Just another day in Paradise


Það tilkynnist hér með að ég hef borðað morgunmat. Það er þá frá. Ég fór í ótrúlega fínt matarboð til Vilborgar í gærkveldi, bara við tvær og svo Rúnar Ísak sundhetjukappi. Ægilega fínn matur. Ég hefði mátt borða meira af grænmeti samt. Er aðeins að detta niður í því. En ég sæki bara í mig veðrið á ný.

Svo er ég með svolítið samviskubit yfir því að hafa ekki bara farið með hundinn út að labba þegar ég kom frá Vilborgu í gærkveldi. Það var náttúrulega bara aumingjaskapur en ég var bara einhvern veginn búin að ákveða að gera það ekki – heldur fór Aðalsteinn með hann.

Ekki nóg með það var hann ekki bara búinn að búa um mömmu sína með öllu hreinu og ég veit ekki hvað og hvað, Ragnheiður fór og þreif bílinn sinn og ég bara held þau séu að verða vitlaus svei mér þá alla mína daga!

Ég fæ líklega bílinn í dag en það er verið að panta allt undir hann, hvarfakútinn/pústið, einhverjar ramma og gjarðir sem vantaði líka en annars er hann alveg kominn í lag aksturslega – nema náttúrulega krafturinn – hann vinnur ekki nema hálft á við það sem hann á að gera vegna þessarar beyglu í pústinu. En það hefur dugað hingað til – það er ekki sá ofsaaksturinn á okkur:D Ég hef saknað hans ósköp mikið – finn að þetta er svakalega góður bíll að keyra – meira að segja þó hann hafi verið hægri sinnaður úr hóf. Skil ekki enn hvernig þetta gat farið fram hjá mér – en svona er þetta.

Mig langar svolítið í útilgu um helgina. Kannski maður finni sér friðsælan stað til að tjalda á – vona bara svo sannarlega að vagninn hafi verið alveg þurr síðast þegar hann var tekinn saman. Oh my God.

…og svo er Formúla – nú hefst lokaspretturinn – þe upphafið af honum og ég þarf að koma mer á topp 100 og ekkert múður með það. Hef algjörlega gefið McLaren upp á bátinn. Fyrir nú utan þau ósköp að þeir geta ALDREI neitt í Kanada.

Ps: Bernie Ecclestone er maðurinn á bak við Formúlu 1 sjónvarpsréttinn og gerði í raun íþróttina svona vinsæla – í Evrópu amk. Kanarnari hafa aldrei verið sérlega spenntir fyrir henni og ekki bætti úr skák að í fyrra pökkuðu öll Michelin liðin saman og kepptu ekki neitt. Þegar Bernie var spurður að því hvort ekki væri slæmt ef ekki yrði haldinn kappakstur að ári í USA eins og efni standa jafnvel til þá sagði gamli maðurinn:

„What do we get from America? Aggravation, that’s about all. If you say ‘good morning’ over there and it’s five past 12, you end up with a lawsuit.

Færðu inn athugasemd