Svaf í 12 tíma!


Mér finnst einhvern veginn að þessi skór sé svo úr karakter við mitt geðslag þessa stundina að enginn annar kemur til greina. Ég er einhvern veginn hálf klikkuð þessa dagana!

Hlýt samt að vera á réttri leið – svaf í 12 tíma sem hefur ekki gerst í áraraðir – og ég er að meina það. Sem sagt kannski hef ég bara verið þreytt en ekki geðvond. Er enn mjög þreytt – hef því komist að því að ég sé veik. Held mig við þá kenningu…

Kom saman ræðu um yndislega vinnufélaga mína og tókst að vera almennileg í gærkveldi líka. Þannig að þetta er allt á góðri leið ha hu humm.

Enginn styrkur í dag – Sigurlín sagði að það væri MJÖG gáfulegt að hvíla í gær og um helgina. Er sammála því. Held svo hress af stað á mánudag. Hafið þið sé íþróttaskóna mína? Þeir eru horfnir! Evrovison í kvöld – hlýtur að vera skemmtilegt ha? Verð hér heima í rólegheitunum ein líklega. Ég er svoldið mikið ein móðir fullorðinna barna. Over and out

Færðu inn athugasemd