Aumingja Bjartur er svo veikur að ég ætla ekki að segja ykkur það allt. Hann fékk ælupest (hvað er með ælupestir og hunda hér á þessum bæ (þó ég hafi reyndar vitneskju um að Trítla dó ekki vegna ælupestar heldur annars)). Hann fór að æla í fyrradag – hresstist svo í gær, en viti minn.
Veikari en nokkru sinni í dag. Tvisvar búið að fara með hann til dýralæknis, fátt til ráða nema dæla í hann 5 ml. af vatnsblöndu og horfa á greyið æla og æla og æla. Honum er að versna núna – lengi getur vont versnað – ég vona bara að botninum verði náð áður en mikið lengra líður. Ég afber ekki að ganga í gegnum svona aftur það get ég sagt ykkur.
Inga sem á ekki nærri eins bágt og Bjartur en bágt þó….