Dísuss kræst!
Minn elskulegi sjúkraþjálfari verður náttúrulega ekki ánægður fyrr en hann verður búinn að ganga svo fram af mér að ég verð annað hvort orðið mesta líkamsræktartröll norðan Alpafjalla eða hálfu meiri vesalingur en ég er! SIGH
Ó mig auma!
Ég fór sem sagt í nálastungur í gær. Hélt að þar og þá væri runnin upp mín síðasta stund. Var nú eitthvað stressuð í aðdragandanum – hafði hálf stokkið út úr skólanum í miðju samtali og hálfkláruðu máli fyrir nú utan það að Styrku og minn títtnefndi sjúkraþjálari stressar mig alltaf svolítið í aðdragandanum (sem þýðir vel að merkja að stresslevellinn er einhvern veginn allur að aukast þar sem ég er nokkuð tíður gestur þarna innan dyra (kannski er það frekar vigtin, ógeðstækið og göngubrettið sem stressar mig – ja það væri það)).
Sem sagt ég fékk smá nudd – afar langþráð því ég var orðin eins og herptur kjúklingu. Nú jæja svo tók maðurinn upp nálar sínar og stakk mig alla í ökkla, hendur og herðar og háls. Og það var ekki nein smá aðkenning að ,,ég held ég sé að deyja úr einhverju“ sem ég fékk þá (sem er mjög vinsælt viðfangsefni hjá mér þegar ég er í stress og kvíðakasti – óttast það greinilega mjög að deyja þegar kvíðinn er kominn). Já já nálar í sársaukapunktinn í hendurnar ollu því að ég fékk þennan rosavöðvakipring í hægri hendina – eins og sinadrátt, varð öll meira en lítið undarleg og enn meira kvíðin (sem kallar á enn meiri undarlegheit) og ofan á allt saman fékk ég stingandi verk í bakið þar sem hryggurinn er skemmdur.
Vitið þið það ég held að nálastungur séu galdrar –
ég er að verða álíka hrædd við þetta og miðla!
Á meðan fór minn maður bara í burtu, talaði í símann og nuddaði annan og kom svo bara í úlpunni til að taka nálarnar úr mér. Ég í stresskasti og hann bara að flýta sér heim úr vinnunni! Ég varð nú bara að fara heim til Vilborgar og láta hana vorkenna mér og róa mig niður, svo varð hún að fara og útrétta og þá varð ég að fara heim, hringdi í Dísu og léta hana vorkenna mér og segja mér að svona nálar gerðu mikið gagn og það væri gott að ég finndi svona mikið fyrir þeim og að því loknu hringdi ég í Björk til að heimta meiri vorkunnsemi. Sem ég fékk með ágætum skilum. Sat svo eins og klessa til 10 – í 6 klst og var með hitamólikúl á miljón í herðunum og kryppunni minni auk verkja í höndunum. Alltaf að halda að ég þjáðist af einhverjum mjög merkilegum sjúkdómi. Svo rjátlaðist þetta nú af mér og ég varð aftur sama kúl kerlingin. Fór að sofa og svaf alveg þar til ég fékk áhyggjukast af Ragnheiði því hún var ekki komin klst. eftir að hún lagði af stað með Aðalstein af æfingu upp á Kiðjaberg. Fór fram hringdi í hana – hún var að sjálfsögðu í fínu standi og horfið á 1 þátt eða tvo úr 10 seríunni af Friends en þeir eru nú að renna sitt skeið á enda blessaðir hjá okkur RP.
Og hvað á svo að gera í þessu bensínverði? Er þetta bara að gera sig? Númast að það þarf að hækka fljótt þegar krónan veikist – það er ekki eins og mig rámi í neinar verðlækkanir upp á 6 krónur í neinni viku þegar hún var styrkjast sem mest. ÓÞOLANDI GLÆPAHYSKI, já og svo ætla Árborgarbúar að kjósa Eyþór Arnalds yfir sig. Oh my god!