Jæja gott fólk!
Nú var gripið til breiðu spjótanna í gærkveldi. Hringt út og suður til þess að fá upplýsingar um vökvagjöf fyrir lítinn ælukjóa. Ég hringdi í Hörð og Kristínu – foreldra hans Káts/Akks sem er hinn stolti faðir Bjarts. Þau komu lífi í 4 hvolpa í fyrra (eða þrjá) sem fengu pavró veirusýkinguna. Ég var ekki alveg viss um hvað maður ætti að gefa marga ml. í hvert sinn. Kristín sagði mér að gefa ekki minna en 5 ml. í hvert sinn og helst meira.
Bjartur hresstist tímabundið í gærkveldi og fór meira að segja að gera sig líklegan til þess að leika sér með sokk en gafst nú upp á því. Við fórum því að sofa nokkuð vongóð – en svo byrjaði ballið alveg upp á nýtt og ég fór á endanum fram í stofu með krílið og gaf honum vatn á milli þess sem hann gat sofið. Svo ældi hann rosalega um 4 leytið en svo hélt hann öllu niður til að verða 2 í dag. Þá ældi hann aftur og hefur verið nokkuð hress síðan. Nú er hann skröltandi um gólfið og alveg ringlaður á skúringum og bollubakstri, vanur að hafa ekki færri en 2 stumrandi yfir sér en nú virðist hann bara eiga að spjara sig. Hann er svo sem ekkert voða hrifinn af því. Hann er gríðarlega hrifinn af Ragnheiði enda hefur hún ekkert verið að pína hann með sprautunni. Vonandi er þetta að koma hjá honum karl greyi-inu. I’ll keep you posted
Áfram með bollubaksturinn.