Ef það mætti blóta þá….

…þá myndu koma nokkur vel valin núna. Ég er sko ekki búin að fá nóg af sjálfri mér – ég er búin að fá mikið meira en nóg!

Þetta er ljótasti skófatnaður ever og hann er vel viðeigandi. Litlaus og druslulegur. Oj bara.

Alltaf hressandi að fara í Styrk- hreinlega mannbætandi. Það var nú svei mér gott að ég fór ekki líkamsrækt til að léttast – svei mér gott! Því það er ég sko ekki að gera. Heilu kílóin bætast við á milli daga og allt stefnir í met þennan mánuðinn. Já það er nú svei mér dásamlegt að verða hraustur og enn feitari. Náttúrulega bara unaður. Ekki nokkur einasta furða að maður borgi einhver þúsund fyrir þá sælu mánaðarlega. Ekki nokkur undrun. CHRIST…..

Mér finnst svo gaman að stjörnuspám – það má nefnilega túlka þær á hvern þann hátt sem manni sýnist. Svona er mín í dag:

Here is your horoscopefor Tuesday, May 23:These big changes didn’t pan out exactly as you expected. Could it be that what actually occurred might be better for you in the end? Tie up those emotional loose ends and rejoice fully in what you have.

Það væri það – ha ha ha – en hvenær er sá endir? Eftir 20 kg í plús eða jafnvel 30? Ja það væri gaman að vita það fröken stjörnuspá!

Fór sem sagt í Styrk því sundlaugin var of köld vegna einhverra fjandans vindstiga og bilunar. Ég er ekki ánægð kona í dag. Nú skal þessi matardagbók haldin af viti og ég hætti að éta eftir 20. Ætli það endi svo ekki með því að ég labbi í skólann fram að lokum hans – ég yrði ekki undrandi á því. Það er greinilega ekki í lagi með brennsluna hjá mér skal ég segja ykkur. Og þið þurfið ekki að halda að það sé ekki telið á í Styrk – oh nei – það er svoleiðis djöflast að við þyrftum börur eftir átökin. En sinnir vogin því einhverju – oh nei ekki aldeilis.

Þetta er áreiðanlega allt Baldri að kenna – hvað er hann að fara í frí? Og ef það er ekki honum að kenna þá er það …. hmmmm Bjarti að kenna!

Þeir eru a.m.k. álíka þverir! Sigh, ó mig auma…. En eins og ég sagði í upphafi – sjúkket að ég fór ekki í heilsuræktina til að léttast – það hefði nú verið meiri bömmerinn. Heilsubót er allt sem ég bið um! (Mig langar helst til að garga, lemja frosk og steikja snák)

3 athugasemdir á “Ef það mætti blóta þá….

  1. Jamm en þrátt fyrir allt þá líður okkur vel þarna í nokkrar mínútur nokkrum mínútum eftir átökin hehe…………..er það ekki þess virði ha? Látum ekki deigan síga! Sundlaugin verður vonandi í lagi á morgun sjáumst!

    Líkar við

  2. Inga mín, þú ert nú að byggja upp vöðva með öllum þessum átökum og það vill svo til að vöðvar eru eðlisþyngri en fita… svo ekki gefast upp! Það er líka alveg tilfellið að þessi léttun kemur í skorpum en ekki jafnt og þétt!! Láttu ekki deigan síga!!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd