Afhverju bloggar maður og aflraunir dagsins!


Já ég held ég hafi þetta bara svolítið geðveikan skó í dag – þetta hefur eiginlega verið þannig dagur í bland við annað svei mér þá! Ég var þó amk ekki syfjuð í morgun – bara eftir hádegið þegar ég var á leið í sundið. Ha ha ha tengist þessi ægilega syfja kannski leti? Ja það væri það. Já en sem sagt. Sokkar voru sorteraðir í dag. Aðalsteinn fór í vinnuna náttúrulega og mætti vel tímanlega! Nú svo fór ég til Bjarkar í heimsókn smá. Var með nagandi samviskubit að bæði trufla hana og mig frá þvottinum. Nú svo fór ég heim að sortera sokka í sólinni og það var nú alveg ótrúlegt hvað kom út úr því. Nú jæja svo fór ég nú og fékk mér hádegismat! Það var nú svei mér vel af sér vikið – fór því ógeðslega södd í sund auj bara! Fór snemma í sund því ég vildi njóta sóalrinnar og synda mikið.
Gerði bæði! Synti 1000 metra á fullum spretti – stoppaði nánast ekki neitt. Ojá mín góð bara 😀
Nú jæja svo fór ég að athuga með Subaruinn minn. Og þar voru nú fréttir. Aldeilis. Við erum bara búin að keyra á bílnum stórundarlegum alveg síðan í janúar því hann var allur í skralli, pústið, og eitthvað fleira bara beyglað og ónýtt. Fleiri hundruð þús. tjón maður. En það er nú kaskó trygging sem betur fer. Gott að ég fór af stað með þetta allt saman. Fínt þegar þetta verður búið.
Nú jæja og þá er spurningin afhverju bloggar maður – og þá ekki gáfulegra blogg en ég t.d. gerir. Það er skemmtileg spurning. Ég held ég bloggi til að svala þessari ótrúlegu þörf minni til að skrifa. Mér finnst oft auðveldara að hugsa um hlutina ef ég skrifa þá niður og svo er þetta eins konar dagbók. Kannski getur lestur þess glatt einhvern – það væri gaman, víst er amk að mér myndi finnast leiðinlegt ef enginn kíkti í heimsókn. Það koma að vísu ekkert margir hingað á degi hverjum – kannski færri en ég vil – og þó. Það er svo sem ekki gott að hér komi inn hver sem er af götunni – þeir svo sem endast ekki lengi í öllu þessu orðagjálfri sem hér ríkir.
*******
Mig dreymdi yndislegan draum í nótt. Hann var svo ljúfur og góður að það var næstum óhugsandi að vakna. Voru svo góðir straumar í honum að ég vissi að ég þarf ekkert að óttast á næstunni. Það er gott veganesti inn i daginn. Guð geymi ykkur og verndi. Kveðja Inga

Svei mér þá alla mína daga…


…en ég held í alvöru að það sé hægt að vera of mikið líkamsræktartröll!!!! Eða a.m.k. er ég að gera meira líkamsræktarlega séð heldur en ég hélt að væri MÖGULEGT! Ég bara meina það. Ég fór í Styrk í dag – eftir að hafa verið svo syfjuð í morgun að ég gat ekkert sorterað sokka eða neitt – varð bara að sofa og sofa og sofa og rétt svo gat náð í Styrk. Nennti ekki neinu – bullaði og ruglustampaði eins og mér einni er lagið en fór samt í öll tækin og meira að segja ógeðstækið og bévaða pressuna sem er loksins komin í lag! Úff hvað maður getur verið latur – sem kemur sér vel í sundlauginni á off-sunddegi en ekki í Styrk – passar ekki alveg! En samt fór ég djöflaðist og svitnaði svoleiðis að það rann af mér svitinn lengi dags. Við Vilborg erum ótrúlegar ég segi það satt. Og svo kem ég heim úr pottunum, í pottana – elda þennan fína mat (já ég sjálf) út með hundinn í 45 mín labb og ég veit ekki hvað og hvað! Er þetta bara að gera sig? Og ég alltaf syfjuð á morgnana þannig að ég kem engu í verk – en nú ætla ég að fara að sofa og vona að ég sofi í alla nótt en vakni ekki 10 sinnum við einhver undarlegheit hér í húsinu. Jæja sem sagt. Einn góður dagur að baki í ræktinni! Lof jú all.

Ég sver að það er sól og hiti úti!

…og já ég er á Selfossi! Ég hef nú sett í uppþvottavél farið út á snúru, sópað gólf og viðrað teppi auk þess náttúrulega að hafa farið með Aðalstein og Ragnheiði í vinnuna og allt þetta fyrir klukkan 9:20 – geri aðrir betur. Reyndi meira að segja að hitta á Jóa töff á bílaleigunni en það gekk nú ekki eins vel :D. Hringi í karlinn á eftir. Verst að Bjartur át fægiskófluna þannig að ég á erfitt með að sópa upp draslinu:D

Ég er nú að fara út og flokka sokka og reyna bara að henda hinum sem eiga sér ekki félaga – ég meina hvað er með sokka og þetta heimili? Skil þetta bara ekki.

Annars var Hildur búin að lofa því að koma – hver veit nema hún standi við það!

Annars er allt ágætt að frétta þannig lagað – bíllinn á verkstæði og fer vonandi í réttingu seinni partinn, Aðalsteinn fer snemma að sofa og Ragnheiður er sama ljósið. Hvorugt nenna þau nú samt út með hundinn. Ég skrönglaðist út með hann í gærkveldi – labbaði til Vilborgar þar sem hún var svo góð að hjálpa mér með ákveðin atriði varðandi hárið ;-). Ég þrammaði svo fram og til baka um Tröllhólana á meðan ég beið eftir Ragnheiði. Þar býr líklega eini hundurinn sem er eitthvað í líkingu við Bjart í fjörugheitum og því var mikilvægt að reyna að halda þeim svolítið aðskildum. Það voru því 45 mín sem fóru í göngutúrinn í gær hið minnsta – ferlega stolt af mér – ég er nú með hælsæri og allt :D. En jæja sem sagt ekkert að frétta. Kveðja IE

ps: ég meina það – stjörnuspáin mín sem ég fæ á netinu upp á dag og klukku er spúgilí akkúrat þettar vikurnar:

The process, not the end product, is the point. Once you remember that, you’ll find that you’re able to breathe much easier. Enjoy yourself during the journey and you’ll find that the destination is almost beside the point.

Gaufast, paufast og skýjaborgir reistar


Svona stígvélastyttu á Hildur systir. SVoldið flott. Hún er svo mikið babe!


Ég hef brotið saman þvott, talað við Gunna á réttingaverkstæðinu – mikið að þeir voru ekki búnir að bjóða stuðarann upp! En þar lá hann enn blessaður og þeir ætla að taka bílinn fyrir mig þegar þeir hjá verkstæðinu hafa lokið sér af við hann. Kannski næst þetta fyrir helgi. Það væri nú gaman – það er svo góð spá. Ef ekki þá bara skítt með það.

Ég nenni náttúrulega engu frekar en endranær varðandi námið – ég næ bara ekki takti við þetta Það er eins og ég þurfi að slugsa svoldið áður en ég verð dugleg.

Og hvað á ég svo að gera með hana Aldísi sem er bara í verkjakasti upp í sveit með hnéð sitt. Oh my god hvað ég vorkenni henni litlu lúsinni minni. Og ég ekkert hjá henni að hjálpa henni – maður er einhvern veginn bundin í báða skó. Jæja nóg í bili – fer að gera eitthvað – er komin með hælsæri af þessu útstáelsi okkar Bjarts og ég labbaði bara í 25 mín í gær – kom öll blóðug heim. Það dugir ekki að slá svona af. Ég held að Baldur minn hafi haft rétt fyrir sér með labbið eins og ýmislegt annað – þessi vika hefur amk verið léttari í Styrk en aðrar að mörgu leyti enda klst ganga á dag með hundinn bara góð viðbót. Vona a hælsærið grói fljótt. Má ekkert vera að því að hafa svoleiðis.

Mbl.is er bleikur í dag

Það er ekki úr vegi að Ingveldur verði það líka. Verst að bleiki bolurinn minn er í þvotti – ég skil ekki að kona eins og ég eigi bara einn bleikan bol – ja það er af sem áður var. Mér finnst að mbl.is eigi alltaf að vera bleikt. Það er miklu flottara hvort sem er.

Nú er frúin að finna sér til morgunmat. Dagurinn í gær var ágætur inn á milli stórkostlegra katóstrófía – ég sver að ég er haldin einhverri dularfullri sjálfseyðingarhvöt… Mjög spes verð ég að segja. Dísa segir að það sé vegna þess að ég kæri mig ekki um að láta segja mér fyrir verkum. Það held ég að geti verið svolítið satt hjá henni – 🙂 Það er náttúrulega ein bilunin til. Það er annars ekkert leiðinlegt að vera klikkhaus. Bara alveg í fínu lagi.

Bíllinn minn er orðinn í meira lagi vinstriskreiður á akstri – þó svo dekkin virðist bein þegar ég legg honum með stýrið beint. Ég fór því á verkstæði í morgun og komst að því að bíllinn minn er keyrður 20 000 km á 7 mánuðum – ekki lítill akstur það. Ég verð líka að fara að koma honum á réttingaverkstæði – ég get ekki lagt í neina leiðangra með þetta svona allt í skralli. Ég lít á það á morgun. Voðalega óskaplega mikið að gera hjá mér – varla að ég megi vera að því að bæta bílastússi við. Skil ekki hvernig ég get verið í fullri vinnu ég segi það satt :-).

Jæja best að koma í sig morgunmatnum, skrá allt hjá sér og koma sér í stemmningu fyrir Styrk og sundið. Ég hélt það yrði sól í dag þegar ég vaknaði – amk á köflum en það hefur algjörlega farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim blessuðum að skilja það – nú sést hvergi í blátt og það hellirignir. Enda erum við Bjartur bara í rólegheitum hér. Kannski geri ég eitthvað af viti í dag. Það er nú hið góða við morgnana – það býr svo mikil von í þeim (þegar kvíðinn lætur ekki á sér kræla.) Kveðja og ekki gleyma að konur eru helmingur þjóðarinnar – er einhver ástæða til að þau hlutföll sjáist ekki alls staðar?

Sunnudagur með sín fyrirheit

Hó Erla ég á goflskó! Því fyrr sem ég lýk við verkefnið – því fyrr kemst ég í golfið. Ég öfunda Erlu ekkert smá að leika golf á Englandi þessa dagana – þar er víst ekkert sérlega slæmt veður 😀

En nú er ég búin að koma mér fyrir hér við borðstofuborðið og ætla mér að læra í allan dag – og fara svo í göngu með Bjart í kvöld og kannski klippa viðjuna ef hann skyldi nú hanga þurr áfram.

Það er annars makalaust hvað ég nenni þessu ekki. En ég er með plan. Ég á eftir að gera um 8. kaflann í grænu og nú geri ég það bara snöggvast. Svo dúndra ég mér í verkefnið – ég meina ég kann þetta nú heilmikið og hef lítið hugsað um annað en námsmat síðustu vikurnar.

Stór ákvörðun tekin síðasta sólarhringinn: Áfanginn sem mig langaði í verður ekki kenndur næsta haust og það eru engir áfangar í boði sem mig langar í – því…. hef ég ákveðið að fara ekki í neinn kúrs í haust. Skella mér bara í einstklingsmiðunina eftir áramót.

Þar sem ég er viss um að Guð sé með mér í liði lít ég svo á að þetta séu skilaboð um að koma líkamsræktinni á koppinn og einbeita mér að því sem ég er með í pottunum um þessar mundir. Því meira sem ég hugsa um þetta þá hugnast mér þessi hugmynn æ meira. Ekkert nám fyrir jólin – nammi namm…. Ætli það sé ekki nóg samt.

Bestu lærdómskveðjur, Inga svellkalda sem bíður eftir golfinu (kannski ég taki einn lítinn hring á æfingavellinum í fyrramálið ha?)

Að kveldi sama dags: Ekkert lært. Svoldið eldað, sofið og farin rosa ganga með Bjart yfir mýrar, móa og mela – hélt ég væri í sjálfheldu. Gangan var ekki styttri en 55 mín – og ég veit ekki hvort okkar var þreyttar ég eða hundurinn :D. Helv… gott bara. Aðalsteinn kominn heim heilu að höldnu. Guði sé lof fyrir það. Ragnheiður í æðisgengnu letikasti. Þetta var bara góður dagur. Takk fyrir það.

…athyglishlé nr. 35

Ég er ekki nokkur manneskja í að læra í dag – nenni því ekki bara. Fann einhverja Black og Wiliams (já með einu ell-i)og er búin að prenta út einhver ósköp…. svo hef ég lesið mbl. is, vedur.is, horft á rigninguna, lesið í Educational Leadership, skrifað nokkur tölvubréf og svona. Lesið blogg hjá hinum og þessum….
Ég hef komist að því að ég skrifa ekki nógu gáfuleg blogg. Ég þarf að skrifa meira svona eitthvað gáfulegt. T.d. um þjóðmálin, skólamál, já bara svona eitthvað annað en veðrið og sjálfa mig – sem er nú hvorugt gáfulegt um þessar mundir….
Vissuð þið að þegar maður er fullorðinn og á sér duldar hugsanir þá getur maður eiginlega ekki sagt neinum frá þeim? Þær verða að leyndarmáli sem vex innra með manni og öðlast sjálfstætt líf …. Ekki það ég hafi einhvern tímann sagt einhverjumfrá duldu hugsununum mínum fyrr en þær eru dauðar og marklausar – sem er kannski bara eins gott. Það er skrítið að eiga sér leyndarmál – þó einskisvert sé – ég er ekki mikil svona leyndarmálakona… En það er nú annað mál. Ætti ég ekki að fara að gera eitthvað – nú eða bara fara heim að sofa og koma aftur síðar…. Þetta er hvort sem er ekki að gera sig!
Sjálfsagi – hvar fæst hann?
ps:Hvar er Erla?

Fleirum hefur liðið eins og mér greinilega

Í draumi sérhvers manns eftir Stein Steinarr

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.

Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.

Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þöng, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.

Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins er þú sjálfur draumur hans.

Til hamingju með daginn elskurnar!

Er ekki bara vel við hæfi að hafa mynd frá Þingvöllum hér og blessuðum fánanum okkar? Það held ég nú. Og já víst getur himinninn verið blár á stundum! Hvaða stundum er ekki alveg vitað en ég las á mbl.is að það gæti hugsanlega mögulega og e.t.v. hætt að rigna um hádegið. Já það væri það!
En nú er ég út í skóla að byrja á því að ljúka við lokaverkefnið mitt hjá Ingvari – ég nenni því alls ekki – hef engan anda í brjósti í þetta verkefni – en ég skal ljúka því hið fyrsta. 80 stundir segir Ingvar að það eigi að taka en ég er nú búin með eitthvað af þeim klukkutímum myndi ég ætla. En samkvæmt því verð ég aldrei búin með það fyrr en um næstu helgi – og tel mig góða ef það gerist. Ég ætla ekki að segja að það komi til með að liggja á mér eins og mara og eyðileggi fyrir mér sumarfríið eða neitt svoleiðis drama – ég bara vinn í því og geri það sem ég get og skila því svo – og verð þá aðeins glaðari en áður. Ég ætla sko að vera pollróleg yfir þeim verkefnum sem lífið færir mér þetta sumarið og eitthvað áfram.
En að öðru. Ég finn á öllu að við Vilborg erum að sigla inn í erfiða (r) vikur núna. Við upplifum okkur pínulítið eins og góð kona orðaði það í líkamsræktarfangelsi – er líf okkar ekkert annað? Verður það einhvern tímann eitthvað annað og er það að skila okkur því sem við viljum.
Víst er að þetta er þrusu erfitt – það rennur af okkur svitinn í stríðum straumum, maður er rígbundinn í báða skó (ég er það nú hvort sem er útaf akstrinum á stráknum), og svo vildi maður kannski miklu frekar liggja einhver staðar og gera ekki neitt. Það er því mál að líta á björtu hliðarnar Vilborg mín og sjá hvort við getum ekki litið til þeirra á næstu dögum þegar ég bara finn það á mér að allt fari fjandans til – eins og fyrir um mánuði síðan eða svo!
Við erum búnar að vera í líkamsræktarátakinu í 70 daga og það er enginn smá munur á kerlingunum:
  • Vilborg lítur út eins og sýningarstúlka og fegurri en nokkru sinni!
  • Vilbort er líka miklu hraustari
  • Ég er 8 kílóum léttari en ég var 24. apríl
  • Ég vikta mig reglulega og horfist í augu við tölurnar
  • Ég fer í 40 – 60 mín göngur eins og ekkert er – daglega. Ég gat gengið í 10 mín með góðu móti fyrir ekki svo löngu.
  • Ég er miklu sterkari í höndunum og get borið ótrúlegustu hluti sem ég loftaði ekki áður
  • Ég finn aldrei til í bakinu
  • Ég er miklu betri í kálfunum – þeir eru meira að segja að mýkjast upp.
  • Ég borða hollari mat
  • Ég er oggu pínu pons geðbetri
  • Ég er útitekin
  • Ég er að taka líf mitt til gagngerrar endurskoðunar – innra með mér sem ytra.

Líklega get ég bætt einhverju fleiru við og vissulega kostar þetta sitt. Það þarf að færa fórnir, þetta er drullu erfitt og það er svakalega erfitt að þurfa að takast á við galla sína og brotalamir til 25 ára upp á hvern einasta dag. Það er líka ógeðslega erfitt að hugsa til þess að um leið og maður er farinn að eiga örlítið náðugri daga í Styrk þá þarf að þyngja á ógeðstækinu, fara hraðar á hjólinu og lyfta meira. En þannig næst árangurinn.

Það er líka svolítið tough að hugsa til þess að á hverjum einasta degi eyði ég 150 mín í líkamsrækt allt með öllu. En þannig er þetta í sumar og vonandi næst að byggja góðan grunn til að halda áfram næsta vetur.

Það sem veldur mér ugg er hins vegar það að ef ég breyti ekki matarræðinu – þá fer allt í sama horfið um leið og ég slaka á í Styrk og hreyfingunni. Og einhvern tímann kemur að því myndi ég ætla. en þá verð ég að hugsa. Nei ég verð að hreyfa mig og ég verð að hætta að svindla á kvöldin. Þetta er einfaldlega líf sem ég kýs mér og lífstíll sem ég ætla að halda mig við…. En afhverju finnst mér svo erfitt að trúa að ég geti það?

Afhverju hef ég ekki þessa trú á sjálfri mér sem til þarf…. kannski afþví ég er svo raunsæ? Svartsýn – og svo þegar ég hugsa um það – þá finnst mér ég hafa verið í líkamsrækt forever – en það eru bara 70 dagar komnir! Oh my god. (mér finnst það nú líka lengra því ég fór í nudd til Baldurs í byrjun febrúar og þá byrjuðu nú hjólin að snúast).

Og svo þarf ég bara ekkert að fara meira til Baldurs því það er ekkert að mér – og ég er haldin aðskilnaðarkvíða útaf því. Oh my god – en nú er ég farin að læra –

og hana nú

Ég á mér líklega ekkert líf!


Sæl elskurnar – ég er á lífi – hef þó skilað matardagbókinni! Oh my god. Best að setja ótrúlega pæjulegan skó bara og gá hvort það reddi ekki deginum. Ég fæ þó plús fyrir að skrifa vitleysuna sem ég ét! Nú er sem sagt planið að hafa einn rugldag í viku – laugardag t.d. – eða einhvern annan dag og kaupa þá allt ruglið og éta það þá í staðinn fyrir að vera að smá maula það alla vikuna. En vitið þið það ég er samt ekkert að borða af óhollustu miðað við það sem ég gerði – bara svo ég taki það fram – en það er nóg samt. Baldur var sko ekki par ánægður með þessar færslur mínar – sagði að ég hefði sko bara ekkert lært. Sem er nú ekki rétt – ég kann nú ýmislegt ég bara næ ekki að framkvæma það. En það er gott að fá svona spark í rassinn. Maður þarf að herða sig og kaupa gáfulega inn og svona. Og svo eiga krakkarnir ekki að veifa framan í mig nammi- heyrið þið það Aðalsteinn og Ragnheiður! Ef ykkur þykir vænt um mömmu ykkar þá eigið þið að fela nammið ykkar! Oh my god.

En fór í Styrk og á ógeðsstillinguna á ógeðstækinu – hélt ég dræpist. En það er ágætt að halda það – bara slappa vel af á eftir. Ég verð náttúrulega að auka mér þol og styrk. Ég er nú farin að finna það núna – það er auðveldara að standa upp – ég er betri í göngunum með Bjarti mínum óþæga og þetta er nú allt að koma- en þá bara bætast við nýjar stillingar í Styrk og ég þarf að reyna á mig enn frekar – já þetta er barningur bæði við æfingarnar og matinn. En lífið heldur áfram. Ég held að mín leið í því að léttast sé að hreyfa mig og svo hugsa djúpt um að breyta matarræðinu – það er nefnilega svo fljótt að fara í sama farið. Ég veit ekki hvort ég er matarfíkill, sælgætisgrís eða hvað- ég veit bara að ég verð að hugsa um allt sem ég set ofan í mig því annars er ég búin að setja eitthvað skrítið þar niður. Það er átak að brjótast út úr 20 ára vitleysu og eins og frænka mín ein sagði sem hefur náð frábærum árangri – það má ekki verðlauna sig endalaust með mat – verðlaunin verða að vera af öðrum toga. En nú nálgast ég 10 kg og þá förum við Vilborg í Bláa lónið – það verður nú gaman – já og eitthvað fleira. Nú langar mig í heila Blush flösku sem ég á í ískápnum. Svei mér margar hitaeiningar í því! Kveðja Inga bloggóða sem á sér ekkert líf nema í bloggheimum. Já og Aðalsteinn er kominn til Akureyrar blessað barnið.