Hárgreiðsla og ENGIN LÍKAMSRÆKT

Það er svo dásamlegt til þess að vita að hún Ingveldur kemst varla upp stigann í Sunnulæk – hefur aldrei verið móðari, meira illt í fótunum, þreyttari og verr upplögð en einmitt á eins mánaðar líkamsræktarafmælinu!

Þetta er náttúrulega bara unaður
Mér finnst þetta ekki fyndið og til að fullkomna óskapnaðinn át ég PIKNICK .
Ég afber ekki raunveruleikann og afber ekki að ég sé látin horfast í augu við hann!
Hver er tilbúinn að segja að strúturinn lifi ekki bara fínu lífi???
En dúllurnar fóru nú í klippingu og litun blessaðar. Sem er nú góðra gjalda vert.
Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir minni því nú er allt hitt ennþá meira áberandi sem að er. Hrmpf bara

Færðu inn athugasemd