…mæli með því lagi og reyndar fleirum frá meistara Megasi. Nokkur lög sem eru bara algjörar perlur svona allt í einu og skyndilega. Fílahirðirinn frá Súrin…. Paradísar eitthvað sem ég man ekki -get hlustað endalaust á þessi lög. Svo má ekki gleyma Guði og gömlum konum fra Önnu Pálínu heitinni. Mannbætandi tónlist.
Langþráð páskafrí er runnið upp – svo langþráð er það að ég er ekki búin að átta mig á það það sé runnið upp. Kannsi fatta ég það á morgun – og áreiðanlega fatta ég það á mánudaginn. Húsið er í sæmilegu standi. Skrautið sem venjulega kemur upp á laugardegi fyrir páska prýðir hér hillur og borð og ég búin að sauma páskakanínur og 3 kramarhús. Ég legg ekki meira á ykkur. enda farin í bili – lof jú all…
Ingos sem er farin að stunda tækjasalinn…. allt Baldri að þakka…. Hér má sjá ógeðstækið….