Góðan og blessaðan sólskinsdaginn


Það ætlar ekki að láta af blessaðri blíðunni þó tæpast hafi getað verið hlýtt í nótt. En a.m.k. er útsýnið gott héðan úr Sunnulæk. Ég er búin að svæla í mig tilskipuðum morgunmat með tilheyrandi velgju og tíma – ég er um 20 mín með einn disk af koddum og ab mjólk. Mér finnst verulega vont að borða fyrst á morgnana. Þess vegna geymi ég það þar til ég er komin í skólann – kaupi mér smá tíma en það gengur lítið skárr. En ég gefst ekki upp. Svo þarf ég að laga hve langt líður á milli mála um miðjan daginn. Já já þetta er bara verkefni sem manni er falið af foreldrum sínum og guði almáttugum að hugsa um musteri sálar sinnar.

Ég var að lesa á bloggsíðu konu sem var næstum 190 kíló og er á danska kúrnum og hefur misst ógrynni kílóa á ekki svo mjög löngum tíma. Hún var að fjalla um ástæðurnar fyrir offitunni – þær séu alltaf einhver vanlíðan – maturinn sé flóttaleið. Einhver óhamingja liggi að baki.

Það má vel vera – ég er nú ekki óhamingjusamari en hver annar og er nú samt þessi ógnarinnar fitubolla þannig að kannski er það að finna sér einhverja vansæli í lífinu bara ein hækjan til – eitthvað til að hengja vandann á, eitthvað annað en mann sjálfan.

Mér var alltaf sagt sem krakki að ég væri feit – ég hef aldrei heyrt annað og þegar ég var 168 sm
og 67 kíló söng þetta viðlag í eyrum mínum alla daga bæði af fjölsyldu og vinahópnum. Ég held að ástæðan liggi nákvæmlega þar. Það sáu allir hvert stefndi en enginn gerði neitt í því að hjálpa mér á rétta leið með fræðslu. Heldur var bara sungið hærra og margraddaðra. Ég gafst bara upp og þetta varð hluti af neikvæðri sjálfsmynd sem mótaðist sértaklega á hörmungarárum mínum á Laugarvatni. Með árunum hefur síðan vandinn vaxið því ÉG gerði ekkert í honum. Eftir að ég fór að hreyfa mig fyrir um 8 árum varð viðsnúningur ég hætti að þyngjast og stundum léttist ég en alltaf fékk ég kraft og næringu til þess að hafa veturinn af. Þetta gerðist hins vegar ekki síðustu tvö sumur í lífi mínu og því má segja að hrun hafi átt sér stað í vetur andlega og heilsufarslega. Nú held ég að ég sé búin að vinna nokkurn bug á því en ég finn ekki þessa óhamingju alla saman sem ég á að þjást af. Ég er ekkert óhamingjusöm, ég átti bestu bernsku í heimi og á frábæra vini, yndisleg börn sem veita mér hæfilegt aðhald og jarðbindingu og er í bestu vinnu í heimi auk þess sem ég fæ að endurmennta mig og bæta við mig þekkingu. Ég á skemmtileg áhugamál og ágætis hús og dásamlegan hund sem er aleinn heima.
´
Vansæld mín ef einhver er, býr í því að ég er ekki fullkomin – ég læt hluti viðgangast sem ég veit að ég ætti eitthvað að gera í – og nú hef ég tekið á einum þeim þætti – mér sjálfri. Það er góð byrjun.

Og nú fer ég í að gera 9. kaflann í grænu bókinni góðu um námskrárfræðin sem sá hinn síðasti fyrir utan þann 8. sem ég geri um leið og aðalverkefnið mitt í áfanganum.

Nokkru síðar: Ég hef ekki enn fundið óhamingjuna í lífi mínu (nú sem stendur er það þó hægfara McLarenbíll sem skrönglast um Barcelónabrautina og hinn hættur keppni- en ég er ekki að horfa – bara að fylgjast með á netinu.)

Ps enn síðar: Ætti að vera að vinna að námsmati þar sem við Sædís og Ásta erum að vinna af okkur einn dag – en sá þá að ég varð að lesa bloggið hennar Stínu. Fann þar þetta:

Stal þessu frá Stínu sem tal þessu frá Tullu sem báðar eru systkinabörn mín:
1. Aldrei í lífi mínu: myndi ég fara upp í Eiffel turninn
2. Þegar ég var fimm ára: var ég hörku nagli
3. Menntaskóla árin voru: ömurleg, Fsu árin miklu betri
4. Ég hitti einu sinni: geimfara
5. Einu sinni þegar ég var á bar: fannst mér ég aldrei þurfa að fara á svoleiðis stað aftur og hef staðið við það.
6. Síðastliðna nótt: sváfum við Bjartur nokkuð vel en vöknuðum mjög snemma.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: vona ég að það sé ekki jarðarför
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: hávaðasama ljósritunarvél
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: tvær Kristals+flöskur og flotta veskið mitt.
10. Hvað eru margir dagar í afmælið mitt: Ah það hlýtur að vera næstum ár.
11. Ef ég væri karakter skrifaður af Shakespeare: væri ég lady Macbeth
12. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég búin með 20 einingar í framhaldsnáminu mínu
13. Betra nafn fyrir mig væri: óhugsandi nú þegar ég hef loksins vanist því.
14. Ég á erfitt með að skilja: afhverju ég er eins og ég er
15. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég snerti þig þegar ég hlæ með þér
16. Fyrsta manneskjan sem ég myndi þakka ef ég myndi vinna verðlaun væri: Baldur sjúkraþjálfari og mömmu
17. Farðu eftir ráðum mínum: því í þeim felst minn sannleikur. Komstu svo að þínum eigin og þá er málið leyst
18. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: oj morgunmatur! En þar sem ég verð að borða morgunmat strax og ég vakna eða allt að því myndi ég vilja hafa það AB mjólk í Kitchen Aid blender með berjum og banana.
19. Why won’t someone: just adore me from morning to sunset
20. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: mér yrði mjög óglatt
21. Heimurinn mætti alveg vera án: afbrýðisem og fíkniefnavanda22. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: sleikja öskubakka
23. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: heftari
24. Ef ég geri e-ð vel, er það: vegna þess að ég hef fenið næstum manískan áhuga á því eða fyrir hreina tilviljun.
25. Og að lokum: Hrósum hvert öðru og dáumst að okkur um leið.

1 athugasemd á “Góðan og blessaðan sólskinsdaginn

  1. Vá þvílíkt blogg. Hvað getur maður sagt eftir svona tjáningu. Væri svosem mörgum hollt að velta fyrir sér stærstu áhrifaþáttunum í lífi manns. Kveðja

    Líkar við

Færðu inn athugasemd