Um mig frá þér

Spurt er ….

Hér koma nokkrar gullvægar spurningar frá Björgu frænku minni :D. Sumt kannski passar betur en annað en hva – er ekki smá sýking af unglingaveiki bara æði

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það!
7. Lýstu mér í einu orði!
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíma langað að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Reykjavíkurferð Bínusanna

Ég á tvo litla bínusa. Pál og Ragnheiði. Þau fóru til Reykjavíkur í gær að útrétta fyrir dótturina með nokkrum vinkonum hennar. Páll fylgdi með svona til að gæta hagsmuna bílsins og sjá hvernig þetta væri að gera sig hjá dótturinni.

Nú jæja leið stúlknanna með Pál lá í allar helstu verslunarmiðstöðvar borgarinnar. Í lokin skelltu þau sér í bíó í Smáralindinni. Myndin sem Páll fór á um hann Johnny Cash var ívið lengri en hryllingsmynd stúlknanna og þar sem hann kom skeiðandi út úr Smáralindinni og opnaði hurðina á Súbbanum stökk til hópur af drengjum og vildi verja hagsmuni stúlknanna í bílnum sem biðu þar rólega, og vildu varna manninum inngögnu, þótti hann heldur ískyggilegur til þess að eiga erindi inn í bíl með öllum þessum blómarósum.

,,Heyrðu góði, hvert ert þú að fara?“

Páli þótti þetta nú ekki leiðinlegt og lék með í dágóða stund á meðan herramennirnir börðust hetjulega til varnar stúlkunum.

Þeim þótti þetta ekki leiðinlegt feðginunum. O nei. Páll er enn hlægjandi.

Fremstur í flokki þessara íslensku víkinga var Hendrik Tómasson. Það er ekki hægt annað en elska þann dreng.

Góðar stundi.

Oh my god

Er þetta bara að gera sig?!?
Ég er held ég alveg að klikkast. Og trúið mér það er ekki bara eitt – það er allt. Nú er ég að lesa bók um þau ágætu fræði sem tengjast námskrám. Námskrárfræði…. Þau eru allt það sem ég er ekki. Eins og mér finnst nú námskrá dásamlegt fyrirbæri. Ég hef enga einbeitingu. Tel jafnvel að gáfum sé áfátt amk þessa dagana.

En ég á nú eftir að komast í gegnum þetta allt saman. Efa það ekki.
Það er bara hversdagleikinn sem er erfiðari. Snúnari. En ég á amk blóm sem ég fékk frá Ragnheiði.

Ég er Friends fíkill.
Ég þoli ekki að handboltinn sé úti.
Ég afber ekki þennan appelsínugula McLarenbíl
Unglingsárin eru þung byrði – mín og annarra mér nákominna.
Þvottur ….. oh my god.
Ég held ég láti hér staðar numið…..


Ég var einu sinni unglingur líka

Ítreka bara oh my god