það skal koma sumar einn daginn. A.m.k. getur maður gleymt sér við að láta sig dreyma og horfa á þessa skó!
Jummi jumm…
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en snýst í suðvestan 8-13 eftir hádegi með súld öðru hverju. Rofar til með smáskúrum í nótt og á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð 14.06.2006 kl. 06:29
Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan strekkingur með skúrum um landið vestanvert, annars hægari og bjartviðri. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast austanlands. Á laugardag (Lýðveldisdag): Suðlæg átt, 3-8 m/s og smá súld eða rigning sunnan- og vestanlands, annars þurrt og bjart með köflum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag: Hægviðri og nokkuð bjart veður, en smáskúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt og vætusamt, einkum sunnantil á landinu. Lítið eitt kólandi veður. Á miðvikudag: Spá gerð 14.06.2006 kl. 08:03
Kannski getum við búist við einum þurrum degi af hverjum 10. Það væri svo sem ágætt ha?
Kveðjur Inga
Jæja sund að baki í dag – 1000 m. og flestir með blöðkum á svoleiðis fljúgandi ferð að mín var bara sprungin á köflum.
Annars er þetta annasamur dagur – en drjúgan tíma tekur að baða sig í sólinni í sundi og spjalla og það allt saman ha? Þetta er náttúrulega á köflum snúið líf.
Líklega klára ég vinnuna á morgun og þá get ég nú farið að taka til og svona í bland við annað. garðurinn bíður og húsið náttúrulega. ég ætla bara að líta kalt á þetta og ganga í verkin – njóta svo sumarsins um leið. ekki láta drasl skemma fyrir mér eða trufla mig í heilsuræktinni sem ég ætla að hafa sem algjört forgangsmál. svo verður maður nú að komast í útilegur! einhverjir sjálfboðaliðar sem vilja koma með í vagninn. Mér sýnist ég alltaf verða barnslaus svo ekki verður nú félagsskapnum fyrir að fara í því.
Matardagbókin er skrautleg í dag. O já. 5 nammimolar. En oft hef ég nú étið meira af slíku án þess að blikna.
Jæja elskurnar búin í dag. verum glöð sólin skín og Styrkur á morgun – gæti þetta verið betra? dekurlíf náttúruelga ef ekki væri fyrir verkina og sperringinn í vöðvunum – tíhíhí.

Það kannski fer að vora á Íslandi? Þó er nú nóg af græna litnum – því verður ekki neitað en það hefur rignt ægilega undanfarið og ég hélt nú svona prívat og persónulega að ég yrði úti í sundi í gær – en það slapp nú allt til.
En sem sagt. Búin að koma Aðalsteini fram úr og í vinnuna, fá mér kaffi, kodda, ab mjólk og tvo súkkulaðimola! Já og eina peru. Já þannig að stóru orðin í gær eru kannski ekki alveg að virka ha?
Reynum áfram. Ekki dugir að gefast upp.
Nú er bara að halda áfram og ljúka verkunum hér í skólanum og svo verkefninu hjá Ingvari. Verð að vera dugleg við það. Fyrst verð ég líklega að taka svoldið til heima. Ég hef eiginlega bara ekki tíma til neins það er svo gasalega mikið að gera í líkamsræktinni og akstursmálum. En ég læt ekki deigan síga.
Ég fór út með pottormu Bjart í gær í góða göngu áreiðanlega í 40 mín. Hann er óttalegur pjakkur gormurinn sá en ég á áreiðanlega eftir að hafa gott af því að labba með hann. SVo þarf ég bara að finna mér stað til þess að viðra hann á.
Haldið þið ekki að ég þurfi að fá mér tölvu með skjá svo ég sé ekki alltaf með hausinn svona í horfa niður stellingu?
Svo kom Björk með þá skýringu á eymslunum í herðunum að þetta séu náttúrulega bara harðsperrur og aumir vöðvar en ekki endilega bólgur. Það þótti mér fín skýring. Spurning þá hvort ég sé ekki að rembast of mikið – með of mikla þyngd á fyrst ég er svona aum. Ja það væri það. Ég get samt ekki verið minni manneskja en Vilborg – hún fær ekkert að taka fram úr mér í vigtinni 😀 o nei. Jæja best að fara að gera eitthvað svo ég geti farið í sund með góðri samvisku á eftir. Kveðja ykkar algjörlega misheppnaða ekki borða óhollt snúlla Inga.
Baráttukveðjur til elsku Dísu sem er í aðgerð.
…og það ekki sem gáfulegastur. Ég hef komist að því að ég er álíka klikkuð og þessi skór. Og ég er ekki gáfulegri. Oj bara hvað ég er glötuð eitthvað.
Ég var alveg á missa mig hér í maí og ákvað því að halda matardagbók til að koma mér á rétt ról. Ja það gekk þokkalega. Heyrðu og svo á ég að skila matardagbók á föstudaginn. Og vitið þið það – hún er svo hroðalega útlítandi að þó ég hefði REYNT AÐ BORAÐA EINS HEIMSKULEGA OG ÉG GÆTI ÞÁ HEFÐI ÉG EKKI SLEGIÐ ÞETTA ÚT!
Mér er bara ekki sjálfrátt ég segi það satt!
Sælgæti, borða lítið, borða seint á kvöldin. Ét banana í stað annarra ávaxta. Fæ mér franskar – já nefnið það bara – það verður ekki vitleysislegra en það sem ég set ofaní mig þessa dagana. Oh my god! Enda er ég hálfu kg. þyngri en ég var í síðustu viku. Ég verð að gera gangskör í þessu. Ég þarf að rjúfa hugsanabrenglið sem fer fram í kollinum á mér – ef ég hugsa þá yfirleitt nokkurn skapaðan hlut.
Planið er þetta. Ég verð að létta mig – ég verð að gera meira en bara hreyfa mig – þó það taki svona allt með öllu 2 klst á dag og stundum rúmlega það. Ég verð að hætta að borða fitandi mat. Ég verð að hemja mig og borða oftar. Ég get ekki sett dæmið upp svona: Ég hef hagað mér eins og asni og samt lést – ég held því bara áfram að haga mér eins og asni og léttist kannski bara meira! ÉG verð að haga mér í samræmi við markmiðin en hver eru þau? Trúi ég nokkuð á að þau verði að veruleika – það held ég ekki. Ég hef enga trú á mér. Ég bara gef mér að ég sé auli og því hljóti mér að mistakast. Ég gef mér það í upphafi.
Jú jú ég get slegið mér upp á því að ég sé í Styrk – voða dugleg – en ég er í raun bara í blekkingaleik. Ég er ekkert að taka á matarræðinu – ég svindla hægri vinstri – og gef mér ekki tíma til að elda eða neitt. Mér er það svona heldur til efs að ég lifi skammirnar af frá Baldri á föstudaginn. Oh my god – en ég verð að hugsa: „face the fear!“ Dísuss.
Annars var dagurinn annasamur: Farið með Aðalstein á Kiðjaberg, Palli keyrður til Hvg hann var að fara til Færeyja blessaður englapungurinn minn. Farið í skólann í millitíðinni og fram til 13 en þá fór ég í styrk og svo þaðan í sund. Synti nú ekki mikið – meira að láta líða úr mér og fylgja Vilborgu minni kæru sem er með Rúnar Elí á sundnámskeiði. Fór síðan að ná í Aðalstein, fór til Bjarkar smá og keypti svo í matinn og eldaði. Tróð svo í mig grænmeti og einum hamborgara með osti.
Sama prógramm á morgun nema enginn Styrkur – sem er kannski eins gott því herðarnar á mér loga eins og … ja eitthvað heitt og sárt. Enda mikið teygt á þeim í tækjunum í dag.
Fór í annað sinn á ógeðstækið á þyngri stillingu. Það var svo sem alveg óbærilegt en líka svoldið gaman! Þ.e. eftir á. Er næstum óbærilega erfitt.
En jæja nú er bar að taka á og haga sér ekki eins og asni í matarræðinu. Ég meina ég hlýt að lifa föstudaginn af – Baldur er nú bara svona sjúkraþjálfari – ekki vopnaður maður…. Nema þá augnaráði og orðum. Sem er svo sem nógu slæmt í sjálfu sér!
Það gengur ekki annað en vera bjartsýnn. Rautt gleður mig. Doppur líka. Skítt með allt hitt!
Sæl verið þið elskurnar! Þar sem ég er ,,hætt“ að fylgjast með F1 þá læt ég mér duga gluggann frá honum Bernie á F1.com með tímunum í tímatökunni sem nú fer fram á Silverstone. Það eru nokkrar mínútur eftir – þær heitustu og mér gengur ekki sérlega vel að fylgjast ekki með. Nema það slær svolítið á að Schumi er hraðastur um þessar mundir en litlu munar. Kimi minn er greinilega hægari en þeir Alonso og Schumi. Varla að hann vinni þessa helgina. Ég sem sagt fylgist með F1 en bara ti að sjá hvort Kimi vinni ekki ;-). Æ mér er alveg sama. Hver nennir svo sem að pirra sig á þessu – og maður á bara ekki að vera með einhverja leiðinda f1 keppni yfir sér ef hún pirrar mann meira en gleður.
Ég er nú svolítið lurkum lamin eftir einhverja nýja stillingu á ógeðstækinu. Var greinilega orðin svolítið værukær ….HA HA HA Alonso náði ráspólnum á síðast hringnum – en Kimi hrynur niður stigann.. oh my god hann er orðinn áttundi….. dísuss Nei hann er annar …..hann hefur verið síðastur að fara yfir línuna. Oh my god. Silverstone er sko brautin hans Kimi – þess vegna seldi ég hann ekki í liðsstjóraleiknum. Tjú tjú tralla la. svo er bara að vona að hann rigni – þá er Kimi nebbilega ótrúlega góður. En sem sagt – ég er hætt að fylgjast með F1 og ég læt þessu spjalli mínu lokið. Tíhíhí
Sem sagt lurkum lamin… værukær. Gott mál nema ég var náttúrulega mjög uppgefin – svitnaði í klukkutíma eftir að ég hætti í Styrk – svo eitthvað gengur nú á. Ekki sérlega aum í hjánum í dag – og Sigurlín segir að ég sé aum í einhverum sinum sem vel er hægt að þjálfa.
En hvað með hálsliðina – aumingja ég að vera með slitna hálsliði. Nú sit ég t.d. við tölvuna og er að glápa niður fyrir mig á skjáinn – gleraugnalaus náttúrulega (sem minnir mig á að ég bara verð aða fara að fá mér ný gleraugu. Þetta er ekki að gera sig!).
Ég ætti að vera læra en ég þarf að vorkenna mér svolítið með hálsliðina – þetta er nú held ég ekkert alvarleg. Baldur sagði þetta nú bara eins og hvað annað – svo ég er alveg róleg. Það skýrir samt afhverju ég er alltaf aum og oft með verki í hálsinum. Annars var það merkilegt að ég er alveg helaum eftir nuddið á miðvikudaginn – sem segir mér að ég á svolítið eftir til að vinna á bólgunum. Við sjáum til hvernig þetta þróast í sumar – hvernig lappirnar á mér koma út og herðarnar í golfinu. Svo er spennandi að sjá hvað ég geri næsta haust með tímasetningar í salinn. Maður getur nú kannski reiknað þetta svolítið út – a.m.k. gengur ekki að hætta í mínu tilfelli o nei. Þess vegna ætla ég að halda áfram að fara í Styrk í sumar – bara til að halda mér volgri.
Nú jæja Gunnar og meðreiðarsveinar eru búnir að kæra kosningarnar í Grímsnesinu og skrifa grein í Sunnlenska um eigið ágæti – þeir ganga nefnilega ekki um eins og K listamenn og ljúga í fólk rétt fyrir kosningar. Og þeir eru alltof góðir fyrir atkvæði þroskahefts fólks. Sem vel að merkja kýs bara þann sem það sér síðast – alls ekki þann sem býr á sama stað og þau – eða þau þekkja betur en aðra. Já það er nú allur munur að vera svo heilagur að maður velji sér atkvæði – kannski voru þeir bara of vissir um sigur greyin. Það er fín rassskellingin sem formaður Sunnlenskra sveitarfélaga fær úr kosningunum og von að svíði undan. Það var gaman að lesa um stórkostleg heit skólabreytinganna. Einangrun kennara hafi hreinlega verið rofin og þeir geti fundað með öðrum kennurum úr öðrum skólum. Já það er áreiðanlega mjög til faglegra bóta. Sérstaklega ef það vinna vel á annan tuginn af kennurum við að kenna þessum 38 börnum nokkra tíma í viku hver þeirra. Það er náttúrulega afskaplega faglegt allt saman. Enda sannast það í Grímsnesinu að skóli er annað og meira en steinsteypa – já og svo má sega að steinsteypan sé svo sem misvelheppnuð. En það er amk munur að segja ósatt og eða hagræða sannleikanum í Sunnlenska en ekki á bæjum eða milli bæja þar sem fólk getur talað saman og tekist á maður á mann. Allt annað að skrifa bara í blöðin…
Ég bara skil ekki þetta fólk. Skil það ekki. En það er allt í lagi. Ég er þakklát Margréti fyrir að hafa leyft Aðalsteini mínum að fljóta með í skólabílnum og Pálmari að keyra hann. Það verður ekki frá þeim tekið að það gerðu þau fyrir okkur. Eiga þakkir skilið fyrir það.
Nú jæja best að líta á þetta loka-aðalverkefni mitt í námskrárfræðunum. Ég er einhvern veginn alveg lost í þessu. Sigh. Held ég skrifi Ingvari bara og leiti ráða hjá honum. Hann er vanur að koma mér á réttu og beinu brautina karlinn.
Ég er fullkomlega búin að fá nóg af rigningu – oj oj oj oj oj oj oj – hættu að rigna karl þarna uppi!!!
Verið sæl að sinni
Vóhó – blogger bara búinn að liggja niðri í marga daga mar! Ég hef samt ýmislegt brallað. T.d. þyngt ógeðstækið þvílíkt að ég er lurkum lamin mar – er enn að svitan hálftíma eftir að ég hætti. Púff. En að gera þetta að gamni sínu :D.
Ég fór líka á miðvikudaginn – hitti meira að segja hann Baldur minn! veit nú ekki alveg til hvers – en ég veit það samt. Það þarf einhvern til að halda mér á mottunni mar. Ég er svindlari af guðs náð – það þarf að vera stígandi í þessu öllu saman.
Verð að keyra Palla og sækja Aðalstein. Bið að heilsa í bili – ykkar Inga