Fyrsta útilegan án Páls ..


í uppsetningu og frágangi er nú að baki. Aðalsteinn hjálpaði mér að tjalda á Þingvöllum á yndislegum stað þar sem Bjartur fékk að spóka sig um og rífast eftir þörfum í hinum mestu makindum. Og veðrið var frábært. Það var nú reyndar enn betra í dag en í gær. En sem sagt byrjum á byrjuninni.

Ég náttúrlega get ekki látið þennan tjaldvagn standa hér á bílasatæðinu heilu og hálfu vikurnar án þess að gera eitthvað í því og hvað þá veðrið var eins og núna um helgina. Ég hringdi í Þórunni fornvinu mína og bað hana um að koma með mér – og haldið þið ekki að sú hafi bara alveg verið til ;). Við Aðalsteinn skunduðum á Þingvöll á nýhálfviðgerðum Subaru og tjölduðum þar en það gekk frábærlega vel. Ekki málið! Gaman að vita það af eigin raun.

Nú svo kom Þórunn og við kjöftuðum frá okkur allt vit – hún er svo frískandi hún Þórunn. Skemmtilegt og klár. Var næstum dauð úr kulda og blessaði því hitarann í bak og fyrir og leyfði honum að loga svolítið – sofnaði þá og svaf þar til börnin á tjaldstæðinu gengu berserksgang árla morguns. Það var því lítið sofið. Svo kom dýrðardagur með sól í hjarta og sól í sinni. Meira talað og slakað á. Bjartur eins og lítið ljós – algjör dýrð.

Nú svo leið þetta bara – okkur Þórunni tókst að taka vagninn saman og allt gekk eins og best var á kosið heim. Ég er bara ánægð með mig.

Kimi missti Schumi fram úr sér í Montreal – sem er fínt þar sem ég seldi Kimi og fékk mér Scumi – Alonso vann eftir endalaust klúður McLaren manna – Kimi er einhvern veginn ekki að hitta á það bara svei mér þá. En sem sagt. Engin heilsurækt – hroðaleg matardagbók – samt ekki nærri eins slæm og hún hefði getað verið. En glötuð samt. Ég fæ að heyra það – sjúdirarirei. Á ekki annað skilið.

Gott frí – góð helgi og hlakka til næstu útilegu – er einhver memm?

Ykkar Inga

Færðu inn athugasemd