Sólin skín enn – en það eru samt regndropar á rúðunni. Í þeim kristallast fegurð veraldarinnar. Fyrir utan gluggann eru hins vegar ógnarinnar gröfur að búa til holur – þar í eiga að koma hús. Sérkennileg aðferð við að reisa eitthvað upp í loftið þykir krökkunum. Ég verð nú að fara að læra um grunnvatn og samsetningu jarðvegsins til að geta svarað þeim spurningum um allt þetta vatn sem er í þessum ógnarstóru holum sem nýbygging við þó hinn ekki svo gamla Sunnulækjarskóla á að rísa. Hvernig útskýrir maður þetta – með blautri bómull? Já það gæti verið ráð……
Þeir eru ekki lengi að breyta veröldinni þessir karlar. Það verður gaman þegar skólinn allur er risinn.
Ég er búin að vera að taka til á skrifborðinu mínu – þetta var orðið svolítið gasalegt ástandið hérna. Ég bara skil ekki afhverju það safnast svona mikið dót í kringum mig! tíhíhí
Álög líklega.