
Mér þykir nú sem hreyfingaáætlun Ingveldar sé komin í nokkrar öfgar. Það er Styrkur, sund (synti nú ekkert í dag en það er mjög mjög mjög erfitt að vera lengi í pottinum), en þangað fer ég með Vilborgu yfirsnúllu og Rúnari sundhetjukappa! því hann er á sundnámskeiði. Nú að þessu loknu hefst eldamennska – sem er í meira lagi úr karakter við þá stuttu og svo er farið með Bjart í meira en 30 mín göngu dag hvern þar sem Páll er bara í Færeyjum að spóka sig:-)
En ég er sem sagt komin í sumarfrí – o já. Búin að vinna í Sunnulæk í bili. Það er nú svei mér skemmtilegt. Verst að aumingja Ásta Björk er lasin en hún hristir það nú vonandi af sér.
Nú í þessu öllu saman, svimanum, kíðaköstunum yfir svimanum – sem kemur e.t.v. í kjölfar kvíðakastanna ekki alveg ljóst hvort kemur á undan eggið eða hænan í þeim efnum, er ég komin með ýmsar umbótaáætlanir.
Ég ætla að vera pollróleg yfir:
Draslinu
Garðinum
Vekja Aðalstein á morgnana
Akstri barnanna minna með öðrum börnum
Akstrinum á Kiðjaberg
Peningaleysi
Tjaldvagninum
F1 liðsstjóranum og þar með Formúlunni
og gera svo eitthvað í þessu öllu jafnt og þétt í sumar þannig að í ágúst geti ég sagt að sumarið hafi verið dásamleg hvíld og ánægja. Ekki eins og fyrra….
Það var nú meira sumarið.
Jæja elskurnar – góðar kveðjur Frá Ingu sem er með logandi verki í herðum og hálsi, aum í kálfum og rennandi blaut eftir þá mestu rigningu sem ég hef fyrirhitt á mínum göngum – sem eru nú eki margar reyndar.
Kveðjur Inga