Jamm og jæja

Mikið gat ég sofið – heila 12 tíma amk í nótt ef ekki meira – það þýðir nú eiginlega að ég hafi farið að sofa í gærdag – ekkert minna. Það var kannski bara kominn tími á að hvíla sig svolítið.

Formúlan var góð – ekki mínum manni en það kemur – verið viss.

Hjá mér eru kennaranemar – þannig að ég get unnið mig niður úr vitleysunni sem ræður ríkjum í dótinu mínu – og það er gott.

Mjög gott….

Verst hvað maður er lengi að því. En það hlýtur að minnka dótið og eitthvað skemmtilegt að koma út úr þessu,

kveðja Ie

Hljóð úr horni

Ó já haldið þið að það sé ekki byrjuð Formúla! Það er sko ekkert annað. Maður bara heldur niðri í sér andanum til að sjá hvort tímatökurnar í nótt séu vísir að því sem koma skuli – að happadísirnar skondrist ekki lengur við hlið Sjúmma – ja það væri það mar.

Ekki það ég er ekki frá því að þetta tímabil leggist öðruvísi í mig en þau sem á undan hafa farið.

Hér er annars allt við það sama. Ég vinn og vinn, Ragnheiður dugleg að læra – Aðalsteinn minna en …. enn er von…..

Bjartur vex og dafnar og er algjör grallaraspói. Hann er ægilega mikið að pissa og kúka inni samt sem okkur finnst nú eiginlega vera komið nóg af en eigum svoldið erfitt með að venja hann af því við erum svo önnum kafið fólk að því er við erum búin að telja okkur trú um. Þetta hlýtur að koma í páskafríinu….. Haldiði það ekki…..

Hann er samt alveg dásamlegur – lítið fyrir F1 samt. Hann fór bara aftur inn í búrið sitt í nótt þegar ég bauð honum að koma með mér fram að horfa eftir að við höfðum lagt okkur svolítið. Enda var hann þreyttur eftir eitt mesta óþekktar kvöld sem sögur fara af í langan tíma. Þau komu hingað Dísa og fjölskylda og amma og það var nú meira en lítill hvolpur þoldi – hann fór alveg á límingunum yfir þessu öllu saman. Lét alveg eins og brjálæðingur en slapp þó með minniháttar skammir. EFtir það þurfti að sofa vel og lengi en ekki glápa á F1. Fuss og svei!

Hann stækkar og stækkar og verður fallegri og fallegri blessað dýrið, vel ljós og mikill stuðbolti. Húsið er í hershöndum, blöð eru étin, skór nagaðir, klósettrúllur nýttar til hins ítrasta hvenær sem í þær næst og dótið allt saman nýtt til hins ítrasta. Dásamlegt dýr sem sagt með sporana sína þrjá og mikið upprúllað skottið. Sannur gleðigjafi – sérstaklega þegar hann fer að gera stykkin sín úti….

úff púff

kveðja Inga þreytta

munið að fara í liðsstjóraleikinn á www.formula.is – skyldumæting.