Jæja þetta var nú svei mér góður dagur. Tók meira að segja til í kringum og á kennaraborðinu mínu. Já ímyndið ykkur það! Það er allveg eins og þarna eigi manneskja sem vinni aldrei neitt 😀 Passar alveg í mínu tilviki.
Nei nei – ég var nú mætt fyrir sjö í morgun og ætla að gera hið sama á morgun. Það verður svo sem ekki um mig sagt að ég sinni ekki vinnunni minni. Það er bara svoldið skrítið að vinna ekki tvöfaldan vinnutíma á viku hverri. En svona er nú forgangsröðin þessa dagana og ég ætla ekkert að sjá eftir því (hummm)
En að því sem ég veit að þið bíðið spennt eftir – hvað gerði gellan í dag? Nú það var stormað í sund og synt á góðu gasi 600 m. Hrein dásemd náttúrulega. ÉG skil ekki að ég eigi ekki bara heima í sundlaug.
Sigurlín pantaði fyrir mig blöðkur og kork og ég get ekki beðið eftir að synda með þeim – það er svo gaman að fá fjölbreytnina. Ekki það að nein stöðnun sé komin í málin nú þegar – enda bara búin að fara þrisvar sinnum eða svo, tíhíhí. Er merkilega stirð í kálfunum. Held samt að það sé að lagast.
Staðan er sem sagt sú að það mætti halda að það væri hásumar þegar ég synti og fór í golf upp á hvern dag en nú er ég byrjuð tveimur mánuðum fyrr – og ætla að reyna að halda út næsta vetur líka. Nei ég ætla ekki að reyna. Ég ætla að halda út næstu ár líka.
Ef ég trúi ekki á þetta þá verður ekki neitt úr neinu. Face the Fear!
Næst á dagskrá er að gera matardagbók – átti að skrifa í dag – svoldið erfitt…..
Ég eiginlega fæ kvíðakast yfir skömmunum nú þegar – en hvað á ég svo sem annað skilið. Oh my god mig skortir allan sjálfsaga. Er eiginlega hálfgerður aumingi…. Sigh
En annað frábært – fór í alveg frábæran nuddtíma. Ummmm það er svo gott að vera í nuddi þegar maður fær aðeins að finna fyrir því – veit ekki alveg hvernig ég verð á morgun 😉 verð kannski ekki svona kokhraust þá. En amk held ég haus enn og búin að fara til Bjarkar með nammi til erfðaprinsins á Kiðjaberg þar sem hann er að paufast við að læra fyrir íslenskuna. Litla grjónið.
Ragnheiður er að ,,læra“ fyrir íslensku. Tekur sér æði oft athyglishlé þykir mér – en við skulum sjá hvað setur. Hún á eftir að finna sig blessunin – ég er viss um það.
að lokum: Svo er komið með æfingafélögunum Vilborgu og Ingveldi að þær verða að fara saman í klippingu og litun því annars er ekkert svigrúm fyrir æfingar. Þetta er svo flókið líf skal ég segja ykkur að vera líkamsræktargellur – það er sko ekkert smá. En við verðum (og erum náttúrulega) pæjur while we are at it – I tell you.
En hvað ég get blaðrað – nú skal ég hætta – enda mest að tala við sjálfa mig svei mér þá.
Hæ Inga mín!>Loksins hef ég tíma til að kíkja almennilega á bloggið þitt og skrifa eitthvað og svona!>Mikið asskoti ertu annars alltaf dugleg, dúllan mín. Það mætti halda að þú gengir um með kjarnakljúf eða eitthvað sem sér þér fyrir orku, þú ert svo afkastamikil! Hafðu engar áhyggjur af því þó matardagbókin hökti aðeins fyrst – þú manst, ef manni mistekst eitthvað í fyrstu tilraun (eða annarri, eða þriðju, eða fjórðu…) þá bara reynir maður aftur! Er það ekki það sem maður segir blessuðum börnunum alltaf? ;o) Engin ástæða til að fá kvíðakast yfir því! Ég kem svo einhverntíma á næstunni og kíki til þín!
Líkar viðLíkar við