Month: apríl 2006
Ég veit nú ekki hvort hún Vilborg mín er hrifin af þessu fjölmiðlafári sem er farið að herja á hana allt í einu :D. Hún verður bara að kvarta blessunin. það er bara eiginlega ekki hægt að tala um mig nema tala svoldið um hana. Hún er mín blessun og gæfa – skil ekki enn þetta lán að hafa fengið hana með mér í Styrk – já og sund!
Við vorum nú hálf FRAMLÁGAR í morgun í vinnunni. Ég aum í kálfanum, hún með æluna upp í hálsi og ég veit ekki hvað og hvað. Svo ekki sé nú minnst á eymslin í hnakkanum. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég segi ykkur það bara eins og það er að ég er með VERKI Í HÁLSINUM.
En við fórum nú samt í Styrk – ojá. Enda engar venjulegar GELLUR.
Svoldið var hún Vilborg mín samt þreytt enda stendur hún í því að hugsa um heimilið alla daga. Ég geri ekki neitt nema hugsa um hvað ég ætti að gera…… ef ég bara nennti því.
Svoldið spæld yfir því hvað ég er rosalega aum í kálfunum eftir sundið. Sigh – það er svo mikið streð að vera líkamsræktargella.
Annars er ég á nettum bömmer. Þetta með fríið hjá sjúkra er nú eiginlega alveg rosalegt. OH my god. Ekki veit ég hver á að sjá til þess að ég standi mig almennilega….
Svo á ég að vera að gera matardagbók….. hmmmmm
FACE THE FEAR. Ég er búin að fatta að um þetta snýst málið.
…oooo já það held ég nú.
Finnst ykkur að ég ætti að skipta mér eitthvað af pólitíkinni hér í Árborg. Hef ekki nema hæfilega góða reynslu af því satt að segja. En ég get eiginlega ekki látið Samfylkinguna renna á rassinn svona alveg án þess að reyna að grípa hana. Það væri ægilegt bjargarleysi.
Mér finnst kannski ekkert að kennarar eigi að vera að skipta sér af pólitík – en hver ætti svo sem að vera að því. Þetta er náttúrulega bara rugl allt saman…..
Mér finnst samt að það sem Árborg er að gera í skólamálum sé breyting til batnaðar og ég hef lúmskan grun um að margt gott sé í pípunum enda var þarna stór pakki sem sjálfstæðimenn höfðu farið með okkur eða þá sem hér bjuggu þá beina leið til andskotans.
En hvað um það.
Nudd og sund í dag. Og það var svo yndislegt og dásamlegt að mér líður eins og bómullarhnoðra í dag. Eða marsmellowspúða. Mjúk og slök…. Ja svona hæfilega slök. Þetta má nú ekki vera út úr karakter tíhíhí.
En oh my god, Baldur hefur fundið sig í því að taka sér þriggja vikna frí!!!!! í maí. Oh my god. Ég fer áreiðanlega í hundana þegar enginn er sjúkri. Dísuss. En ég verð að reyna að komast í gegnum þetta. Hef þá kannski meiri tíma til að vinna – tíhíhí. Veruleg slagsíða komin þar – þetta er alveg fullkomlega heilsdagsvinna þessi líkamsrækt okkar Vilborgar.
Rosa gott að vera að farin að synda aftur. Hef saknað þess – og ég meira að segja get það ;-). Ég efaðist nú um það í fyrradag – ætlaði ekki að geta andað til vinstri í skriðinu en það gekk betur í dag. Náttúrulega heil meðganga síðan ég synti síðast þannig að það er ekki að undra þó ég sé ekki sérlega fim til að byrja með. þetta kemur allt. Amk synti ég 500 í dag þar af 150 skrið í einum rikk. Fann ekki mikið fyrir því o nei – mundi meira að segja eftir því að teygja og allt en klálfarnir á mér eru eins og ….. hmmmm grjót. Stirðna miklu meira en í salnum í sundinu. Merkileg.
Sjáum hvort ekki teygjist eitthvað á í ræktinni á morgun. Já og mar – það var sól í dag og í gær og ég komin með lit – tíhíhí. Er þetta ekki bara að gera sig (ja allt nema þetta með fríið en hann Baldur minn lofaði mér að hafa aðgerðaráætlun. Verst að það er eins og mig minni að ég hefi lofað honum að skila honum matardagbók. Æ Æ það er allt í vitleysu í þeim efnum – en maður náttúrulega verður að gera eitthvað í þeim málum til frambúðar, sí og æ og ævinlega.)
Á morgun er einhver ótrúleg lestrarkönnun sem á að leggja fyrir í skólanum. Það er nú í lagi fyrir blessuð börnin, en vesenið fyrir okkur kennarana. Dísuss. Það er 30 síðna leiðbeiningarbæklingur með þessu – segðu þetta – svo þetta og svo skaltu þegja í 30 mín og svo áttu að segja þetta þegar börnin þurfa að gera þetta. EF einhver þarf að fara á klósettið þarf að merkja það inn í heftið – hvaða spurningu hann var á og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af börnunum en ég er ekki eins viss um mig ;-). Verð lesari hjá 4. bekk – voða gaman. Hlakka til að hitta þau snúðana atarna.
Það styttist óðum í skólalokin. Ótrúlega fáir dagar eftir þegar frá eru taldir ferðadagar, íþróttadagar, vorhátíð og hvað þetta á allt saman að heita. Sem minnir mig á það – ég verð að fara að sinna lokaverkefninu í námskrárfræðunum. Það verður áreiðanlega mjög skemmtilegt.
Svo er það Formúlan sem ég er að hugsa um þessa dagana – þessi Imola braut er svo leiðinleg að ég gæti andast. Eina brautin sem ég hreinlega afber ekki. Ömurlega leiðinleg – Tramsam kæmist ekki fram úr traktor á þessu ógeði.
Hann Kimi minn fer nú klárlega að gefa sig í þetta – átti ekki góða keppni síðast svo mikið er víst og hanga svo fyrir aftan vitleysinginn hann MASSA. Oh my god.
En nú verður ekki lengur þagað um líkamsræktina.
Ég myndi vilja muna hvenær ég fór fyrst í nudd…… man það bara ekki. Hlýta að vera komin einhver 15 skipti samt – ef ég hef byrjað í febrúar – getur það verið? Dísuss hvað ég er vitlaus – þarf að komast að þessu. Það er rosalegur munur á manni – ég var held ég alveg komin í keng. Og gat hvorki horft til hægri eða vinstri. Það er nú munur þar á. Ég er samt ótrúlega aum í hálsinum og herðunum. Ég er með verki í hálsinum. Mér finnst mjög merkilegt að segja að maður sé með verki – hljómar eins og alvöru veikindi ;-). Miklu fínna en að finna bara til eða vera að drepast eins og ég orða það alla jafna. Verkir – flott orð (verra að vera með þá!).
Sem sagt ég var í stresskasti í allan dag held ég bara – ég er í einhverju flipp ástandi bara. Ég held ég þoli ekki svona líkamsræktarátak. Get ekkert einbeitt mér í vinnunni þegar krakkarnir eru farinir heim. Skondrast bara um og þykist vera að vinna eitthvað – er meira að segja hætt að reyna að vera gáfuleg á svipinn. En sem betur fer vakna ég snemma og byrja stundum að vinna rúmlega sex og þá næ ég smá einbeitingu og afköstum. En svona er þetta maður verður að breyta um stíl og það tekur á.
Gekk vel í Styrk samt:
Hjól 8 mín ca 62 kal á stillingu 7 og 8
Bretti 9 mín á 10% halla – en ekki eins miklum hraða 😉 80 kal (fyrir ekki svo löngu þá var þetta samtals á 100 kal)
Áskorun 16 mín á píramída – hill stillingu :D. Geðveikt.
Samtals 33 mínútur í brennslu
…því hann Baldur minn sem er aldrei ánægður sagði að ég skyldi stefna að því að vera 40 mín í brennslu en vera á mismunandi tækjum – það væri bæði skemmtilegra og reyndi svo á fleiri vöðva. Hljómar mjög gáfulegt. Svoldið spes hvað maðurinn er aldrei ánægður með það sem ég næ – dollan atarna. Tíhí
En það er svo sem í lagi. Maður hefur gott af því að einhver haldi manni á jörðinni. Aðalmálið er náttúrulega að halda þessu við og mæta áfram og halda út þessi ár sem þetta tekur. Það er nú eiginlega stóra málið.
Lítið mál að skondrast þetta í uppsveiflunni. Jább ég get fengið fínt kvíðakast yfir framtíðinni.
Ég verð að gera eitthvað í þessu stressi. Fyrsta er að hætta drekka kaffi – sem ég nú eiginlega geri ekki – ég er eins og á spítti þegar ég drekk það þessa dagana. Og öllu meira af einhverri örvun kemur sér ekki sérlega vel.
Tjú tjú tralla la. Fór sko í sund í dag – ummmmmm dásamlegt. Yndislegt að synda. Yndislegt að vera með gleraugun og sjá tærleikann í vatninu (látum hitt liggja á milli hluta). Bara þegar ég sting mér þá veit ég að ég er komin heim.
Heyrðu og ekki nóg með það – heldur fór ég í nudd og nálar í dag. Það var nú ekki amalegt. Ekkert major kvíðakast eða neitt – bara svoldið….. En hvar væri ég nú án kvíðans, stressins og andnauðarinnar? Bara ekki söm ;-). Rafstrauminn lagði um mig alla og ég er enn svolítið aum í höndunum – ég sver það að það er sama hvað sjúkri segir þá eru þetta GALDRAR. Ekki nema temmilega normalt ég segi það satt. En vonandi virkar þetta og hjálpar. Það er eins og það veiti ekki af….
Ég á eftir að komast að niðurstöðu um það hvað ég sé orðin góð í herðunum og hálsinum. En amk er ég að sálast í hálsinum eftir sundið í dag – hélt ég gæti ekki snúið til vinstri í skriðinu í dag. Miklu léttara að snúa til hægri. Annars synti ég bara 100 skrið í dag og 300 bringu. Ummmm ég elska sund. Gaman að vera komin út í aftur. Og það er meira að segja búið að tjasla upp á útiklefana. Ekki slæmt það.
Þeir eru búnir að fela blöðkurnar sem ég þarf að nota – nenni heldur ekki að vera að fá þetta lánað. Miklu betra að vera með sitt eigið bara. O já.
En sem sagt. Góður dagur í heilsuræktarátaki Ingveldar. Í skólanum er líka gott að vera – nema ég er bara ekki nóg þar. Verkefnin hlaðast upp – og já ég get vel fengið fínt stresskast yfir því. Ég verð bara að fara skipulega í að vinna þetta allt upp. Svoldið mikið að fara úr 60 + tímum á viku í eitthvað eins og heilmikið minna. Dísuss.
Jæja nú kveðjur Inga pinga sundgella auk hinnar víðáttu flottu brúsagellu :o)
Og hvernig get ég þakkað það að hafa ropað því upp úr mér á kaffistofunni við Vilborgu að koma með mér í ræktina – og þá ekki síður – að hún skyldi segja já!
Já það er margt sem maður getur verið þakklátur fyrir, ykkar Inga
P.s. Erla gaman að sjá þig hér – dásamelg tilfinning
Halló öll
Í ræktina fórum við Vilborg og djöfluðumst þar þannig að það bogaði af okkur svitinn að aftan fram og í öllum krikum. Gasalegt. Á morgun ætlum við í sund.
Ég komst á því á föstudaginn að tíminn kostar ekki 900 hjá sjúkraþjálfaranum heldur næstum 2000. Ég er því í engri smá skuld þar – dísuss. Svo þarf að kaupa kort í ræktina, í sund og ég veit ekki hvað og hvað. Bensín í akstur fyrir Aðalstein – þetta er að verða í meira lagi svæsin útgjöld allt saman.
Svoldill bömmer að halda að maður hafi verið að ná í skottið á sér í að greiða sjúkra þegar maður skuldar svo bara helminginn af öllum tímunum. OH MY GOD. Held ég leggist í þunglyndi….
Er á algjörum bömmer fyrir nú utan að þyngjast bara og þyngjat dag frá degi – skemmtilegur unaður það. Við Vilborg ætlum þó að hætta þegar 20 kg hafa bæst á okkur. Kannski fyrr ef ég verð á þessum bömmer nógu lengi.
Dísuss
Svo kemst ég ekki yfir neitt í vinnunni. Er bara eins og álfur út úr hól þar. Á ekki alveg við mig.
Halló elskurnar! – Ef einhverjir slysast hér inn þ.e.a.s. en skítt með það hvort sem er. Ég er mest að skrifa fyrir sjálfa mig.
Góð var dvölin á Höfðabrekku eftir að við fengum annað herbergi en það fyrra var ekki með skrifborði og allt í voða og vitleysu – við hliðina á setustofunni með angandi reykingarlykt. Var næstum farin heim í fússi en mundi þá eftir þeim möguleika að athuga með annað herbergi. Það gekk upp og við fengum voða fínt herbergi þar sem ég gat lært og ég kláraði nánast verkefnið – er komin hingað til að ljúka því og reyna að klúðra stöðvabókinni í gegn líka.
Ég hef nú ekki etið mikla vitleysu um helgina en ekki heldur hreyft mig neitt. Ég var nú svo uppgefin bara að ég notaði mest tímann til að hvíla mig svei mér þá. Og ekki virtist veita af einhvern veginn.
Ég er búin að ákveða að fara í sund þá daga sem ég fer ekki í ræktina. Þarf að kaupa mér blöðkur og kork og eiga bara sjálf – það er svo leiðinlegt að vera að fá þetta lánað alltaf í sundlauginni. Svo verð ég bara að reyna að labba smá líka svo hann Bjartur minn fái nú næga hreyfingu. Það er ekki sérlega gáfulegt að fara á morgnana í skólann þegar betra er að fara út og labba með hann þar sem hann er svo miklu hamingjusamari hundur þegar hann fær að fara út í svolítið góða göngu.
Sem sagt heilsurækt á morgun, nudd og sund á þriðjudag, Styrkur á miðvikudag nudd á fimmtudag og sund og svo er Styrkur á föstudag.
Sjúkraþjálfarinn fussaði bara og sveiaði þegar ég sagðist ekki gera neitt af viti hina fjóra dagana sem ég er ekki í salnum og sagði bara að það þýddi ekkert að halda áfram á sömu braut – það þyrfti bara að breyta lífsmynstrinu. Líklega er það alveg hárrétt hjá honum. Ég ætla að prófa það. Svoldið hrædd um vinnuna mína……
En ég verð víst ekki í vinnu ef ég kem mér ekki í stand svo…..
En nú klára ég 6. kaflann í námskrárfræðunum og dembi mér í annað sem bíður.
Fór í ræktina og var 14 mínútur á ógeðstækinu mínu ljúfa! Samtals var ég í 30 mínútur í brennslutækjunum. Ég fer svo labbandi í vinnuna á þriðjudag og fimmtudag – þá daga sem ég fer ekki ræktina – hljómar það ekki vel?
Svoldið langt labb……………..
sjáum til
já og ég þyngist og þyngist þó ummálið minnki – svoldið spes líka. Ég einhverja óhollustu um helgina á einhverju rigningarhóteli en svo verð ég líka að fara í grænmetið eftir helgina – ojá.
Inga
| You Are A Moschino Heart Bag |
You’re a whimsical, romantic girl with a good does of funkyYou’ve are always in the middle of some adventure, planned or notStyle is something you mastered early on – and you’re envied for itWhen it comes to you, you’re one of a kind… with many imitators |
| You Are Aphrodite! |
A total shining star with a ton of admirersAnd no wonder: you live life to the fullest!When things get bad, you can easily take off to a happier placeBut occasionally, you need to deal with problems head on |


