Jæja – framhaldssagan um hann Bjart heldur áfram….
Hann er nú allur að hressast karlanginn, en ælir enn og drekkur lítið. Hann er hins vegar miklu hressari og sjálfum sér líkari. Hann hefur mikinn áhuga á því sem mannfólkið er að borða en minna á því sem bíður hans á glænýjum matarbakkanum sem var keyptur handa honum til þess að verja parketið.
Mikið verð ég fegin þegar hann hættir að vera lasinn….