Nálar og ná-kvíði

Dísuss kræst!

Minn elskulegi sjúkraþjálfari verður náttúrulega ekki ánægður fyrr en hann verður búinn að ganga svo fram af mér að ég verð annað hvort orðið mesta líkamsræktartröll norðan Alpafjalla eða hálfu meiri vesalingur en ég er! SIGH

Ó mig auma!

Ég fór sem sagt í nálastungur í gær. Hélt að þar og þá væri runnin upp mín síðasta stund. Var nú eitthvað stressuð í aðdragandanum – hafði hálf stokkið út úr skólanum í miðju samtali og hálfkláruðu máli fyrir nú utan það að Styrku og minn títtnefndi sjúkraþjálari stressar mig alltaf svolítið í aðdragandanum (sem þýðir vel að merkja að stresslevellinn er einhvern veginn allur að aukast þar sem ég er nokkuð tíður gestur þarna innan dyra (kannski er það frekar vigtin, ógeðstækið og göngubrettið sem stressar mig – ja það væri það)).

Sem sagt ég fékk smá nudd – afar langþráð því ég var orðin eins og herptur kjúklingu. Nú jæja svo tók maðurinn upp nálar sínar og stakk mig alla í ökkla, hendur og herðar og háls. Og það var ekki nein smá aðkenning að ,,ég held ég sé að deyja úr einhverju“ sem ég fékk þá (sem er mjög vinsælt viðfangsefni hjá mér þegar ég er í stress og kvíðakasti – óttast það greinilega mjög að deyja þegar kvíðinn er kominn). Já já nálar í sársaukapunktinn í hendurnar ollu því að ég fékk þennan rosavöðvakipring í hægri hendina – eins og sinadrátt, varð öll meira en lítið undarleg og enn meira kvíðin (sem kallar á enn meiri undarlegheit) og ofan á allt saman fékk ég stingandi verk í bakið þar sem hryggurinn er skemmdur.

Vitið þið það ég held að nálastungur séu galdrar
ég er að verða álíka hrædd við þetta og miðla!
Á meðan fór minn maður bara í burtu, talaði í símann og nuddaði annan og kom svo bara í úlpunni til að taka nálarnar úr mér. Ég í stresskasti og hann bara að flýta sér heim úr vinnunni! Ég varð nú bara að fara heim til Vilborgar og láta hana vorkenna mér og róa mig niður, svo varð hún að fara og útrétta og þá varð ég að fara heim, hringdi í Dísu og léta hana vorkenna mér og segja mér að svona nálar gerðu mikið gagn og það væri gott að ég finndi svona mikið fyrir þeim og að því loknu hringdi ég í Björk til að heimta meiri vorkunnsemi. Sem ég fékk með ágætum skilum. Sat svo eins og klessa til 10 – í 6 klst og var með hitamólikúl á miljón í herðunum og kryppunni minni auk verkja í höndunum. Alltaf að halda að ég þjáðist af einhverjum mjög merkilegum sjúkdómi. Svo rjátlaðist þetta nú af mér og ég varð aftur sama kúl kerlingin. Fór að sofa og svaf alveg þar til ég fékk áhyggjukast af Ragnheiði því hún var ekki komin klst. eftir að hún lagði af stað með Aðalstein af æfingu upp á Kiðjaberg. Fór fram hringdi í hana – hún var að sjálfsögðu í fínu standi og horfið á 1 þátt eða tvo úr 10 seríunni af Friends en þeir eru nú að renna sitt skeið á enda blessaðir hjá okkur RP.
Og hvað á svo að gera í þessu bensínverði? Er þetta bara að gera sig? Númast að það þarf að hækka fljótt þegar krónan veikist – það er ekki eins og mig rámi í neinar verðlækkanir upp á 6 krónur í neinni viku þegar hún var styrkjast sem mest. ÓÞOLANDI GLÆPAHYSKI, já og svo ætla Árborgarbúar að kjósa Eyþór Arnalds yfir sig. Oh my god!

Göngubrettið steinlá

Oh jááááá
Sko það er ekki nóg með að ég hafi farið í í salinn í gær – HELDUR LÍKA Í DAG. Við Vilborg tættum og trylltum af stað í dag eins og ekkert var (þ.e. þangað til við komum í Styrk, þá hægðist nú svoldið á :D) Allt útpælt sko- það má ekki missa úr dag og við komumst að því að við áttum bara ekki lausa stund nema í dag og svo á föstudaginn náttúrulega.

En sem sagt þetta var greinilega svoldið bratt hjá okkur kerlingunum. Ég mátti nú ekki mæla á hjólinu eftir nokkrar mínútur svei mér þá. Fannst því rétt að ég færi á helv… göngubrettið og prófaði það þar sem Ásta Björk gjörsamlega sannfærði mig um að ég bara yrði að stilla á brekku á því og æfa mig fyrir golfið.

Ég fór sem sagt á kvikindið – var næstum lent út í verk og aumingja Vilborgu brá svo mikið að hún var næstum lent í veggnum líka! Það er þá ekki eftir…..

Stillti á 10% halla og vappaði þetta í 7 mínútur og var næstum sprungin – mæðin lét ekki á sér standa. Fór svo eftir tækjasalinn í aðrar 7 mín á 8% halla og heldur hægar – það gekk rosa vel. Ég var að vísu svoldið lerkuð í tækjunum en svo jafnaði það sig á seinni hring- maður dokaði bara aðeins við á milli en óð þetta ekki á 100 eins og venjulega. VAr sem sagt í 25 mín í brennslu og fór svo tvo hringi í tækjunum og teygði vel og lengi. Það var svo frábært því það voru svo rosalega fáir – maður hafði bara sviðið alveg útaf fyrir sig! Það er víst mjög rólegt á þriðjudögum.

Eins og þið sjáið þá skipti ég mér ekki af vinnunni hér á blogginu og þá ekki náminu en það drattast nú þarna með líka :D. Meira að segja bútasaumurinn fær að láta ljós sitt skína.

kveðja frá fríkinu

Inga Styrkþegi

Halló elskurnar – tækjagellan hér 😀

Ég fór sko í ræktina á laugardag og í dag – ég segi ykkur það hreina satt. Ógeðstækið – áskorunin fékk sko að finna fyrir því í dag – ég var í 13 mínútur á þrælerfiðri stillingu og 12 á laugardaginn. Ég nálgast 30 mínúturnar í brennslu óðfluga. Er í 12 mín á hjólinu – hey sem sagt ég var lengur á áskoruninni en hjólinu – og það í lok lotunnar. Ég er sko góð mar!

Ég er alveg rúman klukkutíma með öllu – teygjum og þessu öllu saman og mér finnst þetta svo æðilegt. Það er sko farið að móta fyrir upphandsleggsvöððvum og ALLT. Ég hef farið alls sex sinnum. Tíhíhí

Ég var annars búin að útbúa ræðu í kollinum sem ég ætlaði að flytja fyrir Baldur sjúkraþjálfara á miðvikudaginn. Innihaldið átti að vera í þá veruna að þrátt fyrir langa veru mína í Styrk um helgina hefði ég ekkert séð hann. …. Var þá ekki bara minn maður að puða á fullu í morgun – þar fór sá hrekkurinn. Hann varð hins vegar bæði undrandi og bit á að sjá mig – sem ég sagðist nú ekkert skilja í því hann hefði sagt mér að fara tvisvar í ræktina í páskafríinu -. Hann sagðist nú eiginlega ekki hafa búist við því að ég myndi hlýða! Lái honum hver sem vill :-S .

Ég fer með Vilborgu og það er svo yndislegt að hafa einhvern með sér. Við erum svo montnar að við náum ekki andanum. Ég held ég verði að fara að kaupa mér kort í Styrk – hefðuð þið trúað þessu?

Ég lái ykkur það ekki heldur…….

En ekkert kíló farið…..

…enn að paufast

Ekki veit ég nú bara hvað þetta á að þýða? Ég er búin að vera mánudag, þriðjudag, miðvikudag að vinna úr 5. kafla Curriculum bókinni þeirra Marsh og Willis. Að vísu var ég nú svoldið steikt á mánudag eftir líkamsræktina ógurlegu. Á þriðjudag var ég í lostástandi því Baldur vildi að ég færi á vigtina (þorði sko ekki) en var nú samt rosa dugleg var að alveg til 19:00 frá því 7:30

Í gær fór ég svo af stað uppúr sjö og svo í líkamsrækt – vóhó klukkan 11. Ógeðsleg pæja

  • 1. skipti á ógeðstæki – eftir 20 sek var ég nær dauða en lífi og hékk á í örvæntingu í held ég 3 mín frekar en bara tvær.
  • 2. skipti sem ég fór á það var ég í 5 mín á auðveldari stillingu
  • 3. skiptið fór ég á hill stillingu í 6 mín – upp og niður hill
  • 4. skiptið fór ég í 9 mín á hill stillingu sem var stillt á 20 mín þannig að ég fór bara upp í móti og hafðist bara fínt við – hefði alveg viljað fara 12 en ég var svoldið uppgefin á mánudag þannig að ég ákvað að fara ekki yfir strikið. Tíhíhí

Og ég fór á vigtina. Þannig að þá er bara göngubrettið eftir. Ásta segir að ég verði að fara á það því þá geti ég stillt á brekku og þá fái ég svipað átak og í golfinu. Það voru rök sem ég keypti. Ekki það ég hefði farið á þetta bretti – ég enda á að gera allt sem hann segir. Það hefur ekki reynst mér illa hingað til.

Í gær fór ég í nálastungur og ég er ekki frá því að það hafi virkað. Svei mér þá alla mína daga – a.m.k. var ég eins og með hulinshjálm fram eftir degi og alveg eins og undin tómatssósuflaska fram til sjö. Þetta er yndislegt líf – ég vona bara að uppsveiflan endist sem lengst. Það er svo frábært að hafa svona stuðning líka frá einhverjum sem vit hefur á þessu og lætur mig ekki komast upp með alla þá vitleysu sem í mér býr….

En jæja best að fara að læra – lækka í Bjögga og horfa á Ingólfsfjall og skugga þess í sólarljósinu sem lýsir hér upp í norður átt. Það er svo yndislegt útsýni hér úr sunnulækjarskóla að það er magical.

Hafið það gott gullmolarnir mínir – hverjir svo sem detta nú hér inn 😀

Ógeðstæki here I come

Halló – páskafrí og þið öll hin.
Sit hér í Sunnulækjarskóla í ótrúlega góðum gír – allt að því hamingjusöm bara. Á að vera að læra námskrárfræði en þykist þess í stað vera að hugsa um þau. Les smá – hugsa svo pínu pons, vafra svolítið um netið …..og drekk kaffi! Ég sem drekk sko ekki kaffi – onei. Eða jú :D. Svo setti ég diskinn hans Bjögga í sem kom út um jólin og spila hann í góðu græjunum sem voru keyptar fyrir mig í enskuna – en eru nú reyndar minnst þar heldur notuð vítt og breytt enda snilldar tæki. Já ýmsu getur maður áorkað. Þarfakaup!

Ég fór og hitti ógeðstækið mitt í morgun. Ásamt hjólinu – sem ég komst ein og óstudd upp á meira að segja. Hjólaði í 12 mín, fór í salinn og djöflaðist þar, þangað til svitinn bogaði af mér! Fór svo í 6 mín á blessað ógeðstækið (sem fer nú brátt að fá nýtt nafn því mér er farið að finnast það svo dásamlegt) og eyddi þar 6 mín á hill stillingu – ojá – þeirri sömu og ég var nærri dáin á eftir 15 sek í fyrsta tímanum!

Ég er sko tækjasalspæja ég segi það satt.

Fór svo að hitta Baldur herforingja í nuddinu sem vill ég fari á göngubrettið og í vigtun og nálastungur áður en lengra er haldið. Nei hann þarf nú krana til að fá mig á þessa vigt þarna frammi á miðjum gangi gott ef ekki bara við innganginn. O nei. Hann hefur nú fengið mig til margs en ég læt þetta ekki eftir honum! Og ég fer ekki heldur á þetta göngubretti. Onei. Var það ekki í Tomma og Jenna myndunum þar sem einhver þeytist í gegnum veginn og ekkert stendur eftir nema útlínumynd í gegnum vegginn? Þannig verður það ef ég fer á þetta göngubretti. Spólast aftur á bak og í gegnum vegginn. Nei mér finnst nú bara nóg komið í bili. Hver hefði geta séð mig fyrir sér í tækjasal í Styrk? Enginn er ég næsta viss um….

Ég held hann Baldur minn megi nú bara vera ánægður með það sem komið er.

Ég verð samt að hætta að borða nammi. Ég er nefnilega nammialki. Svoldið vont mál…

En hvað um það í bili – ætla að læra svoldið meira og fá mér meira kaffi.

Ógeðstækið heitir hér með áskorunin 😀

Hér er mynd af áskoruninni minni 😀

Tvær stjörnur með Megasi sem sagt

…mæli með því lagi og reyndar fleirum frá meistara Megasi. Nokkur lög sem eru bara algjörar perlur svona allt í einu og skyndilega. Fílahirðirinn frá Súrin…. Paradísar eitthvað sem ég man ekki -get hlustað endalaust á þessi lög. Svo má ekki gleyma Guði og gömlum konum fra Önnu Pálínu heitinni. Mannbætandi tónlist.

Langþráð páskafrí er runnið upp – svo langþráð er það að ég er ekki búin að átta mig á það það sé runnið upp. Kannsi fatta ég það á morgun – og áreiðanlega fatta ég það á mánudaginn. Húsið er í sæmilegu standi. Skrautið sem venjulega kemur upp á laugardegi fyrir páska prýðir hér hillur og borð og ég búin að sauma páskakanínur og 3 kramarhús. Ég legg ekki meira á ykkur. enda farin í bili – lof jú all…

Ingos sem er farin að stunda tækjasalinn…. allt Baldri að þakka…. Hér má sjá ógeðstækið….