
Það kannski fer að vora á Íslandi? Þó er nú nóg af græna litnum – því verður ekki neitað en það hefur rignt ægilega undanfarið og ég hélt nú svona prívat og persónulega að ég yrði úti í sundi í gær – en það slapp nú allt til.
En sem sagt. Búin að koma Aðalsteini fram úr og í vinnuna, fá mér kaffi, kodda, ab mjólk og tvo súkkulaðimola! Já og eina peru. Já þannig að stóru orðin í gær eru kannski ekki alveg að virka ha?
Reynum áfram. Ekki dugir að gefast upp.
Nú er bara að halda áfram og ljúka verkunum hér í skólanum og svo verkefninu hjá Ingvari. Verð að vera dugleg við það. Fyrst verð ég líklega að taka svoldið til heima. Ég hef eiginlega bara ekki tíma til neins það er svo gasalega mikið að gera í líkamsræktinni og akstursmálum. En ég læt ekki deigan síga.
Ég fór út með pottormu Bjart í gær í góða göngu áreiðanlega í 40 mín. Hann er óttalegur pjakkur gormurinn sá en ég á áreiðanlega eftir að hafa gott af því að labba með hann. SVo þarf ég bara að finna mér stað til þess að viðra hann á.
Haldið þið ekki að ég þurfi að fá mér tölvu með skjá svo ég sé ekki alltaf með hausinn svona í horfa niður stellingu?
Svo kom Björk með þá skýringu á eymslunum í herðunum að þetta séu náttúrulega bara harðsperrur og aumir vöðvar en ekki endilega bólgur. Það þótti mér fín skýring. Spurning þá hvort ég sé ekki að rembast of mikið – með of mikla þyngd á fyrst ég er svona aum. Ja það væri það. Ég get samt ekki verið minni manneskja en Vilborg – hún fær ekkert að taka fram úr mér í vigtinni 😀 o nei. Jæja best að fara að gera eitthvað svo ég geti farið í sund með góðri samvisku á eftir. Kveðja ykkar algjörlega misheppnaða ekki borða óhollt snúlla Inga.
Baráttukveðjur til elsku Dísu sem er í aðgerð.