Himnarnir hrynja í huganum


…og ofaná allt annað kemst ég ekki í Styrk í dag út af matarklúbb. Ætla að fara á morgun en ég veit ég verð áreiðanlega of þunn til þess. Annars er ekkert víst ég súpi á – ég er svo fúl og leið og geðvond og já svona almennt bara hin leiðinlegasta að best væri að sleppa því alveg hreint. Er nú að fara að semja starfsmannapistil og það sem meira er að reyna að hafa hann skemmtilegan. Ja það væri verkefnið. Matarboðið á að vera suðrænt og seiðandi – og ég á engin föt, enga skó, ekkert gott skap….Dísuss

Þetta hlýtur að rjátlast af mér – mér hefur sjaldan tekist að vera svona geðvond lengi – þarf sérstakt lag til svei mér þá.

Sem sagt engin líkamsrækt – át súkkulaði með Silvíu Nótt sem virðist vera að gera Eurovision að einhvers konar leikmynd fyrir sig – ég er viss um að hún er að gera bíómynd eða eitthvað. Ekkert farin að borað í dag – ét því doritos og drekk breezer með. To hell With it – þetta er bara einn af þessum dögum.

Á morgun verður betri dagur og næstu dagar enn betri jafnvel. Bestu kveðjur frá hinni fúllyndu Ingveldi

Go Silvia Night

Skór fyrir Silvíu Nótt
Ég skil ekki afhverju það var púað á greyið!
Ég veit heldur ekkert hvernig þetta gekk hjá henni er svo blessunarlega laus við allt tónlistareyra. Hún datt amk ekki eða neitt.
Hjá mér er allt á hægaganginum.
Tók það rólega í sundinu í dag og er að reyna að komast í gegnum daginn bara.
Á fullt í fangi með það.
Er farin með Bjart á meðan úrslitanna er beðið held ég bara svei mér þá.

Já já það er sko í lagi að vera þreyttur…

ef maður kemur því í verk sem maður ætlar sér og nýtur þess vel og lengi á eftir. Ég er sko búin að gera prófið – ekki seinna vænna, það var í dag – tíhíhí. Gerði það í gærkveldi sem betur fór! Hefði held ég ekki sofið ef ég hefði ekki komið því í verk. Svaf þess vegna bara agætlega í nótt. Ojá.

Var hins vegar svo þreytti í dag að ég héld ég myndi verða vitlaus. En ég finn þetta er á uppleið núna.

Svoldið leiðinlegt að stíga á vigtina – það bara gerist ekki neitt – nema ég heldur þyngist frekar en hitt – en ég bíð róleg. Ég ætla að fara vigta mig bara á föstudögum. Ég held það sé fínn dagur til að vigta sig. Mér finnst þetta mjög pirrandi, því ég er ekki að borða neina vitleysu – farin að borða á morgnana, hætt að borða á kvöldin – ja svona allt að þvi. Vantar bara að kaupa meira grænmeti og svona þarf að borða eins og hálfu kg. meira af því á dag.

Brúsagellurnar voru svo þreyttar í dag að þær voru að drepast – fóru nú samt í Styrk – djöfluðumst þar eins og okkur þótti hæfa. Vilborg tók ógeðstækið, ég var á göngubrettinu og hjólinu og reyndi að ganga hratt í 12 mín samfleitt. Ég var nú ekki 40 mín í brennslutækjunum í dag en það sem var- var hratt. Ég var með æluna í hálsinum og búin að búa á salerninu frá því á hádegi því mér var svo illt í maganum en ég fór nú samt – harkan sex! Og allt gekk vel. Vilborg náði meira að segja úr sér einhverri geðvonsku sem hún taldi sig búa yfir – sem hún fór vel að merkja ákaflega vel með í dag.

Þá er nú ekki til einskis farið.

Hún Björk mín á afmæli í dag elsku ljósið. Hún er orðin 37 blessunin – hún verður nú alltaf litla skottið og hetjan mín um leið.

Aðalsteinn er kominn heim frá Danmörku alsæll og fallegur. Það er nú meira hvað ég á falleg börn. Og Ragnheiður litla letiklessan mín náði öllu- þó það væri ekki neinn glæsibragur á því. Ég veit hins vegar að hún á eftir að sækja í sig veðrið. Hún verður eitthvað merkilegt en umfram allt hamingjusöm vona ég.

Bless elskurnar, Ingos

P.s: Ég held ég fari að gera matardagbók aftur, svo ég hafi einhverja yfirsýn yfir þetta. Skil ekki afhverju ég léttist ekki eins og ég djöflast. En svona er þetta víst. Góðir hlutir gerast hægt.

Er hægt að vera þreyttari en ég er núna?


Ég er ekki viss – svei mér þá. Stærðfræðiprófið svona um það bil ógert. Öll ljósritun eftir og samningin að stóru leyti. Og ég er svo syfjuð að ég get ekki andað. Ég get ekki heldur sofið, og alls ekki hugsað. Ég verð bara að reyna að vakna snemma í fyrramálið. Mér finnst of mörg áreiti herja á mig. Ég má ekkert vera að neinu öðru en vera í líkamsrækt. Allt annað er of mikið. Ekki veit ég hvernig ég kemst í gegnum hringinn í Styrk á morgun – en ég geri það – það er klárt.

Þetta verður allt betra ef ég slysast til að sofa í nótt. Mér finnst svo leiðinlegt hvað ég sef illa í þessari líkamsrækt minni – það er líklega því ég er að gera of mikið – eða það segir líkamsræktarbókin hennar Ragnheiðar að geti verið ástæðan.

Við Palli förum og náum í vagninn á eftir – er þá ekki komið sumar? Ætli ég verði ekki að reyna að fara út í skóla og gera þetta próf- ég sef ekki ef ég á það eftir. Jú er það ekki bara ráð.

Lítið synt í dag – 600 m en það var meira en nóg eins og mér leið.

Góðan og blessaðan sólskinsdaginn


Það ætlar ekki að láta af blessaðri blíðunni þó tæpast hafi getað verið hlýtt í nótt. En a.m.k. er útsýnið gott héðan úr Sunnulæk. Ég er búin að svæla í mig tilskipuðum morgunmat með tilheyrandi velgju og tíma – ég er um 20 mín með einn disk af koddum og ab mjólk. Mér finnst verulega vont að borða fyrst á morgnana. Þess vegna geymi ég það þar til ég er komin í skólann – kaupi mér smá tíma en það gengur lítið skárr. En ég gefst ekki upp. Svo þarf ég að laga hve langt líður á milli mála um miðjan daginn. Já já þetta er bara verkefni sem manni er falið af foreldrum sínum og guði almáttugum að hugsa um musteri sálar sinnar.

Ég var að lesa á bloggsíðu konu sem var næstum 190 kíló og er á danska kúrnum og hefur misst ógrynni kílóa á ekki svo mjög löngum tíma. Hún var að fjalla um ástæðurnar fyrir offitunni – þær séu alltaf einhver vanlíðan – maturinn sé flóttaleið. Einhver óhamingja liggi að baki.

Það má vel vera – ég er nú ekki óhamingjusamari en hver annar og er nú samt þessi ógnarinnar fitubolla þannig að kannski er það að finna sér einhverja vansæli í lífinu bara ein hækjan til – eitthvað til að hengja vandann á, eitthvað annað en mann sjálfan.

Mér var alltaf sagt sem krakki að ég væri feit – ég hef aldrei heyrt annað og þegar ég var 168 sm
og 67 kíló söng þetta viðlag í eyrum mínum alla daga bæði af fjölsyldu og vinahópnum. Ég held að ástæðan liggi nákvæmlega þar. Það sáu allir hvert stefndi en enginn gerði neitt í því að hjálpa mér á rétta leið með fræðslu. Heldur var bara sungið hærra og margraddaðra. Ég gafst bara upp og þetta varð hluti af neikvæðri sjálfsmynd sem mótaðist sértaklega á hörmungarárum mínum á Laugarvatni. Með árunum hefur síðan vandinn vaxið því ÉG gerði ekkert í honum. Eftir að ég fór að hreyfa mig fyrir um 8 árum varð viðsnúningur ég hætti að þyngjast og stundum léttist ég en alltaf fékk ég kraft og næringu til þess að hafa veturinn af. Þetta gerðist hins vegar ekki síðustu tvö sumur í lífi mínu og því má segja að hrun hafi átt sér stað í vetur andlega og heilsufarslega. Nú held ég að ég sé búin að vinna nokkurn bug á því en ég finn ekki þessa óhamingju alla saman sem ég á að þjást af. Ég er ekkert óhamingjusöm, ég átti bestu bernsku í heimi og á frábæra vini, yndisleg börn sem veita mér hæfilegt aðhald og jarðbindingu og er í bestu vinnu í heimi auk þess sem ég fæ að endurmennta mig og bæta við mig þekkingu. Ég á skemmtileg áhugamál og ágætis hús og dásamlegan hund sem er aleinn heima.
´
Vansæld mín ef einhver er, býr í því að ég er ekki fullkomin – ég læt hluti viðgangast sem ég veit að ég ætti eitthvað að gera í – og nú hef ég tekið á einum þeim þætti – mér sjálfri. Það er góð byrjun.

Og nú fer ég í að gera 9. kaflann í grænu bókinni góðu um námskrárfræðin sem sá hinn síðasti fyrir utan þann 8. sem ég geri um leið og aðalverkefnið mitt í áfanganum.

Nokkru síðar: Ég hef ekki enn fundið óhamingjuna í lífi mínu (nú sem stendur er það þó hægfara McLarenbíll sem skrönglast um Barcelónabrautina og hinn hættur keppni- en ég er ekki að horfa – bara að fylgjast með á netinu.)

Ps enn síðar: Ætti að vera að vinna að námsmati þar sem við Sædís og Ásta erum að vinna af okkur einn dag – en sá þá að ég varð að lesa bloggið hennar Stínu. Fann þar þetta:

Stal þessu frá Stínu sem tal þessu frá Tullu sem báðar eru systkinabörn mín:
1. Aldrei í lífi mínu: myndi ég fara upp í Eiffel turninn
2. Þegar ég var fimm ára: var ég hörku nagli
3. Menntaskóla árin voru: ömurleg, Fsu árin miklu betri
4. Ég hitti einu sinni: geimfara
5. Einu sinni þegar ég var á bar: fannst mér ég aldrei þurfa að fara á svoleiðis stað aftur og hef staðið við það.
6. Síðastliðna nótt: sváfum við Bjartur nokkuð vel en vöknuðum mjög snemma.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: vona ég að það sé ekki jarðarför
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: hávaðasama ljósritunarvél
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: tvær Kristals+flöskur og flotta veskið mitt.
10. Hvað eru margir dagar í afmælið mitt: Ah það hlýtur að vera næstum ár.
11. Ef ég væri karakter skrifaður af Shakespeare: væri ég lady Macbeth
12. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég búin með 20 einingar í framhaldsnáminu mínu
13. Betra nafn fyrir mig væri: óhugsandi nú þegar ég hef loksins vanist því.
14. Ég á erfitt með að skilja: afhverju ég er eins og ég er
15. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég snerti þig þegar ég hlæ með þér
16. Fyrsta manneskjan sem ég myndi þakka ef ég myndi vinna verðlaun væri: Baldur sjúkraþjálfari og mömmu
17. Farðu eftir ráðum mínum: því í þeim felst minn sannleikur. Komstu svo að þínum eigin og þá er málið leyst
18. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: oj morgunmatur! En þar sem ég verð að borða morgunmat strax og ég vakna eða allt að því myndi ég vilja hafa það AB mjólk í Kitchen Aid blender með berjum og banana.
19. Why won’t someone: just adore me from morning to sunset
20. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: mér yrði mjög óglatt
21. Heimurinn mætti alveg vera án: afbrýðisem og fíkniefnavanda22. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: sleikja öskubakka
23. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: heftari
24. Ef ég geri e-ð vel, er það: vegna þess að ég hef fenið næstum manískan áhuga á því eða fyrir hreina tilviljun.
25. Og að lokum: Hrósum hvert öðru og dáumst að okkur um leið.

Ég er ólíkindatól alltént

Planets in Signs
Sun in Aries:You are wonderful at getting things started. Your direct, forthright energies fire others up.
Mercury in Aries:You express yourself quickly, clearly and directly.
You come right to the point.
Venus in Aries:Your love nature is ardent and direct. The object of your affection knows where he/she stands with you at all times.
Mars in Virgo:You are hard-working and intent on attending to all the details.
Er nema von ég óttist um úthaldið. Annars finnst mér makalaust hvað svona stjörnudót getur passað – eða hvað finnst ykkur?

Dísuss


Eruði ekki að grínast?!?

1. Alonso Renault M 1. 1:15.816 3 4. 1:15.124 3 1. 1:14.648 16
2. Fisichella Renault M 2. 1:16.046 3 2. 1:14.766 6 2. 1:14.709 16
3. M.Schumacher Ferrari B 3. 1:16.049 5 1. 1:14.637 3 3. 1:14.970 16
4. Massa Ferrari B 11. 1:16.359 4 7. 1:15.245 3 4. 1:15.442 15
5. Barrichello Honda M 9. 1:16.266 5 8. 1:15.258 3 5. 1:15.885 15
6. R.Schumacher Toyota B 8. 1:16.234 6 6. 1:15.164 6 6. 1:15.885 16
7. Trulli Toyota B 6. 1:16.174 6 3. 1:15.068 6 7. 1:15.976 16
8. Button Honda M 4. 1:16.054 5 5. 1:15.150 3 8. 1:16.008 16
9. Raikkonen McLaren M 12. 1:16.613 3 9. 1:15.422 3 9. 1:16.015 16
10. Heidfeld BMW M 10. 1:16.322 3 10. 1:15.468 6 10. 1:17.144 16
11. Webber Williams B 14. 1:16.685 3 11. 1:15.502 6
12. Montoya McLaren M 7. 1:16.195 4 12. 1:15.801 7
13. Rosberg Williams B 16. 1:17.213 3 13. 1:15.804 6
14. Villeneuve * BMW M 5. 1:16.066 3 14. 1:15.847 6

ÉG hefði átt að kaupa Schumma eða Massa eða einhvern og gera þannig út um málið frekar en kaupa aumingja Villa sem þarf þar að auki að fá nýja vél! Button úti að skíta en þeir félagar Kimi og Monty þeir ná ekki einu sinni að hafa hægðir þeir eru bara lost in space. 1 stopp – ekkert stopp?

Ég er hætt að fylgjast með F1 þetta er hvort sem ekkert spennandi nú á tímum heilsuræktar. Væri meira vit að fara út með hundinn í göngu – það segði Baldur amk.

CHRIST!

Sumarið er tíminn…

Í fullkominni veðurblíðu, ró og sátt við flest er ég mætt út í skóla, staðráðin í því að læra undir drep þessa helgina – sleppa að horfa á F1 (nema kannski….) amk ekki tímatökurnar enda er það fyrirkomulag sem er í gangi núna svo leiðinlegt að mig verkjar í allar tær og eyrnasneplana líka.
Í dag eru meira að segja malargryfjurnar í Ingólfsfjalli fallegar. Dóttirin kom slompuð og ástfangin heim í nótt alsæl þrátt fyrir að hafa verið lamin í framan með bjórdós – sem henni fannst mjög ósanngjarnt. Henni finnst ekki að neinn eigi að lemja sig – og veistu mér finnst það gott veganesti út í lífið.
Páll hélt uppá Færeyjarferð og afmæli í gærkveldi og nótt og kom sæll og ánægður heim sömuleiðis. Aðalsteinn í Danmörku og við Bjartur höfðum það bara gott.
Til hvers að kvarta þegar lífið er svona gott við mig eins og í dag?
Ekki neins. Njótið sólarinnar – berið á sólsettið ykkar, finnið til luktir og kósídót í garðinn og fáið ykkur heitt kakó með AMARETTO líkjör í kulinu í kvöld. Ummmm
Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt og augu þín verða himinblá, ójá

Sumarið er tíminn
þegar hjartað verður grænt
og augu þín verða
himinblá, ójá

Sumarið er tíminn

þegar þjófar fara á stjá
og stela hjörtum
fullum af þrá, ójá
Þér finnst það í góðu lagi
Þér finnst það í góðu lagi
Þér finnst það í góðu lagi,
ó já
Sumarið er tíminn
þegar kvenfólk springur út
og þær ilma af dulúð og sól, ójá
Sumarið er tíminn
þegar mér líður best
með stúlkunni minni
upp á Arnarhól, ójá
Bubbi

Baldur farinn í frí!



Jæja elskurnar, nú er mín í góðum gír eins og sjá má!

Ég vaknaði bara svona ægilega vel upplögð. Var svo glöð að sjá krakkana í skólanum og fannst þau enn sætari í dag en í gær. Hvernig getur dagur sem byrjar þannig verið annað en góður? Svo er maður með æfingafélaga eins og Vilborgu sem er þar að auki vina mín. Sigurlín kom með í Styrk og hvur veit hvað!



Þó skórinn sé nú svoldið svona ekki ég – kannski einum of gylltur og steinum prýddur þá bara stóðst ég ekki mátið. Ég er svo ótrúlega happý eitthvað og ánægð með mig – eins og þessi skór. Hann er alveg að springa úr ánægju með sjálfan sig!

Ég hef komist að því að ég hef tapað 5,5 kg frá 24. apríl og það bara getur ekki talist slæmt! Ég get gert ýmislegt þegar ég kem heim – bara svona ef ég almennt nenni því 😀 þannig að þrekið er að aukast til mikilla muna.

Ég er í 40 mín í brennslutækjunum – þar af 20 mín í hvert sinn í ógeðstækinu á þokkalega erfiðri stillingu, tek spretti á göngubrettinu og hjóla hraðar en nokkru sinni. Þyngdin eykst í salnum og ég syndi 2 daga í viku og er komin upp í 900 metra rúmlega þar og fer 3 daga í ræktina. Ég meina getur þetta verið betra? Næsta skref er að halda áfram auk þess að næsta vetur verð ég að koma þessu inn í vinnutímann minn einhvern veginn. Annars kemur þetta ekki til með að ganga.

Ég fékk í mig grilljón nálar í dag – lokahnykkurinn á hálsverknum sem ég er alltaf með – hann hefur nú lagast en mér er alltaf illt. Er ótrúlega aum. Baldur segir samt að ég sé orðin góð og útskrifuð í bili (amk næstu 3 vikurnar). Ég segist alveg vera tilbúin til að trúa honum svo lengi sem hann yfirgefi mig ekki og fylgist með mér þegar hann kemur til baka. Hann er til í það. Og mikið er ég fegin. Frelsuð og létt sem fiðrildi.

Nú paufast ég við að borða morgunmat en gengur verr að láta ekki líða langt á milli máltíða – miðjan á deginum er svoldið erfið – og fyrir vikið er ég hálf biluð úr hungri á kvöldin.


Já og vitið þið hvað – Amarillo líkjör ku vera frábær með kakói, – en Ameretto er ekki síðri 🙂 Að því komst ég að í dag. Amarillo er skyldur Baylies en Amaretto er mönlulíkjör. Mæli með honum sérstaklega í útilegurnar í kakóið 😀


Og ætla ég ekki að tala um F1. Það væri bara of mikið á svo góðum degi sem þessum.

Ykkar ævarandi þakkláta Inga fyrir að koma hinga og líta við. There is a God