Jæja nú er Palli farinn til Færeyja og ég varð að fara heim á hádegi til að sitja yfir skottinu mínu honum Bjarti. Ég hafði með mér tölvuna og sat við að vinna á milli þess sem ég gáði að greyinu og vökvaði honum.
Við fórum til Ásdísar og hún segir að hann hafi þetta nú af úr þessu. Það er bara að hann detti ekki niður aftur í vökva- nú er að passa það. Hann vill ekki borða og helst ekki drekka en hann er miklu hressari þó slappur sér.
Ég vona að þetta sé búið en nú ætla ég að fara að leggja mig – alveg svefnlaus eftir æfingar helgarinnar.