Blogger dauður!! …en upprisinn

Vóhó – blogger bara búinn að liggja niðri í marga daga mar! Ég hef samt ýmislegt brallað. T.d. þyngt ógeðstækið þvílíkt að ég er lurkum lamin mar – er enn að svitan hálftíma eftir að ég hætti. Púff. En að gera þetta að gamni sínu :D.

Ég fór líka á miðvikudaginn – hitti meira að segja hann Baldur minn! veit nú ekki alveg til hvers – en ég veit það samt. Það þarf einhvern til að halda mér á mottunni mar. Ég er svindlari af guðs náð – það þarf að vera stígandi í þessu öllu saman.

Verð að keyra Palla og sækja Aðalstein. Bið að heilsa í bili – ykkar Inga

2 athugasemdir á “Blogger dauður!! …en upprisinn

  1. Tíhíhí – svei mér þá alla mína daga – var nú svoldið heavy sko. Gott að hafa svona peppara með sér líka 😀 Við komum Vilborgu á þessa stillingu á mánudaginn. Sú á eftir að hvessa sig – svona næstum eins og yfir leiðinlega tækinu hennar sem hún bara þverneitar að fara á LOL

    Líkar við

Færðu inn athugasemd