Sund skvamp og busl


1000 metrar að baki í dag og mikið busl í vaðlauginni. Það var meira að segja sól og ég finn fyrir roða á herðunum. Þetta væri í fínu lagi ef það væri ekki 1000 litlar m og m hnetur í maganum mínum núna og ekkert annað. En nú er ég líka farin að versla í kvöldmatinn. Takk fyrir lesturinn, það er hvatning. Inga

p.s að kveldi sama dags: 50 mín labb með Bjart í kvöld. Ég held kannski að ég sé að ofgera mér eitthvað – eða kannski þetta sé bara almennur aumingjaskapur að vera væla þetta alltaf. Nú eru það samt eki kálfarnir heldur höfuðið. Ég þarf að spyrja einhvern sem er vanur að hreufa sig hvernig hreyfing virkar – það sem ég held að sé merki um bráðan bana er kannski bara eðlileg viðbrögð líkamans við auknu blóðstreymi – hvernig á ég að vita það? Ég sem hef aldrei gert neitt um æfina líkamlegt svei mér þá – eða ég fer að hallast að því.

2 athugasemdir á “Sund skvamp og busl

  1. m og m borðar þú það??ussh ég fæ samviskubit þegar ég les bloggið þitt… mikið þarf nú hún dóttir þín að farað hreifa sig :S 😦

    Líkar við

  2. Hrikalega hress hér eftir spriklið og verð bara með rauðari og rauðari bauga þegar líða tekur á kvöldið og hvítari og hvítari nær augunum húhúú…. ég lýg því ekki að ég yrði líklega send í panda búrið ef dýragarðsvörðurinn væri á ferð.Ég hef greinilega líka fengið nokkuð góðan skammt af sól úffffff…..ekkert þolir maður.Já Ragnheiður ég mæli með ræktinni og ekki er sundið síðra!!(mamma þín hefur aldeilis heilaþvegið mig haha……..ég hélt ég myndi aldrei mæla með sundi við nokkurn mann)kv.Villa

    Líkar við

Færðu inn athugasemd