Hárgreiðsla og ENGIN LÍKAMSRÆKT

Það er svo dásamlegt til þess að vita að hún Ingveldur kemst varla upp stigann í Sunnulæk – hefur aldrei verið móðari, meira illt í fótunum, þreyttari og verr upplögð en einmitt á eins mánaðar líkamsræktarafmælinu!

Þetta er náttúrulega bara unaður
Mér finnst þetta ekki fyndið og til að fullkomna óskapnaðinn át ég PIKNICK .
Ég afber ekki raunveruleikann og afber ekki að ég sé látin horfast í augu við hann!
Hver er tilbúinn að segja að strúturinn lifi ekki bara fínu lífi???
En dúllurnar fóru nú í klippingu og litun blessaðar. Sem er nú góðra gjalda vert.
Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir minni því nú er allt hitt ennþá meira áberandi sem að er. Hrmpf bara

Já og….

….mér líður enn alveg eins.

Þó það séu margir klukkutímar síðan ég fór í fýluna…..

Greinilega svoldið alvöru geðvonskukast. Enda er þetta ekkert grín þetta líf.

Er farin að sofa til að bíða þetta af mér……

Og hver var svo sem að biðja um þetta?!?

Já var það ekki bara!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er nefnilega það!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er ekki eins og þetta sé einhver sæla þessar #$#%&&%$### Styrkferðir. Onei – í fyrsta lagi hefur maður ekkert vit fyrir sjálfum sér – djöflast þangað til maður sér stjörnur, hnígur nánast niður af mæði og er rauður eins og karfi og gott betur

NEI – það er ekki nóg með það!!!!!!!!!!!!!!!!!

Heldur léttist maður ekki neitt!!!!!!!! $%&#“##$%$#$%$$$##$

Ég er mjög pissed

OG EKKI NÓG MEÐ ÞAÐ ÞA´VAR ÉG AÐ KAUPA MÉR SUMARKORT Í STYRK

ER EKKI Í LAGI??????????????????????

OG ÉG ÆTLA EKKI EINU SINNI AÐ BYRJA AÐ TALA UM HÁLfVITAHÁTTINN Í MÉR VARÐANDI MATARRÆÐIÐ. þessi matardagbók – My arse, dísuss.

Ég fer undir sæng og kem ekki þaðan fyrr en allir jöklar eru horfnar af Íslandi og hana nú!!!!!!!!

PS:Og svo getur McLaren ekkert í F1 og Kimi er áreiðanlega að fara til Ferrari. Er ekkert að gera sig í mínu lífi eða hvað?

já nema þið náttúrulega……..

Sund, nudd, spjall og ljúfur dagur

Jæja þetta var nú svei mér góður dagur. Tók meira að segja til í kringum og á kennaraborðinu mínu. Já ímyndið ykkur það! Það er allveg eins og þarna eigi manneskja sem vinni aldrei neitt 😀 Passar alveg í mínu tilviki.

Nei nei – ég var nú mætt fyrir sjö í morgun og ætla að gera hið sama á morgun. Það verður svo sem ekki um mig sagt að ég sinni ekki vinnunni minni. Það er bara svoldið skrítið að vinna ekki tvöfaldan vinnutíma á viku hverri. En svona er nú forgangsröðin þessa dagana og ég ætla ekkert að sjá eftir því (hummm)

En að því sem ég veit að þið bíðið spennt eftir – hvað gerði gellan í dag? Nú það var stormað í sund og synt á góðu gasi 600 m. Hrein dásemd náttúrulega. ÉG skil ekki að ég eigi ekki bara heima í sundlaug.

Sigurlín pantaði fyrir mig blöðkur og kork og ég get ekki beðið eftir að synda með þeim – það er svo gaman að fá fjölbreytnina. Ekki það að nein stöðnun sé komin í málin nú þegar – enda bara búin að fara þrisvar sinnum eða svo, tíhíhí. Er merkilega stirð í kálfunum. Held samt að það sé að lagast.

Staðan er sem sagt sú að það mætti halda að það væri hásumar þegar ég synti og fór í golf upp á hvern dag en nú er ég byrjuð tveimur mánuðum fyrr – og ætla að reyna að halda út næsta vetur líka. Nei ég ætla ekki að reyna. Ég ætla að halda út næstu ár líka.

Ef ég trúi ekki á þetta þá verður ekki neitt úr neinu. Face the Fear!

Næst á dagskrá er að gera matardagbók – átti að skrifa í dag – svoldið erfitt…..

Ég eiginlega fæ kvíðakast yfir skömmunum nú þegar – en hvað á ég svo sem annað skilið. Oh my god mig skortir allan sjálfsaga. Er eiginlega hálfgerður aumingi…. Sigh

En annað frábært – fór í alveg frábæran nuddtíma. Ummmm það er svo gott að vera í nuddi þegar maður fær aðeins að finna fyrir því – veit ekki alveg hvernig ég verð á morgun 😉 verð kannski ekki svona kokhraust þá. En amk held ég haus enn og búin að fara til Bjarkar með nammi til erfðaprinsins á Kiðjaberg þar sem hann er að paufast við að læra fyrir íslenskuna. Litla grjónið.

Ragnheiður er að ,,læra“ fyrir íslensku. Tekur sér æði oft athyglishlé þykir mér – en við skulum sjá hvað setur. Hún á eftir að finna sig blessunin – ég er viss um það.

að lokum: Svo er komið með æfingafélögunum Vilborgu og Ingveldi að þær verða að fara saman í klippingu og litun því annars er ekkert svigrúm fyrir æfingar. Þetta er svo flókið líf skal ég segja ykkur að vera líkamsræktargellur – það er sko ekkert smá. En við verðum (og erum náttúrulega) pæjur while we are at it – I tell you.

En hvað ég get blaðrað – nú skal ég hætta – enda mest að tala við sjálfa mig svei mér þá.

Já já það gengur á ýmsu

Þetta er nú búin að vera meiri leiðinda helgin. Mér hefur ekkert orðið úr verki. Bara vorkennt mér verki aftan á hálsinum og komst reyndar að því á laugardag eftir ægilega erfiðan dag að ég ætti ekki að vera í vinnu – þetta væri svo ógeðlega erfitt að vera til. Var betri í gær og dembdi mér í tvær fermingarveislur hjá Agnesi Eir og Eyþóri – báðar voða fínar veislur og góður matur.

Hafði svolitlar áhyggjur af vigtinni og var að hugsa um að stíga ekki á hana í morgun í Styrk en lét mig hafa það. Sá svo sem ekki eftir því :D.

Við Vilborg fórum strax kl 9 í morgun og máttum ekki seinni vera því undir 11 þegar við vorum búnar með allt þá var orðið svo stútfullt að það var óskaplegt. En þrátt fyrir mikla geðvonsku og almenna vansæld vorum við ógeðslega góðar og vorum ótrúlega öflugar. Við hlökkum báðar til að fara í sund á morgun. Það er svona eins og hvíld frá þessu púli þarna í salnum og á tækjunum.

Björk þessi elska lét mig hafa slóð á frábæra síðu þar sem hægt er að halda utan um æfingarnar sínar, þyngdina, líkamsmálið og guð má vita hvað. Nú er bara að fylla inn í og fylgjast með. Það er ótrúlega margt að gerast hjá okkur og við megum ekki gleyma því að þetta er erfitt og það er líka leiðinlegt að hafa horfst í augu við það að vera bara í alveg ömurlega lélegu formi. Þó er nú Vilborg náttúrulega ímynd heilbrigðisins miðað við mig – hún er æði bara. Í dag vorum nú ekki þær einu sem roðnuðum og svitnuðum í ræktinni en það lá við. Skrambi sem við tökum vel á því.

Hafði það gott í dag elskurnar. Ég veit þetta hlýtur að liggja upp á við þó brekkan virðist strembin.