Í dag er ég búin að slæpast, synda 1000 metrana, bíða eftir sólinni í sundi sem lét nú svolítið bíða eftir sér – en lenti ekki heldur í rigningu sem þó hefur gengið hér yfir á stærðargráðunni monsoon. Segi það satt.
Er samt bæði búin að borða hádegismat og morgunmat – allt á réttri leið skoho. Eða þannig. Það eru svolitlar sveiflur í þessu hjá mér. Ég er náttúrulega svoldið klikkkuð.
En engu að síður – 10 kg farin – 20 smjörlíkisstykki – mig myndi nú muna um að bera þau með mér hvert sem ég færi. Mín 10 kg sem eru farin – eru aflveg jafn mikil og þung og hjá öðrum sem þurfa að losna við bara 10 kg en ekki mörgum sinnum það. Þau bara sjást ekkert eins vel og ég á svo mörg önnur 10 kg að það tekur því kannski ekki að nefna þau. Maður má amk ekki missa stjórn á sér – heldur horfa til næstu 10 kg.
Bless elskurnar, Inga í tóminu

