Gaufast, paufast og skýjaborgir reistar


Svona stígvélastyttu á Hildur systir. SVoldið flott. Hún er svo mikið babe!


Ég hef brotið saman þvott, talað við Gunna á réttingaverkstæðinu – mikið að þeir voru ekki búnir að bjóða stuðarann upp! En þar lá hann enn blessaður og þeir ætla að taka bílinn fyrir mig þegar þeir hjá verkstæðinu hafa lokið sér af við hann. Kannski næst þetta fyrir helgi. Það væri nú gaman – það er svo góð spá. Ef ekki þá bara skítt með það.

Ég nenni náttúrulega engu frekar en endranær varðandi námið – ég næ bara ekki takti við þetta Það er eins og ég þurfi að slugsa svoldið áður en ég verð dugleg.

Og hvað á ég svo að gera með hana Aldísi sem er bara í verkjakasti upp í sveit með hnéð sitt. Oh my god hvað ég vorkenni henni litlu lúsinni minni. Og ég ekkert hjá henni að hjálpa henni – maður er einhvern veginn bundin í báða skó. Jæja nóg í bili – fer að gera eitthvað – er komin með hælsæri af þessu útstáelsi okkar Bjarts og ég labbaði bara í 25 mín í gær – kom öll blóðug heim. Það dugir ekki að slá svona af. Ég held að Baldur minn hafi haft rétt fyrir sér með labbið eins og ýmislegt annað – þessi vika hefur amk verið léttari í Styrk en aðrar að mörgu leyti enda klst ganga á dag með hundinn bara góð viðbót. Vona a hælsærið grói fljótt. Má ekkert vera að því að hafa svoleiðis.

2 athugasemdir á “Gaufast, paufast og skýjaborgir reistar

  1. Gaman að sjá þennan skó. Hann er í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Je minn ég var búin að gleyma að Dísa færi í aðgerð þann 8. Þvílíkt sjálfsmið – ekkert verið að pæla. Ég ætlað að líta við hjá þér í fyrramálið – tek sjensinn á að þú verðir ekki einhvers staðar að púla.

    Líkar við

  2. OMG aumingja Dísa!! Bið ægilega vel að heilsa henni – var hún í aðgerð? Og Inga mín, maður Á að vera latur stundum! Sérstaklega þegar maður er búinn að vera svona SVAKALEGA duglegur eins og þú undanfarið. Þá verður maður aðeins að slappa af og hlaða batteríin aftur. Vona að hælsærið lagist fljótt – það á vist að fara að viðra svo ljómandi vel til gönguferða uppúr helgi!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd