Haldið þið ekki að ….

Ég sé komin aftur af stað í F1. Ég er að hugsa um að þegja algjörlega yfir því – enda hef ég ekki nokkurn tíma í það – bara áhuga. Veit ég væri ekki hálf manneskja ef ég legðist ekki yfir að koma einhverju viti inn í minn koll um þess mál að nýju. Vona að þið takið sem flest þátt í liðsstjóraleiknum. Þetta er jú mjög góður staður til þess að auglýsa hann þar sem þetta er svo víðlesið blogg.

Huhmmm

sól í hjarta – sól í sinni

Það er náttúrulega ekki hægt annað en vera í svoldið góðum gír – það er svo gott veður. Ég fór snemma heim, enda búin að búa vel í haginn í skólanum og get því verið róleg um helgina. Ég er ekki einu sinni viss um að ég þurfi að undirbúa mig neitt frekar með því að vinna um helgina. Stofurnar eru fínar og flottar og allt tilbúið fyrir mánudaginn þannig að vonandi get ég bara fært inn hjá krökkunum og skrifað smá um hvert barn fyrir foreldradaginn.

Ég er búin að taka helling til hér í dag og það mátti alveg gerast. Fór meira segja út á snúrur með þvott og hver veit nema ég taki hann inn líka. Ja það væri það.

Bjarti finnst nú ekki amalegt að geta spókað sig um – nema hvað honum líkar ekki þessar hömlur sem settar eru á ferðafrelsi hans. Geltir mikið og rífst – í lítilli þökk móður sinnar og velunnara. Annars fór ég gullið í Pavrósprautu þar sem veikindin eru formlega um garð gengin. Hann hafði þyngst mikið og orðinn 7 kg en var 5,5 og átti þá eftir að léttast nokkuð vegna veikinda.

Við Ragnheiður höldum að krílið sé svolítið líkt skapi farið og Aðalsteinn, algjör gullmoli en þrjóskur og alveg er víst að gullið er afar seint til þess að vakna. Það fer aldrei á milli mála þegar Bjartur er að vakna – það tekur hann margar mínútur að ná fullu meðvitundarstigi og mikið er geispað á þeim tíma. Æææææææææææ litla grjónið. Takk Helga mín fyrir að eiga hann fyrir okkur. Við náttúrulega verðum að fara og hitta pabbann og systurina. Það verður nú gaman.

Vinni vinn

… þó ekki í lottói. Bara í Sunnulæk. Það er svo mikið framundan að ég gæti alveg dáið. Ég verð að nýta daginn vel og koma mér svo heim fyrir fréttir næstu viku. Ég get einfaldlega ekki unnið svona mikið. Ég get hins vegar ekki unnið minna með góðu móti því þá geri ég ekki það sem mér finnst þurfa að gera – en kannski kemst nú jafnvægi á þetta allt saman núna. Það held ég að verði bara að gerast.

Bjartur er orðinn hress. Óþægari en nokkru sinni, – nah ég segi bara svona 😀 Algjör draumur blessaður. Nú er að fara með hann í sprautu og kaupa tryggingu – ekki hægt að standa í þessu dýralæknaborgunum – þó Ásdís sé náttúrulega alveg yndisleg og allt það.

Kveðjur úr vinnunni

Inga

Gengur vel með Bjart

Jæja – framhaldssagan um hann Bjart heldur áfram….

Hann er nú allur að hressast karlanginn, en ælir enn og drekkur lítið. Hann er hins vegar miklu hressari og sjálfum sér líkari. Hann hefur mikinn áhuga á því sem mannfólkið er að borða en minna á því sem bíður hans á glænýjum matarbakkanum sem var keyptur handa honum til þess að verja parketið.

Mikið verð ég fegin þegar hann hættir að vera lasinn….

Ég sakna….

  • Ástu
  • Bjarkarlundar – búsins míns
  • grasilmar
  • krakkanna á Ljósafossi
  • enskunnar
  • Trítlu
  • ælulauss hvolps
  • Húsbænda og hjúa
  • Roots
  • að eiga ekki eftir að sjá: Forrest Gump;Four weddings and a funeral; As Good as it Gets
  • Häkkinen
  • að McLaren geti eitthvað
  • Þingvalla
  • skautanna og snjóþotunnar
  • mömmu og pabba´
  • Mix og lakkrísrör
  • Reykholts
  • Þóru
  • Christine
  • og margs annars

Bjartur og sprautan

Jæja nú er Palli farinn til Færeyja og ég varð að fara heim á hádegi til að sitja yfir skottinu mínu honum Bjarti. Ég hafði með mér tölvuna og sat við að vinna á milli þess sem ég gáði að greyinu og vökvaði honum.

Við fórum til Ásdísar og hún segir að hann hafi þetta nú af úr þessu. Það er bara að hann detti ekki niður aftur í vökva- nú er að passa það. Hann vill ekki borða og helst ekki drekka en hann er miklu hressari þó slappur sér.

Ég vona að þetta sé búið en nú ætla ég að fara að leggja mig – alveg svefnlaus eftir æfingar helgarinnar.

Hundalíf og frí í hundunum

Jæja gott fólk!

Nú var gripið til breiðu spjótanna í gærkveldi. Hringt út og suður til þess að fá upplýsingar um vökvagjöf fyrir lítinn ælukjóa. Ég hringdi í Hörð og Kristínu – foreldra hans Káts/Akks sem er hinn stolti faðir Bjarts. Þau komu lífi í 4 hvolpa í fyrra (eða þrjá) sem fengu pavró veirusýkinguna. Ég var ekki alveg viss um hvað maður ætti að gefa marga ml. í hvert sinn. Kristín sagði mér að gefa ekki minna en 5 ml. í hvert sinn og helst meira.

Bjartur hresstist tímabundið í gærkveldi og fór meira að segja að gera sig líklegan til þess að leika sér með sokk en gafst nú upp á því. Við fórum því að sofa nokkuð vongóð – en svo byrjaði ballið alveg upp á nýtt og ég fór á endanum fram í stofu með krílið og gaf honum vatn á milli þess sem hann gat sofið. Svo ældi hann rosalega um 4 leytið en svo hélt hann öllu niður til að verða 2 í dag. Þá ældi hann aftur og hefur verið nokkuð hress síðan. Nú er hann skröltandi um gólfið og alveg ringlaður á skúringum og bollubakstri, vanur að hafa ekki færri en 2 stumrandi yfir sér en nú virðist hann bara eiga að spjara sig. Hann er svo sem ekkert voða hrifinn af því. Hann er gríðarlega hrifinn af Ragnheiði enda hefur hún ekkert verið að pína hann með sprautunni. Vonandi er þetta að koma hjá honum karl greyi-inu. I’ll keep you posted

Áfram með bollubaksturinn.

Bjartur enn veikur

Það blæ ekki byrlega fyrir okkur Bjarti núna. Við foreldrarnir voru í alla nótt að sinna greyinu en lítið miðaði. Gefin var spraut með einum ml. í a tíu mín. fresti en allt kom fyrir ekki. Bjartur fór a spítalann í morgun og fékk í æð. H nn kom vo heim seinni prartinn hress ari en ekki góður og nú er allt að fara í sama farið. Það verður því vökunótt framundan sem er í góðu lagi ef hann bara hressist. Hann hlýtur að gera það. Verður að gera það. Ég afber ekki annn hundsdauða…..Hugsið fallega til hans

Bjartur veikur

Aumingja Bjartur er svo veikur að ég ætla ekki að segja ykkur það allt. Hann fékk ælupest (hvað er með ælupestir og hunda hér á þessum bæ (þó ég hafi reyndar vitneskju um að Trítla dó ekki vegna ælupestar heldur annars)). Hann fór að æla í fyrradag – hresstist svo í gær, en viti minn.

Veikari en nokkru sinni í dag. Tvisvar búið að fara með hann til dýralæknis, fátt til ráða nema dæla í hann 5 ml. af vatnsblöndu og horfa á greyið æla og æla og æla. Honum er að versna núna – lengi getur vont versnað – ég vona bara að botninum verði náð áður en mikið lengra líður. Ég afber ekki að ganga í gegnum svona aftur það get ég sagt ykkur.

Inga sem á ekki nærri eins bágt og Bjartur en bágt þó….